Blessuð börnin
Prinsessan tók fyrstu körfuboltaæfingu vetrarins seinnipartinn í gær og var hæstánægð með að vera byrjuð aftur. Held hún sé bara nokkuð góð sú stutta. Merkilegt hvað margar af stelpunum (og strákunum kannski líka) sem eru með henni í bekk eru latar og ræfilslegar. Fæstar nenna að stunda einhverjar íþróttir og ef þær nenna því eru þær keyrðar og sóttar á æfingar, sem eru kannski í ca. 10 mínútna göngufæri frá heimilum þeirra, ansi margar eru keyrðar í skólann á morgnana og þá jafnvel sóttar líka. Borða kókópöffs í morgunmat, taka möffins í nesti og úða í sig kökum og kexi í eftirmiðdaginn sem skolað er niður með gosi og sykruðum jógúrtdrykkjum. Er það nokkur furða að íslensk æska sé að springa úr spiki og aumingjaskap. Foreldrarnir láta þessi grey gangast upp í ræfildómi og leti þar sem friður fyrir röfli er keyptur með nammipoka og íspinnum. Prinsessan hjólar eða gengur í skólann alla daga, mögulega er hún keyrð í ausandi rigningu, en rok, snjókoma og kuldi er ekki látið standa í vegi fyrir hjóla- eða göngutúr. Hún gerir slíkt hið sama er kemur að körfuboltaæfingum, sem eru þó í næsta hverfi, þ.e. Hamrahverfinu. Hún borðar ósætt morgunkorn eða ristaða brauðsneið í morgunmat alla daga, drekkur vatn með því henni þykir það best, nestispakkinn inniheldur yfirleitt ávexti, flatkökur og slíkt sem hún rennir síðan niður með klakavatni. Á heimili Spretts er kókópöffs keypt einu sinni á ári, jólunum. Mín börn eru vön þessu og þykir ekkert tiltökumál þó ekki séu allar hillur fullar af sykurjógúrti og súkkulaðikexi. Sem betur fer.
Unglingurinn er farinn í framhaldsskólan á Laugum og er bara sáttur við lífið og tilveruna. Mikið hefði ég viljað fara í heimavistarskóla á hans aldri, þvílíkt ævintýri. Þetta var þó aðeins meira tilstand að senda drenginn norður í land heldur en ef hann hefði farið í MS, sem hann hætti svo við ca. korter í skólasetningu . Það þarf náttúrulega að merkja hverja einustu flík með einhverju fyrirfram ákveðni þvottanúmeri. Það er gert til að blessaðir unglingarnir fái nú örugglega rétt föt tilbaka úr þvottahúsinu, því ekki held ég að þessi elska tæki sig neitt sérstaklega vel út í bleikum g-streng, þröngum Tark buxum og flegnum gullbol við. Svo þurfti að pakka niður hverri einustu flík sem drengurinn á, skólabækur í bunkum sem keyptar höfðu verið á skiptibókamarkaði í borginni, handklæði, skófatnaður, íþróttataska, skólataska og guð má vita hvað. Þetta hófst þó allt að lokum þegar Spretturinn var búin að standa sveitt með merkiborða og strauja á allar flíkur. Nú á bara eftir að senda þeim stutta (eða þannig) DVD diska sem hann vildi fá, græjurnar og lítinn “Coca Cola” kæli sem Systir var svo elskuleg að lána honum svo hann gæti nú haft kannski nokkra kalda drykki eða eitthvað annað inni á herbergi. Anyways, gott í honum hljóðið og gengur bara vel, svona fyrstu vikuna að minnsta kosti.
Ekki horfði ég á Rockstar í gær frekar en fyrri daginn, en mun fylgjast með endursýningunni í kvöld. Kaus þó kappann nokkrum sinnum í morgun þar sem ég “var stödd” með tölvuna í Auckland á Nýja Sjálandi. Kíkti aðeins á frammistöðuna á netinu og þótti bara nokkuð gott hjá gaurnum.
Sprettur út
Unglingurinn er farinn í framhaldsskólan á Laugum og er bara sáttur við lífið og tilveruna. Mikið hefði ég viljað fara í heimavistarskóla á hans aldri, þvílíkt ævintýri. Þetta var þó aðeins meira tilstand að senda drenginn norður í land heldur en ef hann hefði farið í MS, sem hann hætti svo við ca. korter í skólasetningu . Það þarf náttúrulega að merkja hverja einustu flík með einhverju fyrirfram ákveðni þvottanúmeri. Það er gert til að blessaðir unglingarnir fái nú örugglega rétt föt tilbaka úr þvottahúsinu, því ekki held ég að þessi elska tæki sig neitt sérstaklega vel út í bleikum g-streng, þröngum Tark buxum og flegnum gullbol við. Svo þurfti að pakka niður hverri einustu flík sem drengurinn á, skólabækur í bunkum sem keyptar höfðu verið á skiptibókamarkaði í borginni, handklæði, skófatnaður, íþróttataska, skólataska og guð má vita hvað. Þetta hófst þó allt að lokum þegar Spretturinn var búin að standa sveitt með merkiborða og strauja á allar flíkur. Nú á bara eftir að senda þeim stutta (eða þannig) DVD diska sem hann vildi fá, græjurnar og lítinn “Coca Cola” kæli sem Systir var svo elskuleg að lána honum svo hann gæti nú haft kannski nokkra kalda drykki eða eitthvað annað inni á herbergi. Anyways, gott í honum hljóðið og gengur bara vel, svona fyrstu vikuna að minnsta kosti.
Ekki horfði ég á Rockstar í gær frekar en fyrri daginn, en mun fylgjast með endursýningunni í kvöld. Kaus þó kappann nokkrum sinnum í morgun þar sem ég “var stödd” með tölvuna í Auckland á Nýja Sjálandi. Kíkti aðeins á frammistöðuna á netinu og þótti bara nokkuð gott hjá gaurnum.
Sprettur út
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home