Sumarfríið framundan
Nú er fríið framundan og eins gott að sólin láti sjá sig fljótlega ef maður á ekki að þurfa að flýja land. Tók fína æfingu í gær og leið mun betur að henni lokinni þar sem nokkrir dagar eru síðan síðast var mætt sökum ferðalaga og annarra skylduverka. Fer í Spöngina aftur í dag og tek vel á því á ný. Ætla að sofa a.m.k. til níu í fyrramálið og fara þá í Laugar og taka laaaanga og góða æfingu og skella mér síðan aðeins í Baðstofuna. Aldrei að vita nema maður leggist í leti og láti sólina baka sig örlítið, þ.e. ef henni dettur í hug að láta sjá sig. Ætla síðan að vera dugleg í ræktinni allt fríið og mæta 5-6x í viku eins og alltaf. Mun þó taka hressilegar göngur þess á milli svona þegar við skreppum úr borginni.
Er nú ekki fokið í flest þegar Íslendingar eru orðnir svo amerískir í hjarta sínu að farið er að bjóða uppá klappstýrunámskeið fyrir krakka (stelpur) á aldrinum 12-16 ára. Til hvers í ósköpunum á að kenna íslenskum stúlkum slíkt. Er það til að litlar stelpur geti nú klætt sig í pínupils og magaboli og hrist sig og skakað á næsta íþróttaviðburði. Hætti nú alveg að snjóa segi ég nú bara. Látum kanann um klappstýruliðin og höldum okkur bara við alvöru íþróttir þar sem litlum stelpum er ekki kennt að klæða sig eins og miniglyðrur fyrir subbukalla að horfa á. Enda eins og fram kemur í “fréttinni” þá eru klappstýrulið tengd skólaliðum en þau er ekki að finna hér á Fróni.
Annars mun Zidane tjá sig eitthvað í franska sjónvarpinu í kvöld um atvikið milli hans og Materazzi á útslitaleik HM síðasta sunnudag. Veit það er hallærislegt, en ég er samt forvitin að vita hvort þetta er yfirleitt eitthvað merkilegt, eða hvort Materazzi sagði kannski bara við Zidane að hann væri sveittur og sköllóttur, sem hann náttúrulega var á þessum tímapunkti
Er annars að spá í að kíkja í bíó í kvöld með Prinsessuna og Unglinginn. Ætli við förum ekki á menningarverkið mikla “Superman returns”, svona ef ekki verður fullt út úr húsi, því ekkert þykir mér leiðinlegra en að fara í bíó þar sem meginþorri bíógesta eru illa uppalin og gargandi leiðinleg ungmenni sem hvorki kunna að sitja kyrr né hafa halda kjafti meðan þau eru í bíó.
Adios
Sprettur menningarviti farin í sumarfrí
Er nú ekki fokið í flest þegar Íslendingar eru orðnir svo amerískir í hjarta sínu að farið er að bjóða uppá klappstýrunámskeið fyrir krakka (stelpur) á aldrinum 12-16 ára. Til hvers í ósköpunum á að kenna íslenskum stúlkum slíkt. Er það til að litlar stelpur geti nú klætt sig í pínupils og magaboli og hrist sig og skakað á næsta íþróttaviðburði. Hætti nú alveg að snjóa segi ég nú bara. Látum kanann um klappstýruliðin og höldum okkur bara við alvöru íþróttir þar sem litlum stelpum er ekki kennt að klæða sig eins og miniglyðrur fyrir subbukalla að horfa á. Enda eins og fram kemur í “fréttinni” þá eru klappstýrulið tengd skólaliðum en þau er ekki að finna hér á Fróni.
Annars mun Zidane tjá sig eitthvað í franska sjónvarpinu í kvöld um atvikið milli hans og Materazzi á útslitaleik HM síðasta sunnudag. Veit það er hallærislegt, en ég er samt forvitin að vita hvort þetta er yfirleitt eitthvað merkilegt, eða hvort Materazzi sagði kannski bara við Zidane að hann væri sveittur og sköllóttur, sem hann náttúrulega var á þessum tímapunkti
Er annars að spá í að kíkja í bíó í kvöld með Prinsessuna og Unglinginn. Ætli við förum ekki á menningarverkið mikla “Superman returns”, svona ef ekki verður fullt út úr húsi, því ekkert þykir mér leiðinlegra en að fara í bíó þar sem meginþorri bíógesta eru illa uppalin og gargandi leiðinleg ungmenni sem hvorki kunna að sitja kyrr né hafa halda kjafti meðan þau eru í bíó.
Adios
Sprettur menningarviti farin í sumarfrí
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home