After all, tomorrow is another day!

mánudagur

24. febrúar 2006

Þetta verður stysta blogg sem sögur fara af....að minnsta kosti í mínum bloggheimi.
Í dag stendur til að taka cardio með nokkrum magaæfingum í Spönginni þegar Prinsessan fer í sinn körfubolta. Eftir það er kampavínsboð fyrir konur sem lögmenn (konurnar) á stofunni halda árlega og bjóða kollegum sínum að koma og þiggja eðalveitingar. Í fyrra mætti Þorgerður Katrín menntamálaráðherra og sagði nokkur velvalin og skemmtileg orð. Það var eiginlega þá sem ég fyrst fór að finnast hún bara alveg ókei, hafði nefnilega aldrei fílað hana neitt sérstaklega vel fram að því. Svona geta hlutirnir breyst. Síðan þá hef ég gengið í Sjálfstæðisflokkinn, kosið í prófkjörinu og fengið boð um að mæta í kvennaboð á þeirra vegum. Hef þar að auki hugsað mér að kjósa Villa í borgarstjórnarkosningunum í vor, þó svo Dagur sé náttúrulega miklu sætari og hárprúðari en Villi. Hvað um það, eftir boðið er stefnan bara tekin á Idolkvöld með familíen og aldrei að vita nema Unglingurinn verði í heimsókn þessa helgina ef Foreldrarnir ákveða að renna í bústaðinn og slaka á í friði og ró. Á morgun er matarboð í Fannafoldinni þar sem tvenn vinahjón okkar ætla að mæta. Þar sem við Folinn erum slíkir snilldarkokkar ætlum við að bjóða upp á humar, nautalund, lambafilé og svo súkkulaðiköku sem bráðnar í munni og sendir sælustrauma um fólk í eftirrétt, kakan sú er ættuð frá Eistlandi og er alveg einstakt sælgæti.
Æfing í fyrramálið þar sem Íris ætlar að sameinast mér í efripartslyftingum. Mun verða tekið harkalega á brjóst/bak og handleggsvöðvum.
Gangið hægt um gleðinnar dyr

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home