I´m alive
Andið rólega kæru aðdáendur því ykkar einlæg er enn á lífi þó blogglífið hafi verið hálfdapurt undanfarna daga. Ég er búin að vera svo ægilega bissí að það hefur bara ekki gefist tími til að reifa daglegt líf. Nenni nú samt ekki að rita atburði síðustu daga í heild sinni.
Folinn átti afmæli í gær og af því tilefni buðum við stórfjölskyldunni í mat á sunnudagskvöldið þar sem boðið var upp á dýrindiskjúklingarétt og svo ísostatertu í desert. Prinsessan og Stóra stelpan höfðu líka bakað gulrótarköku sem við leyfðum fólkinu að njóta as well.
Fimmtudegi og föstudegi í síðustu viku, sem og fyrripart gærdagsins, eyddi ég við vinnu úti í bæ þar sem tími var komin á að leyfa fleirum að njóta samveru með mér. Fékk þar vinnuaðstöðu á skrifstofu með tveimur eðaldrengjum sem voru ósköpu viðkunnalegir og fínir, sjálfsagt aldrei verið með annan eins feng sem mig svona up close. Enda varð þeim lítið úr verki þessa daga og yfirmenn þeirra sjálfsagt dauðfegnir að vera lausir við mig svo starfssemi geti hafist að nýju í fyrirtækinu.
Folinn og Unglingurinn fóru í paintball á föstudagskvöldið með fjölda fólks úr Heimsklassanum, ég var ómögulega að nenna svo ég sat heima með Prinsessuna og við horfðum á Idolið. Vorum ekki alveg sáttar við úrslitin en svona er þetta bara. Helgin var nokkuð róleg fyrir utan matarboðið á sunnudaginn. Prinsessan byrjaði í Enskuskólanum á laugardagsmorguninn og renndi ég mér á æfingu í Laugum á meðan þar sem tekið var allharkalega á því og eru harðsperrurnar að líða úr fótleggjunum í dag. Tók svo cardio og nokkrar magaæfingar á sunnudaginn í Spönginni.
Í gær var brjálaður dagur í vinnunni og var ég ekki komin heim fyrr en kl. fimm sem mér þótti frekar seint þar sem ég er vanalega til fjögur. Prinsessan beið þar eftir mér og við skutluðumst í Laugar þar sem ég tók æfingu og hún skottaðist með pabba sínum þar til þau síðan fóru heim aftur. Handleggirnir titruðu nokkuð mikið að lokinni æfingunni og hefði mér verið boðin greiðsla fyrir að setja á mig maskara stóráfallalaust hefði ég sjálfsagt þurft að afþakka það.
Jæja, nú eru bara þrír dagar í París hjá okkur hjónum svo nú er komin tími til að fara að verða svolítið spennt.....hef alveg verið laus við tilhlökkun og spenning sem er alveg nýtt fyrir mér. Ég ákvað að skrifa það alfarið á þroska og innri ró sem ég hef greinilega þróað með mér sjálfri mér alveg að óvörum. Annars lítur út fyrir að árið verið ferðalagaár hjá okkur hjónum. París á föstudaginn, Kaupmannahöfn í lok Apríl, stefnt á Amsterdam með vinahjónum í september og að lokum Nýja Sjáland í 3-4 vikur um jólin með krakkana. Engar utanlandsferðir planaðar í sumarfríinu, gönguferð í Héðinsfjörðinn, með tvennum vinahjónum og börnum, nú fer hver að verða síðastur að fara þangað í ómengaða náttúruna. Ég skil afskaplega vel afstöðu Siglfirðinga til þessara ganga þar sem ég er nú einu sinni fædd og uppalinn í þeirri eðalborg, EN...mér finnst alveg fáránlegt að það eigi að drekkja öllum þessum peningum í slíkt mannvirki sem aldrei kemur til með að borga sig. En það er bara mín skoðun :/
Í dag æfing í Spönginni þar sem Unglingurinn ætlar að skrollast með móður sinni í smá cardio æfingum og tilheyrandi. Honum veitir nú ekki af því að fara að hreyfa sig þessari elsku, Skóli, vinna, sofa, sjónvarp og borða......vantar alveg hreyfinu þarna inní þetta prógramm hjá honum svo nú ætla ég að reyna að koma honum í gírinn. Take Away dagur í dag og mig dauðlangar að ná í eitthvað gott á Austurlandahraðlestina en nenni varla að fara úr Grafarvoginum niður í bæ til að sækja mat....get þá alveg eins eldað hann sjálf þar sem það tæki sjálfsagt svipaðan tíma
Spretturinn út
Folinn átti afmæli í gær og af því tilefni buðum við stórfjölskyldunni í mat á sunnudagskvöldið þar sem boðið var upp á dýrindiskjúklingarétt og svo ísostatertu í desert. Prinsessan og Stóra stelpan höfðu líka bakað gulrótarköku sem við leyfðum fólkinu að njóta as well.
Fimmtudegi og föstudegi í síðustu viku, sem og fyrripart gærdagsins, eyddi ég við vinnu úti í bæ þar sem tími var komin á að leyfa fleirum að njóta samveru með mér. Fékk þar vinnuaðstöðu á skrifstofu með tveimur eðaldrengjum sem voru ósköpu viðkunnalegir og fínir, sjálfsagt aldrei verið með annan eins feng sem mig svona up close. Enda varð þeim lítið úr verki þessa daga og yfirmenn þeirra sjálfsagt dauðfegnir að vera lausir við mig svo starfssemi geti hafist að nýju í fyrirtækinu.
Folinn og Unglingurinn fóru í paintball á föstudagskvöldið með fjölda fólks úr Heimsklassanum, ég var ómögulega að nenna svo ég sat heima með Prinsessuna og við horfðum á Idolið. Vorum ekki alveg sáttar við úrslitin en svona er þetta bara. Helgin var nokkuð róleg fyrir utan matarboðið á sunnudaginn. Prinsessan byrjaði í Enskuskólanum á laugardagsmorguninn og renndi ég mér á æfingu í Laugum á meðan þar sem tekið var allharkalega á því og eru harðsperrurnar að líða úr fótleggjunum í dag. Tók svo cardio og nokkrar magaæfingar á sunnudaginn í Spönginni.
Í gær var brjálaður dagur í vinnunni og var ég ekki komin heim fyrr en kl. fimm sem mér þótti frekar seint þar sem ég er vanalega til fjögur. Prinsessan beið þar eftir mér og við skutluðumst í Laugar þar sem ég tók æfingu og hún skottaðist með pabba sínum þar til þau síðan fóru heim aftur. Handleggirnir titruðu nokkuð mikið að lokinni æfingunni og hefði mér verið boðin greiðsla fyrir að setja á mig maskara stóráfallalaust hefði ég sjálfsagt þurft að afþakka það.
Jæja, nú eru bara þrír dagar í París hjá okkur hjónum svo nú er komin tími til að fara að verða svolítið spennt.....hef alveg verið laus við tilhlökkun og spenning sem er alveg nýtt fyrir mér. Ég ákvað að skrifa það alfarið á þroska og innri ró sem ég hef greinilega þróað með mér sjálfri mér alveg að óvörum. Annars lítur út fyrir að árið verið ferðalagaár hjá okkur hjónum. París á föstudaginn, Kaupmannahöfn í lok Apríl, stefnt á Amsterdam með vinahjónum í september og að lokum Nýja Sjáland í 3-4 vikur um jólin með krakkana. Engar utanlandsferðir planaðar í sumarfríinu, gönguferð í Héðinsfjörðinn, með tvennum vinahjónum og börnum, nú fer hver að verða síðastur að fara þangað í ómengaða náttúruna. Ég skil afskaplega vel afstöðu Siglfirðinga til þessara ganga þar sem ég er nú einu sinni fædd og uppalinn í þeirri eðalborg, EN...mér finnst alveg fáránlegt að það eigi að drekkja öllum þessum peningum í slíkt mannvirki sem aldrei kemur til með að borga sig. En það er bara mín skoðun :/
Í dag æfing í Spönginni þar sem Unglingurinn ætlar að skrollast með móður sinni í smá cardio æfingum og tilheyrandi. Honum veitir nú ekki af því að fara að hreyfa sig þessari elsku, Skóli, vinna, sofa, sjónvarp og borða......vantar alveg hreyfinu þarna inní þetta prógramm hjá honum svo nú ætla ég að reyna að koma honum í gírinn. Take Away dagur í dag og mig dauðlangar að ná í eitthvað gott á Austurlandahraðlestina en nenni varla að fara úr Grafarvoginum niður í bæ til að sækja mat....get þá alveg eins eldað hann sjálf þar sem það tæki sjálfsagt svipaðan tíma
Spretturinn út
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home