Unglingasápur
Komið fram í miðja vinnuviku hjá Sprettinum sem fer í frí eftir morgundaginn. Ekkert sérstaklega langt svosem en þó fram í næstu viku. Spáin er 28° stiga hiti og sól alla vikuna í Barcelona sem vonandi gengur eftir, nenni ekki að rigna niður þessa örfáu daga sem við verðum á staðnum.
Í gær ákvað ég að sleppa æfingu og fara heim til mín og einbeita mér að því að gera ekki neitt. Kveikti á sjónvarpinu og á á Skjá einum var þá að byrja gömul unglingasápa sem flestir jafnaldrar mínir muna vel eftir, Beverly Hills 90210. Ég ákvað að fylgjast með þessum trendsetterum allra alvöruunglinga á sínum tíma. Man hvað ég var yfir mig ástfangin af Dylan sem var þessi örlítið uppreisnargjarni unglingur og töffari með meiru....eins og ég sjálf náttúrulega. Sveiflaðist stundum á milli hans og Brandon sem var þessi skynsama týpa með ógurlega sterka réttlætiskennd. Brenda tvíburasystirin var líka í uppáhaldi af aðalpíunum sem voru ásamt henni, Kelly og Donna. David þótti mér ávallt óskaplega hallærislegur og skildi aldrei hvað Donna sá við hann, en hún óð nú svosem ekki í vitinu stúlkan sú. Steve einhvernveginn bara “var”, ekkert endilega neitt sætur, stundum smá skemmtilegur en bara mest svona ....ekkert. Jim og Cindy voru draumaforeldrar allra unglinga. Í nánum tengslum við krakkana og treystu þeim og dómgreind þeirra fullkomlega, eða svona yfirleitt. Svo var það Melrose Place, en þeir þættir tóku við af BH90210 og slógu einnig í gegn hjá Sprettinum. Flottari strákar, flottari stelpur, kynlíf, svik, framhjáhald, tæling, morð, ástarflækjur og geðklofi svo eitthvað sé nefnt. Ég horfði á einn slíkan þátt og rifjaði upp gamlar MP minningar. Jake er búin að vera með Jo sem hætti með honum, síðar reyndi hann að stofna til sambands með Jane sem var systir Sidney, sem Jake hafði einnig verið með fljótlega eftir að hún hætti að starfa sem rándýr hóra. Billy var herbergisfélagi Alison, en það þróaðist fljótlega í annað og meira. Þegar því lauk, líklega vegna ofdrykkju Alison, fór Billy að vera með Amöndu sem var yfirmaður Alison á auglýsingastofunni. Eftir að þau hættu saman fór Billy einnig að vinna á auglýsingastofunni. Nýlega birtist bróðir Jake og að sjálfsögðu er hann nú farinn að vera með Jo. Amanda reyndi að eiga í stuttu sambandi við Michael, sem var fyrrverandi maður Jane en hélt framhjá henni með Kimberly og þau skildu í kjölfarið, en það gekk ekki upp svo hún fékk víst taugaáfall og var rekin sem forstjóri auglýsingastofunnar, þar sem Alison tók við starfinu. Svo er fólk forviða yfir því að unglingsárin séu ruglingsleg. Nýlega sá ég leikarann Jason Priestely (Brandon) þar sem hann leikur eitt hlutverkanna í þáttunum Love Monkey sem einnig eru sýndir á Skjá einum. Leikarinn Grant Show (Jake) birtist í þættinum Beautiful people þar sem Daphne Zuniga (Jo) leikur einmitt aðalhlutverkið. Doug Savant (Matt) leikur Tom, eiginmann Lynnette í Desperate Housewifes. Courtney Thorne Smith (Alison) er kona James Belushi í According to Jim og Shannen Doherty (Brenda) lék eina nornasysturina í Charmed. Þetta rifjaðist allt upp fyrir mér þegar ég horfði á þessar gömlu unglingasápur og svo nýrri þætti sem þetta sama fólk leikur í núna þónokkuð mörgum árum síðar og ég sá að sumir höfðu elst betur en aðrir. Segið svo að maður nýti ekki tímann í heilbrigðar og skynsamlegar vangaveltur um heimsmálin ;0).
Sprettur sápa
Í gær ákvað ég að sleppa æfingu og fara heim til mín og einbeita mér að því að gera ekki neitt. Kveikti á sjónvarpinu og á á Skjá einum var þá að byrja gömul unglingasápa sem flestir jafnaldrar mínir muna vel eftir, Beverly Hills 90210. Ég ákvað að fylgjast með þessum trendsetterum allra alvöruunglinga á sínum tíma. Man hvað ég var yfir mig ástfangin af Dylan sem var þessi örlítið uppreisnargjarni unglingur og töffari með meiru....eins og ég sjálf náttúrulega. Sveiflaðist stundum á milli hans og Brandon sem var þessi skynsama týpa með ógurlega sterka réttlætiskennd. Brenda tvíburasystirin var líka í uppáhaldi af aðalpíunum sem voru ásamt henni, Kelly og Donna. David þótti mér ávallt óskaplega hallærislegur og skildi aldrei hvað Donna sá við hann, en hún óð nú svosem ekki í vitinu stúlkan sú. Steve einhvernveginn bara “var”, ekkert endilega neitt sætur, stundum smá skemmtilegur en bara mest svona ....ekkert. Jim og Cindy voru draumaforeldrar allra unglinga. Í nánum tengslum við krakkana og treystu þeim og dómgreind þeirra fullkomlega, eða svona yfirleitt. Svo var það Melrose Place, en þeir þættir tóku við af BH90210 og slógu einnig í gegn hjá Sprettinum. Flottari strákar, flottari stelpur, kynlíf, svik, framhjáhald, tæling, morð, ástarflækjur og geðklofi svo eitthvað sé nefnt. Ég horfði á einn slíkan þátt og rifjaði upp gamlar MP minningar. Jake er búin að vera með Jo sem hætti með honum, síðar reyndi hann að stofna til sambands með Jane sem var systir Sidney, sem Jake hafði einnig verið með fljótlega eftir að hún hætti að starfa sem rándýr hóra. Billy var herbergisfélagi Alison, en það þróaðist fljótlega í annað og meira. Þegar því lauk, líklega vegna ofdrykkju Alison, fór Billy að vera með Amöndu sem var yfirmaður Alison á auglýsingastofunni. Eftir að þau hættu saman fór Billy einnig að vinna á auglýsingastofunni. Nýlega birtist bróðir Jake og að sjálfsögðu er hann nú farinn að vera með Jo. Amanda reyndi að eiga í stuttu sambandi við Michael, sem var fyrrverandi maður Jane en hélt framhjá henni með Kimberly og þau skildu í kjölfarið, en það gekk ekki upp svo hún fékk víst taugaáfall og var rekin sem forstjóri auglýsingastofunnar, þar sem Alison tók við starfinu. Svo er fólk forviða yfir því að unglingsárin séu ruglingsleg. Nýlega sá ég leikarann Jason Priestely (Brandon) þar sem hann leikur eitt hlutverkanna í þáttunum Love Monkey sem einnig eru sýndir á Skjá einum. Leikarinn Grant Show (Jake) birtist í þættinum Beautiful people þar sem Daphne Zuniga (Jo) leikur einmitt aðalhlutverkið. Doug Savant (Matt) leikur Tom, eiginmann Lynnette í Desperate Housewifes. Courtney Thorne Smith (Alison) er kona James Belushi í According to Jim og Shannen Doherty (Brenda) lék eina nornasysturina í Charmed. Þetta rifjaðist allt upp fyrir mér þegar ég horfði á þessar gömlu unglingasápur og svo nýrri þætti sem þetta sama fólk leikur í núna þónokkuð mörgum árum síðar og ég sá að sumir höfðu elst betur en aðrir. Segið svo að maður nýti ekki tímann í heilbrigðar og skynsamlegar vangaveltur um heimsmálin ;0).
Sprettur sápa
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home