After all, tomorrow is another day!

þriðjudagur

Lítið að gerast

Eins og flestir vita var veðrið í gær ansi gott og ákvað Prinsessan því að fara í sund með vinkonu sinni og við frestuðum bíóferðinni fram að helgi. Ég fékk því að fara á æfingu sem ég og gerði. Tók reyndar bara cario í tæpar 40 mínútur en það var ágætt. Í morgun mættum við Folinn á árshátíð Prinsessunnar þar sem hún var fremst á meðal jafningja er hún fór á kostum sem Gudda gulrót í Ávaxtakörfunni. Slógu þau að sjálfsögðu í gegn og uppskáru mikið lófaklapp að loknu atriðinu. Í dag er síðan síðasti tíminn hjá þeim stöllum í leiklistinni og munu þær, ásamt öðrum, ljúka þessu með sýningu sem foreldrum er að sjálfsögðu boðið að mæta á. Ekki er nú öllu lokið þar, ónei, því mín hefur aðeins fengið smjörþefinn af þessum skemmtilegu námskeiðum og vill núna læra ensku og mun því byrja í Enskuskólanum á laugardaginn. Einnig er búið að skrá hana í leiklistarskóla Borgarleikhússins sem byrjar reyndar ekki fyrr en í ágúst svo kannski verður leiklistarbakterían ekki lengur við lýði.

Anyways, stutt æfing í dag þar sem, eins og áður sagði, verður mætt á leiksýningu. Ætla að sækja Skottuna á leikskólann þar sem Systir er á einhverju námskeiði. Síðan mun öll familían mæta í saltkjöt og baunir hjá henni og borða á sig gat.

Annars var ég að hugsa um að skipta um bloggsíðu og færa mig yfir á blogspot.com. Mér finnst frekar fúlt að allar færslur frá því í haust eru bara einhversstaðar týndar og voðamál að ná í þær, nenni ekki svona veseni. Ég er búin að stofna nýtt blogg sem þið getið kíkt á, allar sömu færslurnar samt, www.spretturinn.blogspot.com , sé svo til á næstu dögum hvort ég færi mig alfarið yfir eða ekki.

Unglingurinn er í vetrarfríi sem þýðir að það er lítið gert þessa dagana nema hangið og sofið. Fékk enga aukavinnu þar sem hann var svo seinn að láta vita að hann gæti tekið slíkt að sér L Hann leitar nú logandi ljósi að motocross hjóli fyrir sumarið. Búinn að ávaxta söluhagnaðinn af hinu hjólinu og græða einhverja tugi þúsunda með kaupum á bréfum í Íslandsbanka, held að G-strengurinn hafi séð til þess að það hækkaði svona, enda má það bara lækka aftur þegar hann selur...híhí.

Tíu dagar í París,

Spretturinn

mánudagur

Rjómabollur og kjúklingasalat

Helgin var alltof fljót að líða eins og oft vill verða. Fór í kampavínsboðið fína á föstudaginn eftir æfinguna. Þar mættu um það bil hundrað konur sem gæddu sér á indælis veitingum í föstu og fljótandi formi. Á leiðinni heim ákvað ég að koma við á American Style og næla mér í kjúklingasalatið þeirra góða og hammara handa Folanum og Unglingnum sem sátu heima. Á Styleinum var brjálað að gera og hrökklaðist ég því frá og renndi yfir á Ruby Tuesday þar sem ekki var jafnmikið af hungruðu og trylltu mannfólki. Þegar heim var komið með salat og hamborgara kom ástæðan fyrir mannfjöldanum, eða kannski mannskortinum, á Ruby. Hamborgararnir voru svosem allt í lagi skildist mér, en salatið var ein hörmung. Átti að vera kjúklingasalat með grilluðum kjúklingi, beikoni, tómötum og einhverju gúmmulaði. Kjúklingurinn leit út eins og hann hefði verið soðinn en ekki grillaður, ekkert krydd á honum og beikon fann ég ekki þrátt fyrir mikla leit. Kálið sjálft var eins og það sem ég hefði kannski gefið kanínu ef ég vildi vera verulega kvikindsleg við hana. Þar sem ég var afskaplega svöng þá svældi ég þessu í mig á meðan ég rumdi af reiði yfir þessum hroðbjóð. Var ég þó fljót að jafna mig á þessu en ég veit ekki hvort liðið á Ruby verður jafnfljótt að jafna sig eftir mig þegar ég helli mér yfir það í símanum í dag. Ég er nefnilega afskaplega dugleg að láta vita ef ég fæ góða þjónustu og líkar vel við þann sem mér sinnir. EN, ég sit heldur ekki á skoðun minni ef ég fæ slæma þjónustu eða óætan mat á veitingastöðum, sem gerist nú reyndar alveg afskaplega sjaldan....sem betur fer fyrir þá sem þar vinna .

Prinsessan var með fimleikadrottningunni og Sparifrænku þetta kvöld. Unglingurinn lokaði sig inní herbergi með einhverjar videóspólur og við Folinn gláptum á Idolið eins og venja er á heimilinu á föstudagskvöldum. Vorum algjörlega sammála lokum þess þáttar í þetta skiptið svo það er ekki mikið meira um það að segja.

Unglingurinn átti að mæta til vinnu í Heimsklassanum kl. hálftíu svo ég skutlaði drengnum þar sem ég átti jú að mæta á æfingu. Tók þar massamikið á efri hluta líkamans og var komin heim rúmlega hálfellefu. Eftir hádegið var farið að versla og svo tekið til við að undirbúa matarboðið góða sem heppnaðist einstaklega vel í alla staði og fóru allir saddir og sáttir til síns heima rétt fyrir klukkan eitt.

Ákvað að taka frí á æfingu á sunnudeginum þar sem ég hafði æft síðustu sex daga. Hefði eiginlega ekki átt að gera það, þar sem að í morgun mundi ég að engin æfing yrði í dag þar sem við mæðgurnar vorum búnar að ákveða að fara í bíó á Nanny McPhee beint eftir vinnu hjá mér. En þar sem æfingin í dag átti að vera cardio er aldrei að vita nema ég taki eina stutta svoleiðis eftir bíóið sem verður hvort eð er líklega búið um hálfsex. Ég er nefnilega ein af þeim sem fer aldrei á æfingu eftir kvöldmat, svo ef ég af einhverjum ástæðum næ ekki að fara á mínum ”venjulega” tíma, eða svona einhversstaðar í kringum það.....þá bara sleppi ég því frekar.

Unglingurinn fór að vinna eftir hádegið á sunnudaginn og við hin fórum í afmæli hjá litlum frænda sem varð 7 ára. Þar var boðið uppá agalegar kræsingar en því miður var allt sætt og engir brauðréttir né neitt slíkt. Maður úðaði aðeins í sig þar og fór pakksaddur og uppfullur af sykri heim rétt fyrir klukkan sex. Ekki hafði maður mikla lyst á að elda einhvern mat svo það var bara lagst í leti. Eftir kvöldmat var okkur svo boðið í bollukaffi til Sparifrænku í næsta húsi. Þar var sett aðeins meira af sykri í sig. Þegar við síðan komum heim var ég með dúndrandi hausverk og lömuð af sykuráti . Í morgun öskraði kroppurinn hreinlega á næringuna sem hann hafði farið svo skelfilega á mis við í gær. All bran með undanrennu hefur aldrei áður verið svona ógurlega gott verð ég að segja. Setti ekki einu sinn banana útí það áður en ég gúffaði því í mig.

Sprettur out

24. febrúar 2006

Þetta verður stysta blogg sem sögur fara af....að minnsta kosti í mínum bloggheimi.
Í dag stendur til að taka cardio með nokkrum magaæfingum í Spönginni þegar Prinsessan fer í sinn körfubolta. Eftir það er kampavínsboð fyrir konur sem lögmenn (konurnar) á stofunni halda árlega og bjóða kollegum sínum að koma og þiggja eðalveitingar. Í fyrra mætti Þorgerður Katrín menntamálaráðherra og sagði nokkur velvalin og skemmtileg orð. Það var eiginlega þá sem ég fyrst fór að finnast hún bara alveg ókei, hafði nefnilega aldrei fílað hana neitt sérstaklega vel fram að því. Svona geta hlutirnir breyst. Síðan þá hef ég gengið í Sjálfstæðisflokkinn, kosið í prófkjörinu og fengið boð um að mæta í kvennaboð á þeirra vegum. Hef þar að auki hugsað mér að kjósa Villa í borgarstjórnarkosningunum í vor, þó svo Dagur sé náttúrulega miklu sætari og hárprúðari en Villi. Hvað um það, eftir boðið er stefnan bara tekin á Idolkvöld með familíen og aldrei að vita nema Unglingurinn verði í heimsókn þessa helgina ef Foreldrarnir ákveða að renna í bústaðinn og slaka á í friði og ró. Á morgun er matarboð í Fannafoldinni þar sem tvenn vinahjón okkar ætla að mæta. Þar sem við Folinn erum slíkir snilldarkokkar ætlum við að bjóða upp á humar, nautalund, lambafilé og svo súkkulaðiköku sem bráðnar í munni og sendir sælustrauma um fólk í eftirrétt, kakan sú er ættuð frá Eistlandi og er alveg einstakt sælgæti.
Æfing í fyrramálið þar sem Íris ætlar að sameinast mér í efripartslyftingum. Mun verða tekið harkalega á brjóst/bak og handleggsvöðvum.
Gangið hægt um gleðinnar dyr

22. febrúar 2006

Unglingurinn mætti á starfsstöð mína seinnipartinn í gær og fórum við í skókaupaleiðangur þar sem hann vantaði innanhússskó. Eftir að söluguttinn í Intersport var búin að fara 7 ferðir á lagerinn og komið var í ljós að ekkert að þeim skóm sem Unglingurinn ásældist voru til hjá þeim, þá fórum við í fýlu við Intersport og héldum við í okkar heimabyggð þar sem við fengum þessa fínu pumaskó hjá honum Muggi í Sportbúð Grafarvogs. Hentumst heim þar sem ég sótti Prinsessuna og G-streng jr., þar sem þær áttu að mæta í leiklistina. Stefndi svo kagganum ógurlega í átt að Laugum þar sem æfing dagsins skyldi fara fram. Þar hittum við Folann sem var á heimleið og tók hann Unglinginn með sér. Ég tók nokkuð harkalega á efri hluta míns fagra líkama og uppsker harðsperrur helvítis í dag .

Það er körfubolti hjá Prinsessunni seinnipartinn í dag og cardioæfing hjá mér. Ákvað að stokka prógrammið upp aðeins og í stað þess að lyfta 4x í viku og taka cardio 1-2x á móti, þá ætla ég nú að lyfta 3x og með örlítið breyttu sniði og taka þá cardio 2-3x þar á móti. Unglingurinn er að fara á árshátíð í kvöld og vildi endilega leigja sér smóking. Það kostar mikla mikla peninga og þar að auki gefst ekki tími til að fara á máta slíkan klæðnað í dag, hann er þekktur fyrir að vera með hlutina á síðustu stundu og svo á maður bara að hendast til og redda því. Hann mun því fá lánuð jakkaföt hjá Folanum þar sem hann er orðin svo stór og stæltur að hann passar í þau föt. Hann er við það að vaxa föður sínum yfir höfuð og við síðustu mælingar stóð Unglingurinn í rétt rúmlega 184cm og mun vera jafnhár Folanum. Þar sem hann er jú bara 15 ára gamall er ekki óliklegt að einhverjir sentimetrar hlaðist á hann í viðbót. En eins og ég sagði við hann um daginn þá er nóg að vera voðalega stór ef mamma ”litla”, sem er reyndar 180cm, er ennþá sterkari en hann...hahahahahahahaha....

Fer á námskeið í HR eftir hádegið í dag, sem verður örugglega voðalega skemmtilegt. Þarf samt að skjótast fyrst til að endurnýja vegabréfið mitt. Kem við í Kringlunni og læt smella einni ”kassa” passamynd af mér. Ætla að reyna að gretta mig aðeins á henni svo þeir í Útlendingastofnun taki ekki andköf af hrifingu af því ég er líka svo rosalega falleg á myndum .

Skötuselur með spínati og vorlauk á matseðlinum í Fannafoldinni í kvöld. Ótrúlega góður réttur, enda snilldarkokkur hér á ferð.

Sprettur kokkur kveður

21. febrúar 2006

Það var nú aldeilis fín helgin sem leið. Á föstudagskvöld voru bara rólegheit hjá litlu fjölskyldunni þar sem fylgst var með Idolinu. Úrslitin voru náttúrulega bara skandall og ekkert annað. Það sér og heyrir hvaða fáviti sem er að aumingjans strákurinn að austan getur ekkert sungið. En landsbyggðarfríkurnar slá um hann herborg og kjósa sinn mann hvort sem hann á það skilið eða ekki. Einhver misskilningur í gangi þar sem pakkið heldur að þetta sé vinsældarkeppni og því ekki spurning um hæfileika á söngsviðinu. Unglingurinn var í heimsókn hjá okkur um helgina. Var að vinna á föstudaginn og fékk svo að gista hjá vini sínum.
Laugardagurinn var rólegur framanaf þar sem undirbúningur fyrir árshátíð hófst. Var svo heppin að fá tvær snilldardömur í heimsókn þar sem önnur þeirra sá um hár mitt og hin um andlit. Þegar þær höfðu lokið af sér var ég ægifögur sem endranær og nærri því klár í slaginn. Folinn hafði skellt sér í Baðstofuna og kom nýrakaður og slakur heim. Fordrykkur var á heimili framkvæmdarstjórans og var þar margt um manninn þegar við létum sjá okkur. Að sjálfsögðu sló þögn á mannskapinn og maður heyrði fólk taka andköf af hrifningu þar sem það hafði aldrei séð slíkan glæsileik né fegurð . En hvað um það, mér tókst nú að róa fólkið niður og fá mér einn fordrykk. Árshátíðin var síðan haldin í Glersalnum í Kópavogi. Skil nú ekki hvað er verið að æða með svona heimsborgardömu eins og mig út á landsbyggðina til að halda slíkan viðburð, en það er önnur saga. Skemmtum okkur konunglega, skemmtilegt fólk og skemmtilegar uppákomur.
Silvia Nótt vann Júróvisjón með yfirburðum sem mín fjölskylda er afskaplega ánægð með. Langflottust og komin tími til að senda bara einhvern skrautlegan karakter eins og hana. Svo er lagið líka þrusugott og grípandi. Finnst hún æði
Prinsessan var í pössun og gisti því útí bæ aldrei slíku vant. Við sváfum því á okkar græna til rúmlega hálfellefu er Folinn stökk framúr til að fara á körfuboltaæfingu. Ég ákvað að liggja bara aðeins lengur og láta fara vel um mig. Unglingurinn rumskaði rétt fyrir eitt og ætlaði að fara á körfuboltaæfingu. Eftir þras um það að ég vildi ekki keyra hann í íþróttahús Rimaskóla ákvað hann að hætta við æfinguna og fara í fýlu. Rauk út og sást ekki meir fyrr en seinnipart þess dags. Tek það fram að íþróttahúsið er í u.þ.b. 4 mínútna gangfjarlægð frá heimili okkar. Dagurinn annars rólegur og leti hjá okkur hjónum.
Í gær var okkur boðið í 25 ára afmæliskaffi Tengdadótturinnar og áttum við að mæta kl. 19:30. Eftir vinnu rauk ég því heim þar sem ég átti eftir að fara á æfingu, versla og svo auðvitað elda, áður en við færum til veislu. Þetta tókst allt saman og vorum við mætt rúmlega hálfátta. Unglingurinn var að vinna í Klassanum og ætlaði á körfuboltaæfingu að því loknu svo hann kom ekki með. Við sátum hjá þeim stöllum, ásamt foreldrum Tengdadótturinnar, fram eftir kvöldi og gúffuðum í okkur hinu ýmsa góðgæti.
Folinn fékk úthlutað hreindýri í haust, jibbí. Ekkert sérlega spennt fyrir önd og gæs þegar fer að hausta, sérstaklega ef fuglaflensan lætur nú á sér kræla hér á klakanum, en hreindýrið er alltaf ljúffengt og gott að fá nokkur kíló af því í kistuna þegar fer að hausta.
Spretturinn kveður

17. febrúar 2006

Allo allo Æ em still alæf. Uss uss, ma´r bara búin að liggja heima með hæsi og hor, ekki haft nokkra rænu á því að bloggast eitthvað. Lítið að frétta nema þið hafið einhvern sérstakan áhuga á því að fræðast frekar um veikindi mín sem ég efast um. Er búin að liggja heima í tvo daga og horfa á Friends í sófanum og rúminu til skiptis. Er enn frekar tuskuleg en þar sem árshátíðin er á morgun verð ég að hrista þetta úr mér því ekki nenni ég að vera konan með horinn á gleðinni miklu. Keypti ógó flottan kjól sem fólk mun taka andköf yfir, en ég er svosem vön því. Fékk mágkonu Systur til að kíkja í kvöldheimsókn í Fannafoldina þar sem ég fékk þessa ægilega góðu fótsnyrtingu a la french. Ekki slæmt að vera með svona heimsendingarþjónustu á snyrtifræðingum . Eins og gefur að skilja hafa æfingar ekki verið stór hluti af lífi mínu þessa vikuna sökum slappleika og ætla ég að hafa hægt um mig fram yfir helgina en mun þá vonandi geta byrjað af krafti. Merkilegt hvað vikufrí úr ræktinni hefur mikil áhrif á andlegu hliðina. Á þriðjudagskvöldið ákváðum við nokkrar gamlar bekkjarsystur að hittast. Var einstaklega gaman að hitta þessar túttur þar sem sumar hafði ég ekki séð í um það bil átján ár eða svo. Þær voru hver annarri hressari og var ákveðið að hittast aftur er vora tæki, sem ég hlakka ægilega mikið til því á dagskránni er að skipuleggja allsherjarhitting árgangsins á næsta ári þar sem við verðum 20 ára gagnfræðingar þá.
Prinsessan og G-strengur jr. fóru í leiklistina í gær og settu upp leikþátt um nornir ef ég hef skilið þær rétt. Þær eru aldeilis að skemmta sér vel þarna og eru búnar að finna það út að boðið er upp á hin ýmsu námskeið hjá Mími og vilja fara á enskunámskeið næst.
Í vikunni hefur staðið yfir vinavika á vinnustað mínum. Þetta er í fyrsta skipti sem slíkt hefur verið gert og hefur mælst misvel hjá starfsfólki. Sumir eru ægilega virkir og senda huggulega tölvupósta úr leyninetfangi, leggja pakka á borð vinarins og hrósa á báða bóga, en auðvitað verður að hrósa fleirum svo ekki uppgötvist hver leynivinurinn er. Ég persónulega hef verið voða virk og beið smurt rúnstykki í morgunverð á skrifborði vinar míns fyrsta daginn, súkkulaði og krúttlega orðsendingu fékk hann þann næsta, miðvikudagurinn fór alveg fyrir ofan garð og neðan sökum hors og heimasetu, en sérlegur sendiboði minn lagði góðan vindil með orðsendingu í bakka vinarins í gær, svo nú er bara dagurinn í dag eftir svo það er best að leggja höfuð í hveiti eins og brallarabörnin myndu orða það.
Minn leynivinur er greinilega að reyna að vera voðalega fyndinn því í morgun beið mín hálfskílóa poki af súkkulaðihúðuðum lakkrís.....en hann bíður bara (nammipokinn sko) eftir laugardeginum svo þetta er allt í lagi....hmmmm..kannski má maður bara alveg borða nammi alla daga þegar maður er veikur, ég fékk að minnsta kosti alltaf eina kók í gleri þegar ég var veik sem krakki...því miður (að því er mér fannst þá) þá var ég afskaplega sjaldan veik sem krakki, man eftir tveimur skiptum. Fyrra skiptið var ég um 11-12 ára og fannst þetta bara fínt þar sem mamma sagði að ég væri veik en mér fannst ég voða hress svo þetta varð bara hálfgert frí fyrir mig þó ég þyrfti að vera inni allan daginn. Seinna skiptið var ég að verða þrettán ára og fékk svona heiftarlega magapest að mér hefur sjaldan liðið jafn hræðilega illa eins og þá. Hún stóð í rúma viku og ég hélt ég væri að deyja. Ég hef verið afskaplega heppin hvað þetta varðar með mín börn og verða þau sjaldan veik. Stundum verður Unglingurinn ímyndunarveikur og þá alltaf í maganum. Aldrei hiti eða neitt slíkt, engin uppköst/niðurgangur og matarlystin alveg á sínum stað. Við foreldrarnir viljum nú bara skrifa þetta á ”nenni ekki í skólann” syndrome. Hann varð aftur á móti einu sinni veikur sem barn. Var rúmlega eins árs þegar hann fékk heiftarlegan hita og var nánast meðvitundarlaus í nærri þrjá sólarhringa. Ég sem ung og mátulega kærulaus móðir á þessum tíma var bara heima hjá þessari elsku og gaf honum að drekka þegar hann opnaði sljó augun annað slagið. Einhvern veginn hvarflaði aldrei að mér að fara með hann til læknis. Í dag fengi ég sjálfsagt nett áfall og hlypi með hann á næstu læknavakt....svona breytist maður með aldrinum.
Það eina sem ekki breytist er fegurð mín og kynþokki, alltaf jafn brjálæðislega flott og æðisleg, ójá
Sprettur út

13. febrúar 2006

Mánudagarnir eru einhvern veginn alltaf frekar rólegir hjá mér. Vakna með eindæmum syfjuð því ég er búin að raska svefnvenjum virku daganna með vökum fram á rauða nótt. Engin æfing í dag samkvæmt hinu heilaga æfingaskipulagi. En dagurinn endar kannski í spennu þar sem ég mun leggjast í kör fyrir framan sjónvarpið í kvöld og horfa yfir mig spennt á LOST.
Föstudagurinn var frekar kreisí eftir vinnu þar sem, eins og áður sagði, var von á fullt af fallegu fólki í Fannafoldina. Maður þarf alltaf að undirbúa svoleiðis pínulítið þó svo að keyptur hafi verið kokkur á svæðið til að sjá um veitingarnar. Það þarf að dekka borðið og skreyta sem ég fékk Sparifrænku til að gera og leysti hún það verkefni með sóma. Svo finn ég alltaf þörf hjá mér til að taka allt í gegn áður en húsið fyllist af fólki, þegar ég ætti í reynd að gera það eftir að liðið er farið....en ég er ekki dóttir pabba míns tuskuglaða fyrir ekki neitt . Fólkið fór að tínast inn í sparigöllunum uppúr hálfátta, allir í góðum gír. Maturinn klikkaði ekki hjá Braga frekar en fyrri daginn, snilldarkokkurinn sem hann er. Annars var afskaplega mikil föstudagsstemning í fólki, bara rólegheit og spjall. Ég og Esther frænkulíus vorum offkors alveg óheyrilega skemmtilegar og settum saman smá stjörnumerkjalesningu fyrir fólkið. Það var reyndar alveg merkilegt hvað þessir vinir manns eru annars, kynóðir, stelsjúkir, hórkarlar, latir og svo mætti lengi telja....nema konur í voginni voru náttúrulega bæði fallegar og klárar, svo ég tali nú ekki um kynþokkafullar. Vildi bara akkúrat þannig til að við frænkurnar erum fæddar undir stjörnu vogarinnar....merkilegt nokk segi ég nú bara. Lífið er fullt af tilviljunum.
Ætlaði í ræktina snemma á laugardagsmorguninn en sökum næturbrölts lágum við Folinn í bælinu til að verða ellefu. Stóra stelpan og tengdadóttirin buðu okkur þá í hádegisverð á Miklubrautina svo æfingin varð að bíða betri tíma. Þangað hélt litla fjölskyldan og gæddi sér á kræsingum í kílóavís. Sátum þar eitthvað frameftir degi og spjölluðum, Folinn hafði tekið verkfærakassann með og hamraði saman einhverja hurðarómynd sem hafði gert þeim stöllum lífið leitt undanfarið. Skrapp svo í eina búð sem ég hafði frétt að hefði glæsilega síðkjóla til sölu á fullvaxnar konur, þ.e. yfir 150 cm á hæð, en eins og flestir vita er ég í hærri kantinum og á því stundum erfitt með að fá fatnað sem nær mér niður fyrir miðja kálfa. Óþolandi, eins og ekki sé gert ráð fyrir að neinar konur séu bæði hávaxnar og grannar....ef þú ert hávaxinn hlýturðu líka að vera feit og ef þú ert lágvaxinn þá hlýturðu að vera ægilega petít....hálfvitar....
En ég semsagt fékk þennan guðdómlega síðkjól sem er dragsíður meira að segja þegar ég er komin á hælana, svo nú verð ég langflottust á árshátíðinni næstu helgi...eins og alltaf auðvitað
Fór svo á æfingu í Laugum seinnipart dagsins og svitnaði aðeins. Von var á Sparifrænku í mat sem hafði sagst ætla að koma í veisluafganga, sem hún og stóð við. Ekki var nú mikið um afganga þar sem vinkonur mínar og þeirra menn eru ekki bara fallegt fólk með afbrigðum heldur sælkerar miklir að auki og var litlu leift af kræsingunum frá kvöldinu áður. En við renndum niður restinni svo þetta fór nú ekki til spillis. Unglingurinn var í "pössun" hjá okkur þar sem amma og afi höfðu brugðið sér í bústað um helgina. Hann mætti til vinnu hjá Klassanum hálftíu og vann þar til hálftvö, renndi þá beint með gulu hættunni í seinni vinnuna í Nóatúni þar sem hann afgreiddi brýnustu nauðsynjar til klukkan níu um kvöldið. Folinn skaust eftir honum svo þetta grey þyrfti nú ekki að taka strætó frá Nóatúni í Grafarvoginn kl. hálftíu á laugardagskvöldi, sem hefði þýtt að hann væri kominn heim að nálgast miðnætti. Sat svo litla fjölskyldan og úðaði í sig laugardagsnamminu yfir myndinni Cinderella man með Russel Crowe og Renée Zellweger, sem btw er rosalega góð og mælum við eindregið með þeirri ræmu.
Sunnudagurinn byrjaði með æfingu í Spönginni rétt fyrir hádegið þar sem aftur var legið í bælinu til að verða ellefu. Er heim var komið rétt um eittleytið var Unglingurinn enn sofandi og Folinn enn í körfubolta. Prinsessan bað um að fara í heimsókn til Skottunnar sem hún og fékk. Um miðjan dag var haldið í veislu til fagnaðar 10 ára afmæli Prakkarans, þar sem Prinsessan var jú fyrir að snúllast með Skottunni, og fengum þar dýrindisveitingar enda Systir ekki þekkt fyrir að bera annað fram. Kvöldið rólegt og tiltölulega snemma í háttinn.
Og þá er helgarsögunni lokið að sinni....
Spretturinn kveður

10. febrúar 2006

Æfingin í gær var fín, tíminn er svo afskaplega fljótur að líða þegar maður eru bara í cardioæfingum. Sérstaklega þegar eitthvað skemmtilegt er í sjónvarpinu, þá gleymir maður sér alveg og allt í einu..úps, búin að vera hér í 9 daga....
Grænmetislasagnað heppnaðist glimrandi vel og við Folinn gúffuðum því í okkar með bestu lyst. Það sama verður ekki sagt um alla aðra sem sátu við borðið. Prinsessan og G-strengur jr. voru í leiklistinni og fengu að leika á eftir. Prinsessan spændi í sig lasagnanu og spínatsalatinu með eins og hún er nú svosem vön að gera, en litli G-strengurinn er ekki vanur svona gribbum eins og mér þar sem enginn stendur upp frá borðum fyrr en hann er búin með matinn sinn og það er ekkert "má ég sleppa þessu" eða "ég borða ekki svona"....ef þú kúgast ekki þá bara borðarðu....Prinsessan var með þetta alveg á hreinu og sagði: ef þér finnst þetta ekkert sérstakt þá skaltu samt borða þetta af því þá venstu því og svo ef þú borðar þetta alltaf aftur þá verður það gott þegar þú ert búin að venjast því ....ég borðaði sko einu sinni ekki papriku en núna er hún bara góð sko . Ég lofaði litlunum að þær fengju venjulegan mat eftir tímann á þriðjudaginn og verð því að elda grjónagraut næst .
Ok, næsta mál....ég var klukkuð af Elvu Rut húsbyggjanda á Akureyri og mun því upplýsa landann um mína innstu hugsanir og þrár því samkvæmt....eða svona allt að því....here goes:
4 störf sem ég hef unnið um ævina:
Ingólfur Arnarson ehf.
Betra Líf ehf.
Viðskipta- og tölvuskólinn
LOGOS lögmannsþjónusta – þar sem ég starfa nú
4 bíómyndir sem ég gæti horft á aftur og aftur:
Ég er afskaplega mikill dipló þegar kemur að bíómyndum svo þær eru ansi margar sem ég hef og get horft á aftur og aftur, en hér koma fjórar:
Trainspotting
Lord of the rings
Forrest Gump
Pulp Fiction
4 staðir sem ég hef búið á:
Þeir eru offkors þónokkuð fleiri en þetta eru þeir bestu J
Hjá mömmu og pabba á Suðurgötunni á Sigló
Hjá mömmu og pabba þegar flutt var í borgina
Framnesvegur með Folanum og afleggjurum
Fannafoldin með Folanum og afleggjurum
4 sjónvarpsþættir sem mér líkar:
Desperate housewifes
C.S.I.
Friends
Will & Grace
4 síður sem ég skoða daglega, fyrir utan blogg:
www.mbl.is
www.textavarpid.is
www.kbbanki.is
www.google.com
4 staðir sem ég hef heimsótt í fríum:
London - Englandi
Nice - Frakklandi
Berlín – Þýskalandi
Annecy – Frakklandi
4 matarkyns sem ég held uppá:
Alla villibráð sem Folinn matreiðir
Ungversk gúllassúpa
Skötuselur með kókos og basil
Heimatilbúin kjúklingapizza
4 staðir sem ég vildi heldur vera á núna:
Heima hjá mér
World Class
New York
Í nuddi í Laugum Spa
8 bloggarar sem ég klukka og VERÐA að standa sig....verst ég þekki svo fáa bloggara:
G-strengurinn sem er í massaátaki í ræktinni
Esther sem hefur hvort eð er ekkert betra að gera
Gunna litla frænka sem tístir svo skemmtilega þegar hún hlær
Halla hin sem getur tekið sér frí frá brjóstagjöfum og bleyjuskiptum
Dísin sem er í brjáluðu Boot Camp prógrammi
Maríanna af því hún er frá Sigló
Stóri bróðir G-strengsins sem les kannski aldrei síðuna en hver veit J
Londonwall sem er latasti bloggarinn á svæðinu og þarf að taka sig á í því
Ég sé að ég verð að fara að kynnast fleiri bloggurum. Ætli það sé ekki best að vanrækja bara vinina og fjölskylduna og fara að vafra um á netinu í leit að slíkum, ég held það sé best.
Jæja, pjöllupartýið í kvöld svo það er best að skella MP3 spilaranum í eyrun og gíra sig upp í tjúttið með brjálaðri tónlist að hætti Radio WC
Spretturinn á hraðri leið inn í helgina.

9. febrúar 2006

Mamma, ég elska þig meira en allt í heiminum, öll fötin og inní öllum húsum og gardínum og út um alla Evrópu...eða hvað það heitir þarna sem plútó og það er allt þú veist, stjörnurnar eru....(mamman: meinarðu alheimurinn eða geimurinn?) Já það sko...en hvað er þá aftur Evrópa? Prinsessan að tjá móður sinni ást sína og heldur því fram að ekkert barn elski foreldra sína jafnmikið og hún elskar okkur .
Fór í algjört dekur og slökun í Laugum Spa í gær sem var alveg einstaklega ljúft og slakandi...eins og það á að sjálfsögðu að vera. Systir og Oddurinn voru á svæðinu þegar ég skreið kremuð og slök inn um dyrnar. Þau þurftu að skreppa á eitthvað leyndardómsfullt flakk svo við Folinn tókum Prakkarann og Skottuna að okkur í nokkra tíma. Þau voru eitthvað hálfþreytuleg bæði tvö svo ég veit ekki hvort þau þurftu bara að fara að hvíla sig, en persónulega held ég að þau hafi bara þurft góðan drátt og smá frið til að sinna þeim málum....
Folinn eldaði kjúklingabringur og núðlur handa mér og börnunum sem rann ljúflega niður með vatnsblönduðum egilsdjús . Folinn fór síðan að hamast í körfubolta með félögunum á meðan við Prinsessan létum fara vel um okkur í sófanum og horfðum á hommana á skjá einum sem taka að sér að dekkoreita og sjæna gagnkynhneigða karlmenn. Í gær var reyndar alveg einstaklega dramatískur þáttur þar sem karlmennið sem þeir tóku að sér var hermaður á leið til Íraks í tæp tvö ár. Var nýgiftur með lítið barn og hafði voða áhyggjur af hinum ýmsu hlutum þar sem hann væri á leið í burtu í svo langan tíma. Hommarnir létu nú ekki á sér standa og þvílík huggulegheit, dramatík og alles í þessum þætti, svei mér ef við mæðgur felldum ekki bara eins og tvö tár yfir þessu öllu og vanalega er það nú á hinn veginn þegar maður horfir á þá, þ.e.a.s. ekki langt í húmorinn og brosið. Hvað um það, hann snýr nú vonandi heill heim aftur til konu og barns.
Leiklist hjá þeim litlu í dag svo það er æfing í Laugum. Cardiovikan í hámarki og ég læt ekki mitt eftir liggja í þeim málum, tek reyndar alltaf smá maga með og kannski nokkrar armbeygjur. Ég sem ætlaði að vera komin í 30 í lok febrúar svo það er eins gott að taka sig á í beygjunum, hafa svolítið gleymst og drukknaði í öðrum æfingum .
Annað kvöld munu fegurstu gyðjur höfuðborgarsvæðisins mæta í Fannafoldina ásamt mökum. Þar er á ferð árlegur fagnaður þar sem körlum okkar er náðasamlegast boðið að taka þátt. Bragi meistarakokkur hefur séð um að töfra fram ljúfar veitingar fyrir okkur, sem við rennum niður með eðaldrykkjum frá hinum ýmsu heimshornum. Allir uppstrílaðir í sínum bestu klæðum svo við höldum okkur yfirleitt bara í Fannafoldinni fram á nótt í stað þess að fara á bæjarflakk þar sem múgur og margmenni myndi sjálfsagt hópast að okkur úr öllum áttum, enda slíkt magn fegurðar og kynþokka hefur líklegast aldrei sést innan borgarmarkanna. Þetta myndi að sjálfsögðu ógna öryggi okkar og því höfum við ákveðið að á almannafæri yrði aldrei farið þegar þessar hátíðar eru haldnar. Þess í stað erum við duglegar að festa fegurðina og skemmtilegheitin á filmu og munum kannski sýna útvöldum við tækifæri .
Annars er ég að fara á námskeið í næstu viku í HR, kynning á helstu réttarheimildum íslensks réttar og aðferðum við skýringu á settum lagaákvæðum. Farið í feril einkamála, opinberra mála, fullnusturéttarfar ofl. Einstaklega spennandi. Þarna mun ég slá í gegn næstu fjórar vikur og fylla heilabúið af fróðleik.
Mun töfra fram grænmetislasagna a la Sigga Þ. í kvöld. Smakkaði á því hjá henni og ranghvolfdi augunum af eintómri sælu svo ég ætla að sjá hvaða áhrif þetta hefur á Folann.
Sprettur fagri

7. febrúar 2006

Fórum í keilu í gær með bekkjarfélögum Prinsessunnar sem var ægilega gaman og skemmti hún sér konunglega með vinum sínum. Eftir keiluna var eiginlega orðið of seint að elda kryddlegnu smálúðuna sem átti að kitla bragðlaukana svo það var komið við á American Style og keyptur hammari handa Folanum og ég fékk mér kjúklingasalatið þeirra sem er alveg óheyrilega gott, held að þetta sé eina búllan í bænum sem sörverar ógó góða hamborgara og býður líka uppá eitthvað aðeins minna kransæðastíflandi fæðu sem smakkast líka vel. Mæli óhikað með því, sérstaklega þar sem þeir eru búnir að opna þennan líka fína stað á Bíldshöfða sem er ekki langt frá minni heimabyggð, Grafarvogi. Síðan var bara setið og glápt á kassann fram eftir kvöldi. Hlógum okkur máttlaus yfir American Idol og Sirkus í smátíma, ég sem hélt að íslensk ungmenni væru að gera sig að fífli fyrir alþjóð með þátttöku sinni í Idolinu, en þetta er bara óraunverulegt á köflum svei mér þá. Kíktum á LOST eftir tíufréttir en það var afskaplega tíðindalítill þáttur að þessu sinni og lítið meira um það að segja.
Í dag er leiklist hjá Prinsessunni og G-streng jr., svo ég bruna í Heimsklassann í Laugum að þessu sinni og mun taka á svo um munar. Er að hugsa um að taka cardio viku núna, alltaf gott að stokka upp prógrammið annað slagið svo maður staðni ekki. Í síðasta leiklistartíma settu þau upp stórverkið Rauðhettu og úlfinn og stefna litlurnar á Golden globe á næstu misserum .
Það verður semsagt ekki takeout í dag eins og gert er ráð fyrir á þriðjudögum þar sem lúðunni var skipt út fyrir slíkt í gær.
Folinn á afmæli þann 6. mars nk. og er ég lengi búin að velta fyrir mér hvað ég á að gefa honum eða gera fyrir hann og úr varð að við ætlum að skrollast til Parísar í 5 daga. Systir og Oddurinn eru að fara þangað 8.-13. mars og við hjónin ætlum að hitta þau þann 10. mars og vera síðan tveim dögum lengur, þ.e. til 15. mars. Hef aldrei komið til Parísar áður en með mér vinnur belgísk blómarós sem hefur mikið verið í Frakklandi og þá París, og hefur hún gefið mér heilmörg skemmtileg tips varðandi gistingu, must see, restauranta osfrv. Ekki leiðinlegt það, sérstaklega þar sem við systur höfum aldrei farið til útlanda saman .
BTW, tók bitch testið og útkoman er eftirfarandi....ég meina, á þetta við mig....hvað finnst ykkur....????
You are 44 % bitch
I see a little spark of nastiness in you, but on the whole you’re a good egg. You’ve just got to decide which way you want to go. Do you want to live a nice, pleasant life with just the odd giggle at someone else’s expense, or do you want to stride ahead getting what you want in life but remain friendless. You’re on the cusp, my friend, choose wisely.
Spretturinn out

6. febrúar 2006

Gleðilegan mánudag elskurnar mínar og velkomin á fætur og út í kuldann. Helgin var bara nokkuð góð, nóg að gera í félagslífinu að minnsta kosti. Tók samviskuæfingu á föstudaginn þar sem miðvikudagsæfingin var í léttari kantinum heima við. Eftir sturtu og snyrtingu hélt fjölskyldan í matarboð til tengdó þar sem stórfjölskyldan var stödd og foreldrar mínir einnig. Eftir ljúfar veitingar og létta drykki settist hópurinn niður og horfði á Idolið í nýja 50” skjánum þeirra gömlu. Hvað er eiginlega málið með þessi tvö þarna, Eirík og Tinnu? Þau eru ósköp ágæt bæði tvö en þau hljóta að hafa heilu kaupstaðina með sér úr því þau komast svona áfram viku eftir viku....á engu. Lögreglumál eins og einhver dómarinn sagði, að Angela skyldi detta út í stað annarshvors hinna tveggja. En hvað um það, litla fjölskyldan hélt síðan heim á leið og Prinsessan sofnaði nú fljótt en við hjónin létum fara vel um okkur það sem eftir lifði kvölds.
Á laugardagsmorguninn var vaknað rúmlega níu og byrjaði að gera mig klára í ræktina. Nú skyldi haldið í Laugar og Jóna grjóna tekin með. Hinar pjöllurnar ætluðu svo að hitta okkur í brunch í Café Laugum. Jóna mín er ekkert sérstaklega vön því að vera að lyfta og hamast í tækjasal svo hún var á taugum yfir því að ég skyldi pína hana um of og að hún gæti þá ekki gengið um kvöldið, hvað þá dansað, en ég fór varlega með han. Fengum við tútturnar síðan dásemdarmat og höfðum það huggulegt, slúðruðum og hlógum hver af annarri, því við erum jú allar svo einstaklega fyndnar og miklir gleðipinnar. Skrapp svo í Kringluna og keypti mér topp, hálsmen og ógó flott stígvel í GS. Seinnipartinn komu svo mamma og Esther í smákíkk og Selma fljótlega þar á eftir. Þar sem við erum svo ógurlega miklar skemmtitúttur þá settum við saman snilldarpistil um hana Jónu, sem var að fara að halda 40 ára afmælið hátíðlegt um kvöldið. Prinsessan var sett í geymslu hjá tengdó og við Folinn brugðum okkur í bæinn til að hitta allt þetta skemmtilega fólk sem í veisluna kom, flestir náskyldir mér og því skemmtilegri og fallegri en fólk er flest, þó voru þarna lágstéttarmótmælendur inn á milli eins og kennarar sem hún Jóna vinnur með, en þeir eru nú samt ágætir líka. Mikið fjör og mikið dansað, pistillinn sló í gegn og var mikið hlegið....offkors Þar sem Prinsessan er einstaklega mikill foreldrafíkill var hún búin að taka sjöfalt loforð af foreldrunum um að hún yrði sótt og þyrfti ekki að gista, svo við héldum í Jötnaborgir rétt fyrir klukkan eitt og sóttum hana, steinsofandi að sjálfsögðu.
Sunnudagurinn, uss uss...vill helst ekkert minnast á þá staðreynd að ég fór ekki á æfingu eins og lög gera ráð fyrir. Vöknuðum þegar klukkan var að slefa í hálfellefu og Folinn gerði sig kláran í sína sunnudagskörfu. Ég tók mig til og fór að sinna verkamannastörfum heimilisins svosem að þvo þvott, ryksuga og allskyns svoleiðs störf sem mér eru ekki samboðin. Folinn kom heim og ég bara NENNTI ekki að gíra mig á æfingu svo við fórum bara í smásunnudagsbíltúr eins og hver önnur fjölskylda. Hundurinn tekinn með og honum hleypt á sprettinn í Geldinganesinu, sem honum finnst ægilega fínt. Sóttum Unglinginn og keyrðum hann í Heimsklassann eftir rúntinn þar sem hann ætlaði að horfa á stórleik Liverpool og Chelsea. Mínir menn unnu 2-0 og púlarinn grét sig í svefn.... Annars bara týpískur sunnudagur í alla staði utan æfingaleysis ykkar einlægrar. Prógrammið riðlast því aðeins þar sem ég stökk á æfingu á föstudaginn sem á að vera frídagur og ætli ég renni mér ekki í Spöngina á eina stutta í dag þar sem ekkert varð úr slíku í gær. Næsta föstudag erum við fallegustu konur á höfuðborgarsvæðinu að halda árlegan fagnað þar sem við bjóðum mökum okkar að taka þátt í að tjútta með ”sauma”klúbbnum. Segi ykkur síðar frá því svo þið verðið bara að halda í ykkur og anda djúpt.
Silvía Nótt til Aþenu segi ég, sá endurtekið atriðið hennar í gær og fannst hún bara flottust. Það er líka bara húmor í því að senda svona atriði í þessa austantjaldskeppni úr því við erum að bögglast við að vera með í þessu.
Farin að sinni, en vel farin þó
Sprettur

laugardagur

Föstudagur til fjár...vill ekki einhver gefa mér svoleiðis

Allo allo Æ em still alæf. Uss uss, ma´r bara búin að liggja heima með hæsi og hor, ekki haft nokkra rænu á því að bloggast eitthvað. Lítið að frétta nema þið hafið einhvern sérstakan áhuga á því að fræðast frekar um veikindi mín sem ég efast um. Er búin að liggja heima í tvo daga og horfa á Friends í sófanum og rúminu til skiptis. Er enn frekar tuskuleg en þar sem árshátíðin er á morgun verð ég að hrista þetta úr mér því ekki nenni ég að vera konan með horinn á gleðinni miklu. Keypti ógó flottan kjól sem fólk mun taka andköf yfir, en ég er svosem vön því. Fékk mágkonu Systur til að kíkja í kvöldheimsókn í Fannafoldina þar sem ég fékk þessa ægilega góðu fótsnyrtingu a la french. Ekki slæmt að vera með svona heimsendingarþjónustu á snyrtifræðingum.

Eins og gefur að skilja hafa æfingar ekki verið stór hluti af lífi mínu þessa vikuna sökum slappleika og ætla ég að hafa hægt um mig fram yfir helgina en mun þá vonandi geta byrjað af krafti. Merkilegt hvað vikufrí úr ræktinni hefur mikil áhrif á andlegu hliðina. Á þriðjudagskvöldið ákváðum við nokkrar gamlar bekkjarsystur að hittast. Var einstaklega gaman að hitta þessar túttur þar sem sumar hafði ég ekki séð í um það bil átján ár eða svo. Þær voru hver annarri hressari og var ákveðið að hittast aftur er vora tæki, sem ég hlakka ægilega mikið til því á dagskránni er að skipuleggja allsherjarhitting árgangsins á næsta ári þar sem við verðum 20 ára gagnfræðingar þá.

Prinsessan og G-strengur jr. fóru í leiklistina í gær og settu upp leikþátt um nornir ef ég hef skilið þær rétt. Þær eru aldeilis að skemmta sér vel þarna og eru búnar að finna það út að boðið er upp á hin ýmsu námskeið hjá Mími og vilja fara á enskunámskeið næst.

Í vikunni hefur staðið yfir vinavika á vinnustað mínum. Þetta er í fyrsta skipti sem slíkt hefur verið gert og hefur mælst misvel hjá starfsfólki. Sumir eru ægilega virkir og senda huggulega tölvupósta úr leyninetfangi, leggja pakka á borð vinarins og hrósa á báða bóga, en auðvitað verður að hrósa fleirum svo ekki uppgötvist hver leynivinurinn er. Ég persónulega hef verið voða virk og beið smurt rúnstykki í morgunverð á skrifborði vinar míns fyrsta daginn, súkkulaði og krúttlega orðsendingu fékk hann þann næsta, miðvikudagurinn fór alveg fyrir ofan garð og neðan sökum hors og heimasetu, en sérlegur sendiboði minn lagði góðan vindil með orðsendingu í bakka vinarins í gær, svo nú er bara dagurinn í dag eftir svo það er best að leggja höfuð í hveiti eins og brallarabörnin myndu orða það.

Minn leynivinur er greinilega að reyna að vera voðalega fyndinn því í morgun beið mín hálfskílóa poki af súkkulaðihúðuðum lakkrís.....en hann bíður bara (nammipokinn sko) eftir laugardeginum svo þetta er allt í lagi....hmmmm..kannski má maður bara alveg borða nammi alla daga þegar maður er veikur, ég fékk að minnsta kosti alltaf eina kók í gleri þegar ég var veik sem krakki...því miður (að því er mér fannst þá) þá var ég afskaplega sjaldan veik sem krakki, man eftir tveimur skiptum. Fyrra skiptið var ég um 11-12 ára og fannst þetta bara fínt þar sem mamma sagði að ég væri veik en mér fannst ég voða hress svo þetta varð bara hálfgert frí fyrir mig þó ég þyrfti að vera inni allan daginn. Seinna skiptið var ég að verða þrettán ára og fékk svona heiftarlega magapest að mér hefur sjaldan liðið jafn hræðilega illa eins og þá. Hún stóð í rúma viku og ég hélt ég væri að deyja. Ég hef verið afskaplega heppin hvað þetta varðar með mín börn og verða þau sjaldan veik. Stundum verður Unglingurinn ímyndunarveikur og þá alltaf í maganum. Aldrei hiti eða neitt slíkt, engin uppköst/niðurgangur og matarlystin alveg á sínum stað. Við foreldrarnir viljum nú bara skrifa þetta á ”nenni ekki í skólann” syndrome. Hann varð aftur á móti einu sinni veikur sem barn. Var rúmlega eins árs þegar hann fékk heiftarlegan hita og var nánast meðvitundarlaus í nærri þrjá sólarhringa. Ég sem ung og mátulega kærulaus móðir á þessum tíma var bara heima hjá þessari elsku og gaf honum að drekka þegar hann opnaði sljó augun annað slagið. Einhvern veginn hvarflaði aldrei að mér að fara með hann til læknis. Í dag fengi ég sjálfsagt nett áfall og hlypi með hann á næstu læknavakt....svona breytist maður með aldrinum.

Það eina sem ekki breytist er fegurð mín og kynþokki, alltaf jafn brjálæðislega flott og æðisleg, ójá

Sprettur út

föstudagur

Nýtt nýtt

Bara testa hvort þetta sé ekki örugglega að virka :)