After all, tomorrow is another day!

þriðjudagur

Titlatog

Aldrei hef ég heyrt jafnkjánalegt starfsheiti eins og það sem getið er um á síðum mbl.is í dag, ljósfaðir! Hvaðan kom þetta? Ekki er ég hissa á að karlmenn sæki ekki í starfið þó ekki væri nema nafngiftarinnar vegna. Hvað starfar þú? Ég er ljósfaðir...ógurlega karlmannlegt. Annars eru hinir og þessir titlar oft afbakaðir og ljótir. Ég er ein af þeim sem þykir t.d. stýra (deildarstýra, skólastýra) alveg einstaklega hallærislegt og ljótt, má maður ekki bara vera stjóri þótt maður sé kona. Við hefðum sjálfsagt ekki átt að kalla Vigdísi Finnbogadóttir forseta heldur forsætu. Kona til sjós gæti þá verið stýrikona en ekki stýrimaður, nú eða hásæta. Starfsheitið kennari yrði að breytast í kennslukona og kennslumaður osfrv.

Á leið til vinnu í gærmorgun heyrði ég eitthvað sem átti að heita veðurfréttir en var eiginlega meira svona “ehh já hmmm..veðrið á landinu í dag....ehh...verður svipað....já...áfram hlýtt...öhh..hitatölur svipaðar og undanfarna daga...og verða ehh...á bilinu 5-8 stig í dag...bara nokkuð hlýtt....

Í kvöld er matarboð mikið þar sem boðið verður uppá marineraðan svartfugl sem Folinn plammaði niður á sunnudaginn. Þeir hafa legið í ægilegri marineringu sem engan svíkur og munu renna ljúft niður með flauelsmjúku rauðvíni af bestu gerð sem og íslensku vatni fyrir hænuhausana (og börnin). Æfingin verður því stutt í dag þar sem gestirnir munu mæta snemma og þá er eins gott að vera búin að skúra eldhúsið og leggja á borð fyrir þessa gamma . Ætlaði líka í badminton með vinnufélögunum í kvöld en líklega verð ég að beila á því þar sem hæpið er að ég getið annaðhvort stungið af úr eigin boði eða sent gestina heim með síðasta bitann á tungubroddinum.

Sprettur

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home