Sitt lítið af hverju
Á mbl.is í dag segir leikarinn Macauley Culkin (Home alone) að leikaraferli hans sé lokið, enginn vilji ráða hann. Ég verð að segja að mér þykir maðurinn einstaklega tregur að átta sig á því þar sem hann virðist lítið sem ekkert leikið síðan Home alone myndirnar slógu í gegn fyrir mörgum árum. Mér fannst hann ógurlega mikið krútt í þeim myndum en hann hefur lítið breyst í útliti, virðist bara hafa stækkað en andlitið ekkert breyst. Ég geri mér grein fyrir því að við erum flest ekkert endilega gjörbreytt frá því við vorum börn og hægt að sjá sama svipinn, en það sem mér fannst svo ægilega sætt og indælt við hann þegar hann var barn finnst mér bara hálfcreepy svipur á honum núna sem fullorðnum manni. Svo finnst mér engin sérstök meðmæli að vera góður vinur Michael Jackson. En það er nú aldeilis gott að greyið hafi nú á endanum áttað sig á þessu öllu saman þó svo það hafi nú tekið hann 16 ár.
En yfir í allt annað....ég tók cardioæfingu í Spönginni í gær og fór þaðan vel sveitt eftir áreynsluna. Þá tók við bekkjarkvöld hjá Prinsessunni þar sem krakkarnir endurtóku atriði sem þau voru með á árshátíð bekkjarins. Stóðu sig afskaplega vel og Prinsessan alveg að meika það í aðalhlutverki sem Gedda gulrót í Ávaxtakörfunni. Pantaðar pizzur að því loknu og allir héldu heim klukkan átta. Ég fríkaði út í fataskáp okkar Folans og reif og tætti út flíkur sem hafa runnið sitt skeið, í bili að minnsta kosti. Nennti nú ekki að taka allan skápinn í gegn í gærkveldi svo ”there´s more to come” þegar ég missi mig í restinni, sem og fatahirslu Prinsessunnar. Er nú samt nýbúin að grisja til hjá þessari elsku, en hún stækkar bara svo ört þannig að maður hefur varla við. Er jafnstór Prakkaranum sem er rúmlega ári eldri og vantar örfáa sentimetra upp á að vera jafnstór og Fimleikadrottningin sem er þremur árum eldri. Þau eru reyndar bæði í lægri kantinum miðað við jafnaldra..but still.......Það verður þá bara skemmtilegt að sjoppa aðeins á trítluna í París.
Systir og Oddurinn flugu til Parísar snemma í morgun og fengu skýr fyrirmæli frá mér sjálfri og Folanum að klára allt sem væri leiðinlegt áður en við kæmum á föstudaginn. Finnst eins og þau hafi bara haldið að þetta væri eitthvað grín . Annars er ég búin að fá margar og góðar leiðbeiningar um allt sem er gott og skemmtilegt í París, sem er þónokkuð mikið, þar sem tveir lögmenn sem ég vinn með hafa mikið verið í París, annar bjó þar í nokkur ár og hin sem er reyndar frá Belgíu en hefur mikið verið í París. Mér finnst alltaf gott að vera með smávegis í farteskinu þegar ég ferðast til útlanda og ég er minnst hrifin af þessu týpíska túristadæmi, Langar að fara og kíkja á Eiffelturninn en ekkert sérstaklega spennt fyrir að fara upp. Sama gildir um Louvre safnið, ég er bara svo afskaplega laus við að vera svona menningarlega sinnuð að ég efast um að ég fari lengra en bara fyrir utan safnið, svona rétt til að sjá þetta. Ég ætla að þvælast um Mýrina, fara á stóra flóamarkaðinn í 10 hverfi og rölta um hverfið þar sem Rauða Myllan er og kannski versla pínulítið, og síðast en ekki síst ætla ég að borða endalaust af góðum mat alla dagana. Held ég verði samt að framlengja til að geta borðað á öllum þessu góðu stöðum. Einn ”túrista” ætlum við systur samt að taka með strákana okkar, en hún ætlar að panta fyrir okkur siglingu með dinner niður Signu og á eitthvað show. Best ég pakki niður í kvöld því Prinsessan fer til ömmu og afa annaðkvöld og þá kannski kíkjum við Folinn bara í bíó áður en við höldum út í heim .
Körfubolti hjá Prinsessunni og efrikroppsæfing hjá mér í Spönginni. Ætla að elda fajitas í kvöld handa familíen og húsmóðirin mikla brýst út og mun baka tortilla brauðið sjálf frá grunni....jú jú, hef sagt það áður og segi aftur....maður er ekki bara kynþokkafullt glæsikvendi, ónei .
Sprettur heimsborgari
En yfir í allt annað....ég tók cardioæfingu í Spönginni í gær og fór þaðan vel sveitt eftir áreynsluna. Þá tók við bekkjarkvöld hjá Prinsessunni þar sem krakkarnir endurtóku atriði sem þau voru með á árshátíð bekkjarins. Stóðu sig afskaplega vel og Prinsessan alveg að meika það í aðalhlutverki sem Gedda gulrót í Ávaxtakörfunni. Pantaðar pizzur að því loknu og allir héldu heim klukkan átta. Ég fríkaði út í fataskáp okkar Folans og reif og tætti út flíkur sem hafa runnið sitt skeið, í bili að minnsta kosti. Nennti nú ekki að taka allan skápinn í gegn í gærkveldi svo ”there´s more to come” þegar ég missi mig í restinni, sem og fatahirslu Prinsessunnar. Er nú samt nýbúin að grisja til hjá þessari elsku, en hún stækkar bara svo ört þannig að maður hefur varla við. Er jafnstór Prakkaranum sem er rúmlega ári eldri og vantar örfáa sentimetra upp á að vera jafnstór og Fimleikadrottningin sem er þremur árum eldri. Þau eru reyndar bæði í lægri kantinum miðað við jafnaldra..but still.......Það verður þá bara skemmtilegt að sjoppa aðeins á trítluna í París.
Systir og Oddurinn flugu til Parísar snemma í morgun og fengu skýr fyrirmæli frá mér sjálfri og Folanum að klára allt sem væri leiðinlegt áður en við kæmum á föstudaginn. Finnst eins og þau hafi bara haldið að þetta væri eitthvað grín . Annars er ég búin að fá margar og góðar leiðbeiningar um allt sem er gott og skemmtilegt í París, sem er þónokkuð mikið, þar sem tveir lögmenn sem ég vinn með hafa mikið verið í París, annar bjó þar í nokkur ár og hin sem er reyndar frá Belgíu en hefur mikið verið í París. Mér finnst alltaf gott að vera með smávegis í farteskinu þegar ég ferðast til útlanda og ég er minnst hrifin af þessu týpíska túristadæmi, Langar að fara og kíkja á Eiffelturninn en ekkert sérstaklega spennt fyrir að fara upp. Sama gildir um Louvre safnið, ég er bara svo afskaplega laus við að vera svona menningarlega sinnuð að ég efast um að ég fari lengra en bara fyrir utan safnið, svona rétt til að sjá þetta. Ég ætla að þvælast um Mýrina, fara á stóra flóamarkaðinn í 10 hverfi og rölta um hverfið þar sem Rauða Myllan er og kannski versla pínulítið, og síðast en ekki síst ætla ég að borða endalaust af góðum mat alla dagana. Held ég verði samt að framlengja til að geta borðað á öllum þessu góðu stöðum. Einn ”túrista” ætlum við systur samt að taka með strákana okkar, en hún ætlar að panta fyrir okkur siglingu með dinner niður Signu og á eitthvað show. Best ég pakki niður í kvöld því Prinsessan fer til ömmu og afa annaðkvöld og þá kannski kíkjum við Folinn bara í bíó áður en við höldum út í heim .
Körfubolti hjá Prinsessunni og efrikroppsæfing hjá mér í Spönginni. Ætla að elda fajitas í kvöld handa familíen og húsmóðirin mikla brýst út og mun baka tortilla brauðið sjálf frá grunni....jú jú, hef sagt það áður og segi aftur....maður er ekki bara kynþokkafullt glæsikvendi, ónei .
Sprettur heimsborgari
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home