After all, tomorrow is another day!

mánudagur

7. febrúar 2006

Fórum í keilu í gær með bekkjarfélögum Prinsessunnar sem var ægilega gaman og skemmti hún sér konunglega með vinum sínum. Eftir keiluna var eiginlega orðið of seint að elda kryddlegnu smálúðuna sem átti að kitla bragðlaukana svo það var komið við á American Style og keyptur hammari handa Folanum og ég fékk mér kjúklingasalatið þeirra sem er alveg óheyrilega gott, held að þetta sé eina búllan í bænum sem sörverar ógó góða hamborgara og býður líka uppá eitthvað aðeins minna kransæðastíflandi fæðu sem smakkast líka vel. Mæli óhikað með því, sérstaklega þar sem þeir eru búnir að opna þennan líka fína stað á Bíldshöfða sem er ekki langt frá minni heimabyggð, Grafarvogi. Síðan var bara setið og glápt á kassann fram eftir kvöldi. Hlógum okkur máttlaus yfir American Idol og Sirkus í smátíma, ég sem hélt að íslensk ungmenni væru að gera sig að fífli fyrir alþjóð með þátttöku sinni í Idolinu, en þetta er bara óraunverulegt á köflum svei mér þá. Kíktum á LOST eftir tíufréttir en það var afskaplega tíðindalítill þáttur að þessu sinni og lítið meira um það að segja.
Í dag er leiklist hjá Prinsessunni og G-streng jr., svo ég bruna í Heimsklassann í Laugum að þessu sinni og mun taka á svo um munar. Er að hugsa um að taka cardio viku núna, alltaf gott að stokka upp prógrammið annað slagið svo maður staðni ekki. Í síðasta leiklistartíma settu þau upp stórverkið Rauðhettu og úlfinn og stefna litlurnar á Golden globe á næstu misserum .
Það verður semsagt ekki takeout í dag eins og gert er ráð fyrir á þriðjudögum þar sem lúðunni var skipt út fyrir slíkt í gær.
Folinn á afmæli þann 6. mars nk. og er ég lengi búin að velta fyrir mér hvað ég á að gefa honum eða gera fyrir hann og úr varð að við ætlum að skrollast til Parísar í 5 daga. Systir og Oddurinn eru að fara þangað 8.-13. mars og við hjónin ætlum að hitta þau þann 10. mars og vera síðan tveim dögum lengur, þ.e. til 15. mars. Hef aldrei komið til Parísar áður en með mér vinnur belgísk blómarós sem hefur mikið verið í Frakklandi og þá París, og hefur hún gefið mér heilmörg skemmtileg tips varðandi gistingu, must see, restauranta osfrv. Ekki leiðinlegt það, sérstaklega þar sem við systur höfum aldrei farið til útlanda saman .
BTW, tók bitch testið og útkoman er eftirfarandi....ég meina, á þetta við mig....hvað finnst ykkur....????
You are 44 % bitch
I see a little spark of nastiness in you, but on the whole you’re a good egg. You’ve just got to decide which way you want to go. Do you want to live a nice, pleasant life with just the odd giggle at someone else’s expense, or do you want to stride ahead getting what you want in life but remain friendless. You’re on the cusp, my friend, choose wisely.
Spretturinn out

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home