After all, tomorrow is another day!

fimmtudagur

Sjónvarpsgláp

Gerðist svo djörf að sleppa æfingu í gær sökum tímaskorts. Prinsessan og Folinn tóku sig til og elduðu gómsætar ítalskar kjötbollur með pastalengjum. Prinsessan einstaklega lagin við að hnoða og blanda í gumsið. Foreldrarnir litu í mat og ákveðið var að ganga í sláturgerð í lok mánaðarins þar sem við vorum greinilega aðeins of fljót á okkur að ætla í slátrið um næstu helgi, því sláturgerðarefni verður ekki í boði í verslunum fyrr en eftir rúma viku .

Körfuboltaævintýri Folans er hafið á ný eftir sumarfrí og var fyrsta æfing í gærkveldi. Við mæðgurnar skemmtum okkur yfir amerískri lágmenningu sem hefur hafið göngu sýna á á Skjá einum á ný, eða America´s next top model. Það er varla að ég viðurkenni fyrir sjáfri mér að hafa gaman af þessum þáttum en svona er það bara. Þarna eru samankomnar, eins og áður, hópur af ungum stelpum sem flestar eiga það sameiginlegt að vera ógurlega mjóar og æðislega sætar. Þarna er þó ein sem fór strax alveg svakalega í taugarnar á mér, Jade, sem er hin mesti hrokagikkur og leiðindaskjóða. Voða flott á myndum en verður einhvern veginn bara hundljót af því hún er svo leiðinleg. Afríkudrottningin Nnenna er mitt uppáhald, svona í bili að minnsta kosti. Helsti kosturinn við þennan þátt í heild er að heyra og sjá hinn úbersexý ljósmyndara og dómara Nigel Barker, kynþokkinn hreinlega drýpur af manninum. Ms. Jay er alltaf jafnfurðuleg(ur) og skrýtinn. Skil ekki af hverju sumir hommar eru ósköp og venjulegir karlmenn en svo eru aðrir sem fara algjörlega overboard á hinn veginn. Ms. Jay er einn af þessum “hinn veginn” hommum. Þetta er ekki einu sinni kvenlegt, engin heilvita kona hagar sér svona svona því þetta er svo ógurlega ýkt að það er bara bjánalegt. En það er hægt að brosa að honum svo sjálfsagt gegnir hann einhverju hlutverki í þessum þáttum öðru en því að kenna þessum stelputrippum að ganga. Svo er það hinn Jay”inn”, voðalega sætur strákur, dáldið í kvenlegri kantinum, en ósköp venjulegur að öðru leyti, huggulegur strákur sem hægt er að taka alvarlega því hann kemur ekki þrammandi fram sýningarpall á 15 sentimetra háum hælum og í stuttum kjól með uppsett hár og rósir í eyrunum. Tyra Banks er bara Tyra Banks, falleg kona sem kann að nota frægðina sér (og öðrum) til framdráttar, ekkert nema gott um það að segja.
Ég ætti algjörlega að vera sjónvarpsþáttagagnrýnandi, sé það núna. Gæti allavega ekki verið dómari í svona þætti því þá tæki enginn eftir þessum stelpugreyjum sem eru að baslast við að vera sætar og sexy.

Æfing í Spönginni í dag og á morgun, síðan er það hardcore æfingar um helgina með G-strengnum sem ætlar að mæta galvösk í spandexgallanum með legghlífarnar bæð laugardags- og sunnudagsmorgun :)

Sprettur

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home