After all, tomorrow is another day!

þriðjudagur

Lítið að gerast

Eins og flestir vita var veðrið í gær ansi gott og ákvað Prinsessan því að fara í sund með vinkonu sinni og við frestuðum bíóferðinni fram að helgi. Ég fékk því að fara á æfingu sem ég og gerði. Tók reyndar bara cario í tæpar 40 mínútur en það var ágætt. Í morgun mættum við Folinn á árshátíð Prinsessunnar þar sem hún var fremst á meðal jafningja er hún fór á kostum sem Gudda gulrót í Ávaxtakörfunni. Slógu þau að sjálfsögðu í gegn og uppskáru mikið lófaklapp að loknu atriðinu. Í dag er síðan síðasti tíminn hjá þeim stöllum í leiklistinni og munu þær, ásamt öðrum, ljúka þessu með sýningu sem foreldrum er að sjálfsögðu boðið að mæta á. Ekki er nú öllu lokið þar, ónei, því mín hefur aðeins fengið smjörþefinn af þessum skemmtilegu námskeiðum og vill núna læra ensku og mun því byrja í Enskuskólanum á laugardaginn. Einnig er búið að skrá hana í leiklistarskóla Borgarleikhússins sem byrjar reyndar ekki fyrr en í ágúst svo kannski verður leiklistarbakterían ekki lengur við lýði.

Anyways, stutt æfing í dag þar sem, eins og áður sagði, verður mætt á leiksýningu. Ætla að sækja Skottuna á leikskólann þar sem Systir er á einhverju námskeiði. Síðan mun öll familían mæta í saltkjöt og baunir hjá henni og borða á sig gat.

Annars var ég að hugsa um að skipta um bloggsíðu og færa mig yfir á blogspot.com. Mér finnst frekar fúlt að allar færslur frá því í haust eru bara einhversstaðar týndar og voðamál að ná í þær, nenni ekki svona veseni. Ég er búin að stofna nýtt blogg sem þið getið kíkt á, allar sömu færslurnar samt, www.spretturinn.blogspot.com , sé svo til á næstu dögum hvort ég færi mig alfarið yfir eða ekki.

Unglingurinn er í vetrarfríi sem þýðir að það er lítið gert þessa dagana nema hangið og sofið. Fékk enga aukavinnu þar sem hann var svo seinn að láta vita að hann gæti tekið slíkt að sér L Hann leitar nú logandi ljósi að motocross hjóli fyrir sumarið. Búinn að ávaxta söluhagnaðinn af hinu hjólinu og græða einhverja tugi þúsunda með kaupum á bréfum í Íslandsbanka, held að G-strengurinn hafi séð til þess að það hækkaði svona, enda má það bara lækka aftur þegar hann selur...híhí.

Tíu dagar í París,

Spretturinn

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home