After all, tomorrow is another day!

mánudagur

Teygja teygja teygja

Vorum barnlaus um helgina þar sem Prinsessan var boðin í bústað með ömmu og afa og Skottunni líka. Fórum í bíó bæði föstudags- og laugardagskvöld að sjá Apocalypto og Blood diamond. Báðar alveg fantagóðar og mæli eindregið með að fólk láti ekki fram hjá sér fara.

Æfingar eru hafnar hjá Sprettinum sem þó tekur því rólega og er ekki mikið í lyftingum, en þeim mun meira á brettinu bara í staðinn. Spangarbúar allir voða kátir með að hafa endurheimt þennan fagra kropp sem nú má berja þar augum eftir langt og strangt hlé. Eitt sem ég hef alltaf verið alveg óskaplega löt við er að teygja eftir æfingar. Þegar tímamörkin nálgast þá einhvernveginn dett ég alltaf frekar í að lyfta meira eða hlaupa lengra í stað þess að taka nokkrar góðar teygjur á dýnunni. Og þó ég sé ógurlega sterk og ægifögur þá er ég nú samt stirð sem staur þegar kemur að því að teygja á mínum fögru limum. Markmiðið er því að bæta þar úr og vera dugleg í teygjum og togum eftir hverja æfingu og þar sem ég er einstaklega aðlögunarhæf og frábær í flestu, bara svona frá náttúrunnar hendi, þá verð ég ekki lengi að verða kattliðug og mun fara í splitt og flikkflakk niður Fannafoldina eftir nokkrar vikur, sjálfsagt við mikil fagnaðarlæti frá nágrönnum mínum sem nota einmitt hvert tækifæri til að berja kvendið augum og dæsa og andvarpa af aðdáun í hvert sinn (getur samt verið mjög þreytandi líka). Ég mun skipta mér á milli Lauga- og Spangarbúa næstu vikurnar svo ljóta og óaðlaðandi fólkið getur nú mætt á báða staði svo framarlega sem það er ekki mikið að þvælast fyrir augunum á mér, því slík sjónmengum getur truflað einbeitninguna í teygjunum.

Sprettur

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home