After all, tomorrow is another day!

mánudagur

17. febrúar 2006

Allo allo Æ em still alæf. Uss uss, ma´r bara búin að liggja heima með hæsi og hor, ekki haft nokkra rænu á því að bloggast eitthvað. Lítið að frétta nema þið hafið einhvern sérstakan áhuga á því að fræðast frekar um veikindi mín sem ég efast um. Er búin að liggja heima í tvo daga og horfa á Friends í sófanum og rúminu til skiptis. Er enn frekar tuskuleg en þar sem árshátíðin er á morgun verð ég að hrista þetta úr mér því ekki nenni ég að vera konan með horinn á gleðinni miklu. Keypti ógó flottan kjól sem fólk mun taka andköf yfir, en ég er svosem vön því. Fékk mágkonu Systur til að kíkja í kvöldheimsókn í Fannafoldina þar sem ég fékk þessa ægilega góðu fótsnyrtingu a la french. Ekki slæmt að vera með svona heimsendingarþjónustu á snyrtifræðingum . Eins og gefur að skilja hafa æfingar ekki verið stór hluti af lífi mínu þessa vikuna sökum slappleika og ætla ég að hafa hægt um mig fram yfir helgina en mun þá vonandi geta byrjað af krafti. Merkilegt hvað vikufrí úr ræktinni hefur mikil áhrif á andlegu hliðina. Á þriðjudagskvöldið ákváðum við nokkrar gamlar bekkjarsystur að hittast. Var einstaklega gaman að hitta þessar túttur þar sem sumar hafði ég ekki séð í um það bil átján ár eða svo. Þær voru hver annarri hressari og var ákveðið að hittast aftur er vora tæki, sem ég hlakka ægilega mikið til því á dagskránni er að skipuleggja allsherjarhitting árgangsins á næsta ári þar sem við verðum 20 ára gagnfræðingar þá.
Prinsessan og G-strengur jr. fóru í leiklistina í gær og settu upp leikþátt um nornir ef ég hef skilið þær rétt. Þær eru aldeilis að skemmta sér vel þarna og eru búnar að finna það út að boðið er upp á hin ýmsu námskeið hjá Mími og vilja fara á enskunámskeið næst.
Í vikunni hefur staðið yfir vinavika á vinnustað mínum. Þetta er í fyrsta skipti sem slíkt hefur verið gert og hefur mælst misvel hjá starfsfólki. Sumir eru ægilega virkir og senda huggulega tölvupósta úr leyninetfangi, leggja pakka á borð vinarins og hrósa á báða bóga, en auðvitað verður að hrósa fleirum svo ekki uppgötvist hver leynivinurinn er. Ég persónulega hef verið voða virk og beið smurt rúnstykki í morgunverð á skrifborði vinar míns fyrsta daginn, súkkulaði og krúttlega orðsendingu fékk hann þann næsta, miðvikudagurinn fór alveg fyrir ofan garð og neðan sökum hors og heimasetu, en sérlegur sendiboði minn lagði góðan vindil með orðsendingu í bakka vinarins í gær, svo nú er bara dagurinn í dag eftir svo það er best að leggja höfuð í hveiti eins og brallarabörnin myndu orða það.
Minn leynivinur er greinilega að reyna að vera voðalega fyndinn því í morgun beið mín hálfskílóa poki af súkkulaðihúðuðum lakkrís.....en hann bíður bara (nammipokinn sko) eftir laugardeginum svo þetta er allt í lagi....hmmmm..kannski má maður bara alveg borða nammi alla daga þegar maður er veikur, ég fékk að minnsta kosti alltaf eina kók í gleri þegar ég var veik sem krakki...því miður (að því er mér fannst þá) þá var ég afskaplega sjaldan veik sem krakki, man eftir tveimur skiptum. Fyrra skiptið var ég um 11-12 ára og fannst þetta bara fínt þar sem mamma sagði að ég væri veik en mér fannst ég voða hress svo þetta varð bara hálfgert frí fyrir mig þó ég þyrfti að vera inni allan daginn. Seinna skiptið var ég að verða þrettán ára og fékk svona heiftarlega magapest að mér hefur sjaldan liðið jafn hræðilega illa eins og þá. Hún stóð í rúma viku og ég hélt ég væri að deyja. Ég hef verið afskaplega heppin hvað þetta varðar með mín börn og verða þau sjaldan veik. Stundum verður Unglingurinn ímyndunarveikur og þá alltaf í maganum. Aldrei hiti eða neitt slíkt, engin uppköst/niðurgangur og matarlystin alveg á sínum stað. Við foreldrarnir viljum nú bara skrifa þetta á ”nenni ekki í skólann” syndrome. Hann varð aftur á móti einu sinni veikur sem barn. Var rúmlega eins árs þegar hann fékk heiftarlegan hita og var nánast meðvitundarlaus í nærri þrjá sólarhringa. Ég sem ung og mátulega kærulaus móðir á þessum tíma var bara heima hjá þessari elsku og gaf honum að drekka þegar hann opnaði sljó augun annað slagið. Einhvern veginn hvarflaði aldrei að mér að fara með hann til læknis. Í dag fengi ég sjálfsagt nett áfall og hlypi með hann á næstu læknavakt....svona breytist maður með aldrinum.
Það eina sem ekki breytist er fegurð mín og kynþokki, alltaf jafn brjálæðislega flott og æðisleg, ójá
Sprettur út

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home