Komin heim
Komin aftur frá Barcelona og góða veðrinu. Mátti ekki tæpara standa æstir aðdáendur í Heimsklassanum hafa allir verið með ógurleg fráhvarfseinkenni sökum fjarveru minnar. Vil ég því minna á að ég verð í Spönginni í dag á mínum vanalega tíma að vinnudegi loknum þar sem ljóta og óaðlaðandi fólkið getur barið minn fagra kropp augum og tekið gleði sína á ný.
Prinsessan var að sjálfsögðu afskaplega ánægð að sjá foreldra sína og kyssti þau og kjassaði í bak og fyrir milli þess sem hún montaði sig af því að það hafi “sko ekki komið eitt einasta tár allan tímann”, sem er mikið afrek hjá þeirri litlu.
Sláturtíðin er í fullum gangi þessa dagana og fór Spretturinn því í búðarferð í gær þar sem keyptar voru upp birgðir Hagkaupa af sláturgerðarefni, eða svona allt að því. Framundan er því mikil sláturgerðarhelgi hjá stórfjölskyldunni sem ætti nú aldeilis að verða gaman. Unglingurinn ætlar meira að segja að reyna að komast í bæinn svo hann verður settur í að brytja mör og hræra blóð. Síðan er meiningin að litla fjölskyldan skelli sér norður í land og heimsæki piltinn og ætla amma og afi að vera með í för. Búið er að leigja hús og híbýli fyrir fólkið og er planið að hafa það bara gott, skella sér út að borða með strákinn og rölta um og skoða mannlíf stórborgarinnar Akureyri. Tvö glæsilegustu kvendi bæjarins verða kysst og knúsuð og heimta ég hér með smá hitting, ef þið eruð að lesa (eins og ykkur ber að sjálfsögðu heilög skylda til).
Rit- sem og nefstífla á hæsta stigi er að ergja Sprettinn svo ég læt þetta gott heita í bili og kveð þar til næst :o)
Prinsessan var að sjálfsögðu afskaplega ánægð að sjá foreldra sína og kyssti þau og kjassaði í bak og fyrir milli þess sem hún montaði sig af því að það hafi “sko ekki komið eitt einasta tár allan tímann”, sem er mikið afrek hjá þeirri litlu.
Sláturtíðin er í fullum gangi þessa dagana og fór Spretturinn því í búðarferð í gær þar sem keyptar voru upp birgðir Hagkaupa af sláturgerðarefni, eða svona allt að því. Framundan er því mikil sláturgerðarhelgi hjá stórfjölskyldunni sem ætti nú aldeilis að verða gaman. Unglingurinn ætlar meira að segja að reyna að komast í bæinn svo hann verður settur í að brytja mör og hræra blóð. Síðan er meiningin að litla fjölskyldan skelli sér norður í land og heimsæki piltinn og ætla amma og afi að vera með í för. Búið er að leigja hús og híbýli fyrir fólkið og er planið að hafa það bara gott, skella sér út að borða með strákinn og rölta um og skoða mannlíf stórborgarinnar Akureyri. Tvö glæsilegustu kvendi bæjarins verða kysst og knúsuð og heimta ég hér með smá hitting, ef þið eruð að lesa (eins og ykkur ber að sjálfsögðu heilög skylda til).
Rit- sem og nefstífla á hæsta stigi er að ergja Sprettinn svo ég læt þetta gott heita í bili og kveð þar til næst :o)
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home