Ritstíflan ógurlega.....
Alvarleg ritstífla hefur herjað á Sprett undanfarið og því engar færslur verið settar á þessa annars ægilega skemmtilegu síðu mína.
Æfingar hafa verið fyrir ofan garð og neðan þessa síðustu viku sökum ferðalags Sprettsins og fjölskyldu hans um helgina. Hjólhýsið góða var fyllt af gómsætum landbúnaðarafurðum og öðru góðgæti og var svo lagt af stað austur fyrir fjall, ásamt vinahjónum okkar, þar sem stefnan var tekin á Flúðir. Er þangað var komið var svo smekkfullt að við nenntum nú ekki að troða okkur á milli tjaldvagna þar svo áfram var haldið og tækjum og tólum síðan plantaði í Þjórsárdal. Folinn töfraði þar fram ógurlega hamborgara sem ferðalangar gleyptu í sig með góðri lyst. Börnin sögðust ætla að skreppa í könnunarleiðangur og voru þau þar með horfin og sáust ekki fyrr en rétt eftir miðnættið, alsæl og örþreytt. Eftir morgunmat á laugardeginum var farið í langa göngu og síðan haldið í Þjórsárlaug þar sem hópurinn baðaði sig, bæði í laug og sól. Dýrindiskvöldverður og svo spilað frameftir. Sunnudagurinn var letidagur mikill þar sem við snæddum brunch úti við og sátum svo bara í blíðunni og höfðum það gott fram eftir degi. Komum heim rétt tímanlega til að horfa á leikinn sem fór þó ekki eins og heimilisfólkið hefði kosið, utan Unglingsins sem var ógurlega ánægður með sigur Ítala og dansaði um með bjánabros á vör. Við létum það ekkert á okkur fá þar sem við vissum, og vitum, ósköp vel að þessir dvergvöxnu monthanar áttu sko ekkert skilið að vinna. Zidane hefði átt stilla þeim upp í einfalda röð og taka svo bringuskalla á hvern og einn. Þeir hefðu þá líklegast úað og óað og þurft að fara af velli fyrir aumingjaskap og uppgerðarmeiðsl. Annars er ég ekkert bitur yfir þessum úrslitum sko.
Nú er Folinn farinn í veiðitúr norður í land ásamt nokkrum félögum og fóru þeir með hjólhýsið í eftirdragi seint í gærkveldi. Í lok vikunnar munum við Prinsessan svo leggja land undir fót ásamt fleirum þar sem við hittum Folann og annan úr hópnum á Ólafsfirði og á að ganga í Héðinsfjörðinn um helgina þar sem ætlunin er að tjalda og veiða jafnvel nokkra silunga ef einhverjir eru. Eftir helgina stefnir hópurinn á Ingjaldssand á Vestfjörðum þar sem við ætlum að vera í ca. 2 daga áður en heim verður haldið. Aldrei að vita samt nema við höldum eitthvað áfram ef veður verður gott.
Svo við höldum nú áfram með kynþokkann.....
Orlando Bloom er næstur hjá okkur í þessum Kynþokkaáfanga. Orlando varð heimsfrægur þegar hann lék eitt af aðalhlutverkunum í Lord of the Rings, ásamt Viggo Mortensen og Elijah Wood, sem slógu í gegn um allan heim. Þessi breski leikari hefur síðan leikið í fjölda mynda og ber þar helst að nefna, Kingdom of heaven, Pirates of the Caribean, Troy, aukahlutverk í Black Hawk Down og fleirum. Hann hefur lengi verið orðaður við leikkonuna Kate Bosworth en samband þeirra virðist vera svolítið "on & off", sem er kannski eins gott fyrir hinar stelpurnar . Árið 2002 var hann valinn einn af 25 heitustu stjörnunum undir 25 ára. Einn af heitustu piparsveinum People Magazine árið 2004, og kynþokkafyllsti karlmaðurinn af Empire Magazine 2004. Hann elskar spínat og tala frönsku reiprennandi.
Orlando Bloom:
Dökkur og seiðandi sem augu sem sokkið geta heilu konuförmunum. Fallegt bros sem bræðir hörðustu jaxla og strákur sem allar mömmur vilja að dóttir þeirra komi heim með. Sem sagt, góður strákur en samt kynæsandi. Sjaldgæf blanda en vel heppnuð í þessu eintaki.
Hérna....http://www.imdb.com/gallery/ss/0320661/Ss/0320661/KOH-138R.jpg?path=pgallery&path_key=Bloom,%20Orlando
og hérna....http://images-eu.amazon.com/images/P/383271510X.03.LZZZZZZZ.jpg
og hérna....http://www.itweb.co.za/sections/pictures/pirates_2.jpg
Over & out
Sprettur
Æfingar hafa verið fyrir ofan garð og neðan þessa síðustu viku sökum ferðalags Sprettsins og fjölskyldu hans um helgina. Hjólhýsið góða var fyllt af gómsætum landbúnaðarafurðum og öðru góðgæti og var svo lagt af stað austur fyrir fjall, ásamt vinahjónum okkar, þar sem stefnan var tekin á Flúðir. Er þangað var komið var svo smekkfullt að við nenntum nú ekki að troða okkur á milli tjaldvagna þar svo áfram var haldið og tækjum og tólum síðan plantaði í Þjórsárdal. Folinn töfraði þar fram ógurlega hamborgara sem ferðalangar gleyptu í sig með góðri lyst. Börnin sögðust ætla að skreppa í könnunarleiðangur og voru þau þar með horfin og sáust ekki fyrr en rétt eftir miðnættið, alsæl og örþreytt. Eftir morgunmat á laugardeginum var farið í langa göngu og síðan haldið í Þjórsárlaug þar sem hópurinn baðaði sig, bæði í laug og sól. Dýrindiskvöldverður og svo spilað frameftir. Sunnudagurinn var letidagur mikill þar sem við snæddum brunch úti við og sátum svo bara í blíðunni og höfðum það gott fram eftir degi. Komum heim rétt tímanlega til að horfa á leikinn sem fór þó ekki eins og heimilisfólkið hefði kosið, utan Unglingsins sem var ógurlega ánægður með sigur Ítala og dansaði um með bjánabros á vör. Við létum það ekkert á okkur fá þar sem við vissum, og vitum, ósköp vel að þessir dvergvöxnu monthanar áttu sko ekkert skilið að vinna. Zidane hefði átt stilla þeim upp í einfalda röð og taka svo bringuskalla á hvern og einn. Þeir hefðu þá líklegast úað og óað og þurft að fara af velli fyrir aumingjaskap og uppgerðarmeiðsl. Annars er ég ekkert bitur yfir þessum úrslitum sko.
Nú er Folinn farinn í veiðitúr norður í land ásamt nokkrum félögum og fóru þeir með hjólhýsið í eftirdragi seint í gærkveldi. Í lok vikunnar munum við Prinsessan svo leggja land undir fót ásamt fleirum þar sem við hittum Folann og annan úr hópnum á Ólafsfirði og á að ganga í Héðinsfjörðinn um helgina þar sem ætlunin er að tjalda og veiða jafnvel nokkra silunga ef einhverjir eru. Eftir helgina stefnir hópurinn á Ingjaldssand á Vestfjörðum þar sem við ætlum að vera í ca. 2 daga áður en heim verður haldið. Aldrei að vita samt nema við höldum eitthvað áfram ef veður verður gott.
Svo við höldum nú áfram með kynþokkann.....
Orlando Bloom er næstur hjá okkur í þessum Kynþokkaáfanga. Orlando varð heimsfrægur þegar hann lék eitt af aðalhlutverkunum í Lord of the Rings, ásamt Viggo Mortensen og Elijah Wood, sem slógu í gegn um allan heim. Þessi breski leikari hefur síðan leikið í fjölda mynda og ber þar helst að nefna, Kingdom of heaven, Pirates of the Caribean, Troy, aukahlutverk í Black Hawk Down og fleirum. Hann hefur lengi verið orðaður við leikkonuna Kate Bosworth en samband þeirra virðist vera svolítið "on & off", sem er kannski eins gott fyrir hinar stelpurnar . Árið 2002 var hann valinn einn af 25 heitustu stjörnunum undir 25 ára. Einn af heitustu piparsveinum People Magazine árið 2004, og kynþokkafyllsti karlmaðurinn af Empire Magazine 2004. Hann elskar spínat og tala frönsku reiprennandi.
Orlando Bloom:
Dökkur og seiðandi sem augu sem sokkið geta heilu konuförmunum. Fallegt bros sem bræðir hörðustu jaxla og strákur sem allar mömmur vilja að dóttir þeirra komi heim með. Sem sagt, góður strákur en samt kynæsandi. Sjaldgæf blanda en vel heppnuð í þessu eintaki.
Hérna....http://www.imdb.com/gallery/ss/0320661/Ss/0320661/KOH-138R.jpg?path=pgallery&path_key=Bloom,%20Orlando
og hérna....http://images-eu.amazon.com/images/P/383271510X.03.LZZZZZZZ.jpg
og hérna....http://www.itweb.co.za/sections/pictures/pirates_2.jpg
Over & out
Sprettur
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home