After all, tomorrow is another day!

þriðjudagur

Af unglingum og öðru fólki

Ég tók ógurlega æfingu í gær og var Spöngin full af fólki, misfríðu að sjálfsögðu eins og vanalega. Fótleggjafegrun var tekin með trompi og er óhætt að segja að sterkari, stæltari og stórfenglegri fótleggi en mína er ekki að finna svo víða, enda fylgja þeir restinni af þessum líka hrikalega flotta kropp sem mér fylgir. Anyway, nenni nú ekki að tíunda það sem allir vita, eina ferðina enn....þarna var ég í mestu makindum í upphitun fyrir ógurlegheitin þegar ég sé útundan mér að á einu hlaupabretti fyrir aftan mig er lítill hobbiti að rembast við að hlaupa á brettinu sem var helmingi stærra en hann sjálfur, enda rétt sá í glókollinn annað slagið þegar hann stökk upp á hlaupunum. Ég hélt að sjálfsögðu að þarna hefðu skynfærin verið að hrekkja mig eitthvað og hirti því ekki frekar um það þar til upphitun glæsikroppsins var lokið. Varð mér þá aftur litið á umrætt bretti, og viti menn....þarna skoppaðist, eins og álfur, einhver krakkaskítur sem mátti hafa sig allan við að renna ekki bara af brettinu, þar sem hann hefði þá sjálfsagt flogið yfir í hinn enda salarins sökum smæðar. Stuttu síðar sá ég og heyrði útundan mér að starfsmaður Klassans var að benda föðurfígúru drengsins á þá staðreynd að Klassinn væri ekki barnaheimili, en að honum væri velkomið að setja drenginn sinn, sem var u.þ.b. 8-10 ára gamall, í barnagæsluna á neðri hæðinni ef hann vildi hafa hann með sér á æfingar. Pabbaskrípið, sem BTW leit svolítið út eins og illa klipptur og ofvaxinn asni með hýjung í ófríðu andlitinu, sagði þá eitthvað í þá áttina að hann vildi sko ekki borga í gæsluna (hundraðkallinn sko) og vildi bara taka strákinn frekar með sér að æfa í staðinn. Það mátti hann því miður ekki svo hann fór bara heim með grislinginn þar sem þeir feðgar hafa sjálfsagt gert magaæfingar á stofugólfinu fyrir framan barnatíma sjónvarpsins, ægilega sáttir.

Unglingurinn hefur verið í bænum frá því á föstudag og fer aftur norður í dag með flugi. Hann hefur verið afskaplega duglegur að sinna þeim hlutum sem unglingar gera yfirleitt mjög vel og leggja mikinn metnað í..... t.d. hefur hann verið úti eingöngu á kvöldin með félögunum, því eins og allir vita eru unglingar með ofnæmi fyrir dagsbirtu og geta því ekki hist utandyra fyrr en eftir að sólin sest. Svo voru ýmsir bráðnauðsynlegir hlutir sem þurfti að sinna í tölvunni, eins og að hlaða niður bíómyndum og spjalla við félagana, sem hann var með úti stuttu áður, á MSN fram á nótt, nú og sofið langt fram á dag til að hvíla sig eftir allt þetta spjall sem getur jú verið ansi slítandi starf til lengdar. Síðast en ekki síst þarf að horfa á eitthvað af þessum bíómyndum og þáttum sem búið er að hlaða niður svo þeir renni ekki út á tíma og verði kannski komið í bíó á klakanum eða eitthvað þaðan af verra. Annað slagið er svo komið upp til að anda að sér fersku lofti, en samt mest til að fá sér að borða því bensínið klárast jú líka í hægagangi.

Spretturinn

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home