Æfingin í gær var fín, tíminn er svo afskaplega fljótur að líða þegar maður eru bara í cardioæfingum. Sérstaklega þegar eitthvað skemmtilegt er í sjónvarpinu, þá gleymir maður sér alveg og allt í einu..úps, búin að vera hér í 9 daga....
Grænmetislasagnað heppnaðist glimrandi vel og við Folinn gúffuðum því í okkar með bestu lyst. Það sama verður ekki sagt um alla aðra sem sátu við borðið. Prinsessan og G-strengur jr. voru í leiklistinni og fengu að leika á eftir. Prinsessan spændi í sig lasagnanu og spínatsalatinu með eins og hún er nú svosem vön að gera, en litli G-strengurinn er ekki vanur svona gribbum eins og mér þar sem enginn stendur upp frá borðum fyrr en hann er búin með matinn sinn og það er ekkert "má ég sleppa þessu" eða "ég borða ekki svona"....ef þú kúgast ekki þá bara borðarðu....Prinsessan var með þetta alveg á hreinu og sagði: ef þér finnst þetta ekkert sérstakt þá skaltu samt borða þetta af því þá venstu því og svo ef þú borðar þetta alltaf aftur þá verður það gott þegar þú ert búin að venjast því ....ég borðaði sko einu sinni ekki papriku en núna er hún bara góð sko . Ég lofaði litlunum að þær fengju venjulegan mat eftir tímann á þriðjudaginn og verð því að elda grjónagraut næst .
Ok, næsta mál....ég var klukkuð af Elvu Rut húsbyggjanda á Akureyri og mun því upplýsa landann um mína innstu hugsanir og þrár því samkvæmt....eða svona allt að því....here goes:
4 störf sem ég hef unnið um ævina:
Ingólfur Arnarson ehf.
Betra Líf ehf.
Viðskipta- og tölvuskólinn
LOGOS lögmannsþjónusta – þar sem ég starfa nú
4 bíómyndir sem ég gæti horft á aftur og aftur:
Ég er afskaplega mikill dipló þegar kemur að bíómyndum svo þær eru ansi margar sem ég hef og get horft á aftur og aftur, en hér koma fjórar:
Trainspotting
Lord of the rings
Forrest Gump
Pulp Fiction
4 staðir sem ég hef búið á:
Þeir eru offkors þónokkuð fleiri en þetta eru þeir bestu J
Hjá mömmu og pabba á Suðurgötunni á Sigló
Hjá mömmu og pabba þegar flutt var í borgina
Framnesvegur með Folanum og afleggjurum
Fannafoldin með Folanum og afleggjurum
4 sjónvarpsþættir sem mér líkar:
Desperate housewifes
C.S.I.
Friends
Will & Grace
4 síður sem ég skoða daglega, fyrir utan blogg:
www.mbl.iswww.textavarpid.iswww.kbbanki.iswww.google.com4 staðir sem ég hef heimsótt í fríum:
London - Englandi
Nice - Frakklandi
Berlín – Þýskalandi
Annecy – Frakklandi
4 matarkyns sem ég held uppá:
Alla villibráð sem Folinn matreiðir
Ungversk gúllassúpa
Skötuselur með kókos og basil
Heimatilbúin kjúklingapizza
4 staðir sem ég vildi heldur vera á núna:
Heima hjá mér
World Class
New York
Í nuddi í Laugum Spa
8 bloggarar sem ég klukka og VERÐA að standa sig....verst ég þekki svo fáa bloggara:
G-strengurinn sem er í massaátaki í ræktinni
Esther sem hefur hvort eð er ekkert betra að gera
Gunna litla frænka sem tístir svo skemmtilega þegar hún hlær
Halla hin sem getur tekið sér frí frá brjóstagjöfum og bleyjuskiptum
Dísin sem er í brjáluðu Boot Camp prógrammi
Maríanna af því hún er frá Sigló
Stóri bróðir G-strengsins sem les kannski aldrei síðuna en hver veit J
Londonwall sem er latasti bloggarinn á svæðinu og þarf að taka sig á í því
Ég sé að ég verð að fara að kynnast fleiri bloggurum. Ætli það sé ekki best að vanrækja bara vinina og fjölskylduna og fara að vafra um á netinu í leit að slíkum, ég held það sé best.
Jæja, pjöllupartýið í kvöld svo það er best að skella MP3 spilaranum í eyrun og gíra sig upp í tjúttið með brjálaðri tónlist að hætti Radio WC
Spretturinn á hraðri leið inn í helgina.