After all, tomorrow is another day!

mánudagur

Ónýt

Líður svolítið eins og vél í gömlum Willy´s jeppa þessa dagana. Bakið alveg að fara með mig og hef ekkert komist á æfingu í heila 9 daga. Bólaði því örlítið á klínísku þunglyndi hjá Sprettinum, sem helst kom fram í formi súkkulaðiáts og var botninum náð þegar morgunmaturinn í gær var einn pakki af Remi súkkulaði ásamt ískaldri undanrennu. Mér til varnar verður þó að koma fram að Folinn stökk alsprækur upp úr rúminu til að fara í körfubolta með félögunum eins og alltaf á sunnudagsmorgnum. Við hlið hans lá hrakið hún ég og vældi yfir eymslum mínum og aumingjaskap sem vonandi sér nú fyrir endann á svona fyrir lok vikunnar að minnsta kosti.

Helgin var annars ágæt þar fyrir utan, Unglingurinn er fluttur í borgina á ný eftir útlegð á haustönn. Fékk hann inngöngu í þann skóla sem var efst á óskalistanum og mætti í sinn fyrsta tíma núna í morgun. Prinsessan bíður spennt eftir að fá að mæta á æfingar í Laugum þar sem opnaður verður salur með tækjum fyrir börn á aldrinum 8-14 ára núna í vikunni. Ógurlega flott og spennó og verður hún án efa fastagestur þar milli körfuboltaæfinga, hún er að minnsta kosti búin að bíða spennt frá því að Folinn tilkynnti að von væri á slíku.

Við fórum annars í leikhús á laugardaginn sem var alveg ágætt. Átti svolítið erfitt með að sitja kyrr svona þegar fór að líða á leikritið, sökum bakverkja. Fórum á viltu vinna miljón sem var alveg þokkalegt og hægt að hlægja af. Eggert Þorleifsson og Laddi voru frábærir í sínum hlutverkum en það sama er ekki endilega hægt að segja um Helgu Brögu. Hún var ágæt framanaf, en þegar kom að því að leika ofurölvi kvenmann þá varð þetta bara vandræðalegt. Kannski Prinsessunni og hennar vinum hefði þótt þetta fyndið, dónt nó. Hvaða fullorðna kona steypist á hausinn ofan í sófa, stendur og hoppar í stofustól eins og bjáni, með orðaforða á við 3ja ára gamalt barn og tóninn sömuleiðis, notar gamla vínflösku sem gítar og baular og raular eins og hálfviti. Ég hef nú séð nokkrar drukknar kellur í gegnum tíðina, en aldrei neitt í líkingu við þetta. Get ímyndað mér að krakki sem dytti í bjórtunnu myndi kannski sýna svipuð viðbrögð við áfenginu.....þetta var svo ofleikið að það var ekki einu sinni fyndið.

Annars hef ég ákveðið að bjóða mig fram til að leysa David Beckham af í eina viku með LA Galaxy. Þarf sjálfsagt ekki að gera mikið þessa vikuna nema bara leysa út launaávísunina sem er samt ekki nema rétt um 70 millur......Annars held ég að Beckham stigi nú ekkert sérstaklega í vitið, enda leitaði maðurinn ráða hjá Tom Cruise áður en hann ákvað að flytja sig yfir og ekki er sá nú alveg heill í hausnum :/

Spretturinn

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home