Miðvika...again
Jæja góðir hálsar, þá er þriðja tíma lokið á námskeiðinu góða í HR. Í dag var farið í lögskýringarfræði og helstu lögskýringargögn íslensks réttar, og aðeins farið yfir þjóðarrétt. Skemmtilegur tími í alla staði og kennarinn mjög fínn náungi. Í síðasta tíma var farið í réttarheimildarfræði, helstu réttarheimildir íslensks réttar. Mjög góður tími það. Einn tími eftir sem við ætlum að lengja aðeins til að geta farið yfir Evrópu- og EES rétt. Ég er orðin einstaklega áhugasöm og er að kanna möguleikann á að sitja einn kúrs í sifja- og erfðarétti í HR. Finnst ágætt að byrja á því, ekki mjög fræðilegt en örugglega áhugavert.
Meðan Prinsessan og litli G-strengurinn æfðu fyrir leiksýningu stökk ég á snögga æfingu í Laugum og mættum við Folinn síðan spræk á sýninguna og Skotta litla með okkur þar sem ég hafði sótt hana á leikskólann vegan námskeiðabrölts móður hennar. Að lokinni sýningu var haldið í saltkjöt og læti hjá Systir þar sem flest(allir) átu sig pakkasadda af veigunum. Unglingurinn varð eftir og gisti hjá frænku sinni þar sem hún þurfti að vakna eldsnemma til að sækja Oddinn á flugvöllinn, en hann var að koma úr tveggja vikna ferð frá Florida þar sem hann hafði verið að sinna lífsins mestu lystisemdum, eða spila golf eins og sumir myndu segja J. Rólegt kvöld hjá okkur hjónum, Prinsessan fékk að horfa á dvd í smástund þar sem frí var í skólanum á morgun (í dag). Fór hún síðan með vinkonu sinni og mömmu vinkonunnar í Smáralindina þar sem þær betluðu að mikilli lyst og uppskáru eftir því. Hún er því með falin fjársjóð í læstri kistu í herberginu sínu þar sem birgðir næstu nammidaga eru vel geymdir, var nú samt aðeins smakkað á góðgætinu svona í tilefni dagsins. Var reyndar alveg agalega hneyksluð þegar hún sagði mér frá þeirri staðreynd að sumir krakkar virtust halda að þeir ættu að gleypa allt slikkeríið í sig á öskudaginn sjálfan….fannst þetta frekar vitlaus börn.
Jæja, það er best að fara að henda sér í Spöngina og taka á fótleggjunum þar til ískrar í. Í kvöld er hittingur hjá helstu gyðjum höfuðborgarsvæðisins og mun þar sjálfsagt mikið verða skrafað og slúðrað um þær sem ekki sjá sér fært að mæta. Folinn í körfuboltann svo amma verður líklegast plötuð til að sitja hjá Prinsessunni á meðan.
Spretturinn með sól í hjarta og heiðskíran himinn
Meðan Prinsessan og litli G-strengurinn æfðu fyrir leiksýningu stökk ég á snögga æfingu í Laugum og mættum við Folinn síðan spræk á sýninguna og Skotta litla með okkur þar sem ég hafði sótt hana á leikskólann vegan námskeiðabrölts móður hennar. Að lokinni sýningu var haldið í saltkjöt og læti hjá Systir þar sem flest(allir) átu sig pakkasadda af veigunum. Unglingurinn varð eftir og gisti hjá frænku sinni þar sem hún þurfti að vakna eldsnemma til að sækja Oddinn á flugvöllinn, en hann var að koma úr tveggja vikna ferð frá Florida þar sem hann hafði verið að sinna lífsins mestu lystisemdum, eða spila golf eins og sumir myndu segja J. Rólegt kvöld hjá okkur hjónum, Prinsessan fékk að horfa á dvd í smástund þar sem frí var í skólanum á morgun (í dag). Fór hún síðan með vinkonu sinni og mömmu vinkonunnar í Smáralindina þar sem þær betluðu að mikilli lyst og uppskáru eftir því. Hún er því með falin fjársjóð í læstri kistu í herberginu sínu þar sem birgðir næstu nammidaga eru vel geymdir, var nú samt aðeins smakkað á góðgætinu svona í tilefni dagsins. Var reyndar alveg agalega hneyksluð þegar hún sagði mér frá þeirri staðreynd að sumir krakkar virtust halda að þeir ættu að gleypa allt slikkeríið í sig á öskudaginn sjálfan….fannst þetta frekar vitlaus börn.
Jæja, það er best að fara að henda sér í Spöngina og taka á fótleggjunum þar til ískrar í. Í kvöld er hittingur hjá helstu gyðjum höfuðborgarsvæðisins og mun þar sjálfsagt mikið verða skrafað og slúðrað um þær sem ekki sjá sér fært að mæta. Folinn í körfuboltann svo amma verður líklegast plötuð til að sitja hjá Prinsessunni á meðan.
Spretturinn með sól í hjarta og heiðskíran himinn
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home