Glænýtt grænmeti
Prinsessan setti niður ýmisskonar grænmeti í skólagörðum Reykjavíkurborgar núna fyrr í sumar og er uppskeran nú komin í hús. Er nú ísskápur fjölskyldunnar úttroðinn af fersku grænmeti sem verður vel nýtt í matargerð á næstunni. Í gærkveldi var til að mynda búið til gómsætt salat sem úr klettasalatsblöðum og öðrum salatblöðum sem ég kann ekki að nefna, úr garði Prinsessunnar að sjálfsögðu, smjörsteiktar babykartöflur með timjani og blaðlauk, einnig úr garði þeirrar stuttu. Marineraðar svínalundir grillaðar af Folanum, sesamfræ og niðurskornar plómum kom þó frá Hagkaupum. Þar sem Prinsessan var nýkomin úr tveggja daga ferðalagi með ömmu og afa var ekki tekið í mál að leyfa mömmunni að fara á æfingu því hún hafði saknað mín svo ógurlega mikið þessi elska. Fékk ég þó örlitla hreyfingu þegar við mæðgur ákváðum að fara í smá hjólatúr og lá leið okkar í Hagkaup í Spönginni þar sem plómurnar voru keyptar, en þótti okkur helst til stutt að taka hjólatúr í Nóatún sem er í næsta nágrenni við Fannafoldina. Folinn brá sér á skotsvæði seinnipart dags til að rifja aðeins upp skothæfni áður en haldið yrði á veiðar með félögunum annað kvöld.
Mæti tvíefld til leiks í Spöngina í dag og tek góða brennslu og örlitlar lyftingar ef tími gefst því eldamennska kvöldsins er skipulögð fram í fingurgóma eins og alltaf og ætlar mamma Sprettsins að mæta í mat þar sem sá gamli þurfti að skreppa á fund í Svíþjóð. Í boði verður þorskur undir kryddþekju og verða kartöflur úr garðinum góða að sjálfsögðu meðlæti kvöldsins. Milli æfinga og eldamennsku verð ég þó að fara með Prinsessuna í leikfangabúð þar sem hún ætlar að kaupa sér playmodót fyrir peninga sem hún fékk í afmælisgjöf og tók af mér loforð um að ég færi með henni í innkaupaferð í dag.
Anyways, lítið að gerast og því lítið að segja.
Sprettur kveður
Mæti tvíefld til leiks í Spöngina í dag og tek góða brennslu og örlitlar lyftingar ef tími gefst því eldamennska kvöldsins er skipulögð fram í fingurgóma eins og alltaf og ætlar mamma Sprettsins að mæta í mat þar sem sá gamli þurfti að skreppa á fund í Svíþjóð. Í boði verður þorskur undir kryddþekju og verða kartöflur úr garðinum góða að sjálfsögðu meðlæti kvöldsins. Milli æfinga og eldamennsku verð ég þó að fara með Prinsessuna í leikfangabúð þar sem hún ætlar að kaupa sér playmodót fyrir peninga sem hún fékk í afmælisgjöf og tók af mér loforð um að ég færi með henni í innkaupaferð í dag.
Anyways, lítið að gerast og því lítið að segja.
Sprettur kveður
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home