After all, tomorrow is another day!

mánudagur

22. febrúar 2006

Unglingurinn mætti á starfsstöð mína seinnipartinn í gær og fórum við í skókaupaleiðangur þar sem hann vantaði innanhússskó. Eftir að söluguttinn í Intersport var búin að fara 7 ferðir á lagerinn og komið var í ljós að ekkert að þeim skóm sem Unglingurinn ásældist voru til hjá þeim, þá fórum við í fýlu við Intersport og héldum við í okkar heimabyggð þar sem við fengum þessa fínu pumaskó hjá honum Muggi í Sportbúð Grafarvogs. Hentumst heim þar sem ég sótti Prinsessuna og G-streng jr., þar sem þær áttu að mæta í leiklistina. Stefndi svo kagganum ógurlega í átt að Laugum þar sem æfing dagsins skyldi fara fram. Þar hittum við Folann sem var á heimleið og tók hann Unglinginn með sér. Ég tók nokkuð harkalega á efri hluta míns fagra líkama og uppsker harðsperrur helvítis í dag .

Það er körfubolti hjá Prinsessunni seinnipartinn í dag og cardioæfing hjá mér. Ákvað að stokka prógrammið upp aðeins og í stað þess að lyfta 4x í viku og taka cardio 1-2x á móti, þá ætla ég nú að lyfta 3x og með örlítið breyttu sniði og taka þá cardio 2-3x þar á móti. Unglingurinn er að fara á árshátíð í kvöld og vildi endilega leigja sér smóking. Það kostar mikla mikla peninga og þar að auki gefst ekki tími til að fara á máta slíkan klæðnað í dag, hann er þekktur fyrir að vera með hlutina á síðustu stundu og svo á maður bara að hendast til og redda því. Hann mun því fá lánuð jakkaföt hjá Folanum þar sem hann er orðin svo stór og stæltur að hann passar í þau föt. Hann er við það að vaxa föður sínum yfir höfuð og við síðustu mælingar stóð Unglingurinn í rétt rúmlega 184cm og mun vera jafnhár Folanum. Þar sem hann er jú bara 15 ára gamall er ekki óliklegt að einhverjir sentimetrar hlaðist á hann í viðbót. En eins og ég sagði við hann um daginn þá er nóg að vera voðalega stór ef mamma ”litla”, sem er reyndar 180cm, er ennþá sterkari en hann...hahahahahahahaha....

Fer á námskeið í HR eftir hádegið í dag, sem verður örugglega voðalega skemmtilegt. Þarf samt að skjótast fyrst til að endurnýja vegabréfið mitt. Kem við í Kringlunni og læt smella einni ”kassa” passamynd af mér. Ætla að reyna að gretta mig aðeins á henni svo þeir í Útlendingastofnun taki ekki andköf af hrifingu af því ég er líka svo rosalega falleg á myndum .

Skötuselur með spínati og vorlauk á matseðlinum í Fannafoldinni í kvöld. Ótrúlega góður réttur, enda snilldarkokkur hér á ferð.

Sprettur kokkur kveður

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home