After all, tomorrow is another day!

mánudagur

9. febrúar 2006

Mamma, ég elska þig meira en allt í heiminum, öll fötin og inní öllum húsum og gardínum og út um alla Evrópu...eða hvað það heitir þarna sem plútó og það er allt þú veist, stjörnurnar eru....(mamman: meinarðu alheimurinn eða geimurinn?) Já það sko...en hvað er þá aftur Evrópa? Prinsessan að tjá móður sinni ást sína og heldur því fram að ekkert barn elski foreldra sína jafnmikið og hún elskar okkur .
Fór í algjört dekur og slökun í Laugum Spa í gær sem var alveg einstaklega ljúft og slakandi...eins og það á að sjálfsögðu að vera. Systir og Oddurinn voru á svæðinu þegar ég skreið kremuð og slök inn um dyrnar. Þau þurftu að skreppa á eitthvað leyndardómsfullt flakk svo við Folinn tókum Prakkarann og Skottuna að okkur í nokkra tíma. Þau voru eitthvað hálfþreytuleg bæði tvö svo ég veit ekki hvort þau þurftu bara að fara að hvíla sig, en persónulega held ég að þau hafi bara þurft góðan drátt og smá frið til að sinna þeim málum....
Folinn eldaði kjúklingabringur og núðlur handa mér og börnunum sem rann ljúflega niður með vatnsblönduðum egilsdjús . Folinn fór síðan að hamast í körfubolta með félögunum á meðan við Prinsessan létum fara vel um okkur í sófanum og horfðum á hommana á skjá einum sem taka að sér að dekkoreita og sjæna gagnkynhneigða karlmenn. Í gær var reyndar alveg einstaklega dramatískur þáttur þar sem karlmennið sem þeir tóku að sér var hermaður á leið til Íraks í tæp tvö ár. Var nýgiftur með lítið barn og hafði voða áhyggjur af hinum ýmsu hlutum þar sem hann væri á leið í burtu í svo langan tíma. Hommarnir létu nú ekki á sér standa og þvílík huggulegheit, dramatík og alles í þessum þætti, svei mér ef við mæðgur felldum ekki bara eins og tvö tár yfir þessu öllu og vanalega er það nú á hinn veginn þegar maður horfir á þá, þ.e.a.s. ekki langt í húmorinn og brosið. Hvað um það, hann snýr nú vonandi heill heim aftur til konu og barns.
Leiklist hjá þeim litlu í dag svo það er æfing í Laugum. Cardiovikan í hámarki og ég læt ekki mitt eftir liggja í þeim málum, tek reyndar alltaf smá maga með og kannski nokkrar armbeygjur. Ég sem ætlaði að vera komin í 30 í lok febrúar svo það er eins gott að taka sig á í beygjunum, hafa svolítið gleymst og drukknaði í öðrum æfingum .
Annað kvöld munu fegurstu gyðjur höfuðborgarsvæðisins mæta í Fannafoldina ásamt mökum. Þar er á ferð árlegur fagnaður þar sem körlum okkar er náðasamlegast boðið að taka þátt. Bragi meistarakokkur hefur séð um að töfra fram ljúfar veitingar fyrir okkur, sem við rennum niður með eðaldrykkjum frá hinum ýmsu heimshornum. Allir uppstrílaðir í sínum bestu klæðum svo við höldum okkur yfirleitt bara í Fannafoldinni fram á nótt í stað þess að fara á bæjarflakk þar sem múgur og margmenni myndi sjálfsagt hópast að okkur úr öllum áttum, enda slíkt magn fegurðar og kynþokka hefur líklegast aldrei sést innan borgarmarkanna. Þetta myndi að sjálfsögðu ógna öryggi okkar og því höfum við ákveðið að á almannafæri yrði aldrei farið þegar þessar hátíðar eru haldnar. Þess í stað erum við duglegar að festa fegurðina og skemmtilegheitin á filmu og munum kannski sýna útvöldum við tækifæri .
Annars er ég að fara á námskeið í næstu viku í HR, kynning á helstu réttarheimildum íslensks réttar og aðferðum við skýringu á settum lagaákvæðum. Farið í feril einkamála, opinberra mála, fullnusturéttarfar ofl. Einstaklega spennandi. Þarna mun ég slá í gegn næstu fjórar vikur og fylla heilabúið af fróðleik.
Mun töfra fram grænmetislasagna a la Sigga Þ. í kvöld. Smakkaði á því hjá henni og ranghvolfdi augunum af eintómri sælu svo ég ætla að sjá hvaða áhrif þetta hefur á Folann.
Sprettur fagri

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home