After all, tomorrow is another day!

mánudagur

Helgin

Gleðilegan mánudag og velkomin af lakinu, eins og góð vinkona mín orðaði einu sinni svo vel. Í nótt var lítið sofið og þá ekki vegna þess að ég var svo ógurlega upptekin af heitu kynlífi með Folanum, nei heldur skreið Prinsessan uppí um miðja nótt og hafði Spretturinn bara ekki rænu á að færa hana aftur í sitt eigið rúm, heldur lá ég það sem eftir lifði nætur og færði fótleggi Prinsessunnar og handleggi frá mér því einhver óstjórnleg þörf var hjá blessuðu barninu að breiða leggjum sínum í sífellu yfir hálfsofandi móður sína. Einmitt, hálfsofandi er það ástand sem Spretturinn glímdi við í um það bil 4 klukkustundir áður en fjölskyldan fór á fætur í morgun. Prinsessan útsofin að sjálfsögðu þar sem hún hafði jú breytt svo vel úr sér. Svona getur maður verið vitlaus í hálfsvefni.

Tók annars vel á því með G-strengnum um helgina þar sem við mættum galvaskar í morgunsárið bæði laugardag og sunnudag. Lyftum hundruðum kílóa og vorum að sjálfsögðu langflottustu úthverfapíurnar á höfuðborgarsvæðinu. Skil ekki fólk sem ekki nennir að hreyfa sig, kannski það sé bara haldið einhverri flottfælni því allir vita að það er kúl að vera í formi. Merkilegt hvað er mikið af fólki nennir ekki að hreyfa sig og sötrar kalt kaffi og svælir í sig heimatilbúnum sígarettum á einhverri kaffibúllu allan daginn haldandi að það sé voðalega töff og kúl. Þar fyrir utan er ég samt mjög meðmælt kaffihúsarölti og hvítvínsþambi sem því fylgir, svona annað slagið.

Á laugardagskvöld fórum við Folinn í teiti útí bæ, sem væri nú ekki í frásögur færandi nema fyrir það að í miðju samkvæmi kom askvaðandi inn í stofuna mannkríli sem ég held að sé óhætt að segja að allir Íslendingar þekki og mögulega gegn vilja sínum. Um mig hríslaðist kjánahrollur og svei mér ef ekki læddist örlítið gallbragð í munninn á mér. Þetta kríli fór stórum og fögrum orðum um eigið ágæti og meðal annars gólaði upp úr þurru "það er enginn meiri en Geiri" í miðri setningu. Já mikið rétt, þetta var hinn eini sanni Iceblue, a.k.a. Geir Ólafs, sem þarna kvað upp raust, reyndi að vera pínulítið fyndinn og flottur áður en hann söng lögin tvö sem hann kann við undirspil af geisladisk, sem btw hann sjálfsagt tekur með sér hvert á land sem er,svona bara til öryggis ef ímyndaðir æstir aðdáendur heimtuðu að hann tæki lagið í sjoppunni í Varmahlíð or sommþeing. Ég verð að viðurkenna að maður glotti nú aðeins og átti bágt með að fara ekki að hlægja því hann var bráðfyndinn maðurinn. Það versta var samt að hláturinn varð að bæla niður því hann var alls ekkert að reyna að vera fyndinn.

Fórum líka í bíó um helgina og sáum Crank með Jason Statham sem mér finnst alveg ógurlega flottur og karlmannlegur. Myndin var hin fínasta skemmtun, góður húmor svo ég hló og rýndi eins og svín og skemmti mér ægilega vel í góðum félagsskap Folans og fleiri aðdáenda.

Spretturinn kveður

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home