After all, tomorrow is another day!

föstudagur

Komin aftur

Jæja þá börnin mín stór og smá, þá er maður bara mættur á klakann aftur og klár í bloggið. París var frábær í alla staði og í rauninni ekkert meira um það að segja þar sem við vorum afskaplega mikið á röltinu í góða veðrinu (var reyndar rosalega kalt 3 dagana af þessum 6) þar sem sól og logn var mestallan tímann. Við misstum að minnsta kosti af rigningunni sem Systir og Oddurinn fengu á sig daginn áður en við komum. Vorum með þeim yfir helgina og svo þegar þau fóru á mánudagsmorgun vorum við tvö eftir þar til við komum svo heim á miðvikudagsnótt. En semsagt var mest verið að rölta og skoða mannlífið, kíktum á markaði, fórum í latínuhverfið og gyðingahverfið, versluðum smávegis, borðuðum góðan mat og svo fórum við í túristagírinn einn dag þar sem við fórum í Eiffelturninn, Notre Dame osfrv. Ferðinn dásamleg í alla staði. EN…..þegar við síðan ætluðum nú að tía okkur heim til Íslands komu upp hin ýmsu vandamál. Við mættum á Charles De Gaulle flugvöllinn rétt rúmum klukkutíma fyrir brottför eins og til er ætlast. Þá var búið að loka hæðinni þar sem Icelandair var að tékka inn sína farþega. Við skrolluðumst þarna um og reyndum að fá upplýsingar frá einhverjum, sem gekk frekar erfiðlega þar til ég hóaði í einn lögregluþjóninn sem var þarna á röltinu og fékk þá uppgefið að það léki grunur á að um sprengju væri að ræða og því væri búið að loka hæðinni. OK fine, allir aðrir Íslendingar sem áttu að vera um borð í þessari vél virtust hafa ákveðið að mæta brjálæðislega snemma og voru því búnir að tékka sig inn og við gátum ekki betur séð en að við værum einu strandaglóparnir, a.m.k. íslenskir. Tíminn leið og við frekari eftirgrennslan þá kom í ljós að fluginu yrði ekki frestað og við biðum því eftir að okkur yrði hleypt niður. Þegar bunkinn af lögregluþjónum kom svo askvaðandi og fólk var beðið um að fara lengra í burtu þá sáum við að líklega yrði ekki hleypt á neðri hæðinna í bráð. Hringdum því í Icelandair og þeir komu af fjöllum, höfðu ekkert heyrt af sprengjuhótun en báðu okkur að hafa samband við þjónustuborð SAS sem myndi aðstoða okkur. Á þeim tímapunkti voru ca. 20 mínútur í brottför. Kona hjá SAS tók afskaplega vel á móti okkur og eftir nokkrar mínútur var ljóst að vélin færi án okkar. Tók hún þá til við að finna önnur úrræði fyrir okkur og að lokum bauð Icelandair okkur tvo kosti. Sá fyrri var að fljúga til London með Air France eftir rúman klukkutíma, bíða á Heathrow í tæpa sex tíma og fljúga þá með Icelandair þaðan til Íslands og vera komin heim um hálfeittleytið e. miðnætti. Sá seinni var að vera áfram í París í tvo daga til viðbótar og taka þá beint flug heim með Icelandair á föstudeginum, s.s. í dag. Auðvitað vildum við bara drífa okkur heim og tókum því fyrri kostinn þrátt fyrir alla þá bið sem við áttum fyrir höndum í London. Ónei, ekki svona auðvelt mín kæra…..ef þið takið þann kostinn þá þurfið þið að borga 80 EUR á mann. Ástæðan sem Icelandair gefur upp er sú að það hefði ekki verið þeim að kenna að við hefðum ekki komist með vélinni og því þyrftum við að borga. Ef við hefðum valið seinni kostinn hefðum við ekki þurft að borga aukalega en að sjálfsögðu hefði hótelkostnaðurinn orðið miklu meiri svo við greiddum með semingi þessar 160 EUR og mun ég nú herja allsvakalega á flugfélagið og ekki gefast upp fyrr en í fulla hnefana með þessa greiðslu. Okkur finnst þetta fáránleg svör, þ.e. að við þurfum að borga af því þetta var ekki þeim að kenna…..Þegar við lentum á Heathrow sáum við að það tæki því ekki að fara inn í London þar sem sú ferð tæki sjálfsagt rúman klukkutíma báðar leiðir, kostaði morðfjár og þegar upp væri staðið gætum við kannski eytt 2-3 tímum þar. Þannig að við fengum okkur að borða og röltum aðeins um. Bjargaði þessu algjörlega að vera með passa í Executive Lounge þar sem við gátum chillað og glápt á sjónvarpið þar til við fórum. En mikið helvíti er leiðinlegt að bíða svona á vellinum. Þetta var sjálfsagt ágætisæfing fyrir Nýja Sjálands ferðina í desember þar sem sú ferð tekur að minnsta kosti rúman sólarhring EF MAÐUR ER HEPPIN og þarf ekki að bíða mikið á völlunum. En, nú er bara að búa sig undir ferðina til Köben í næsta mánuði...það verður reyndar mjög stutt stopp, bara tveir dagar svo við slöppum bara af og fáum okkur kannski hjól ef veðrið er gott. Mæli reyndar með því við alla sem fara til Köben að fá sér hjól þar sem hægt er að leigja þau fyrir kúk og kanil hingað og þangað um borgina og alveg ótrúlega gaman að skottast þar um á hjóli, smá tilbreyting frá hinu eilífa rölti J

Anyways, life goes on og hefst með æfingu í Spönginni í dag þar sem ég ætla bara að taka langt og gott cardio og kannski smá magaæfingar. Prinsessan í kröfubolta og svo er planið að bjóða Stóru stelpunni og Tengdadótturinni í mexíkóska súpu í kvöld. Stefnan verður svo líklega tekin á híbýli tengdaforeldra minna þar sem við ætlum að kíkja í smákaffi til þeirra sem endar sjálfsagt með Idolpartýi hjá þeim gömlu J.

Spretturinn kveður

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home