After all, tomorrow is another day!

þriðjudagur

Þriðjudagurinn

Mamma, ég elska þig rosalega mikið, sko meira en allt fólkið og öll orðin og allt leður og úr og hálsmen og allt svoleiðis og meira en allir bílar og dót og rúm og svo í kringum allar pláneturnar og svo er ekki til svoleiðis orð ég elska þig svo mikið......með þessum orðum bauð Prinsessan góða nótt í gærkveldi. Maður getur nú ekki annað en verið glaður með alla þessa ást sem borin er til manns .
Spretturinn hjólaði til vinnu í dag og mun því fara sömu leið heim að loknum vinnudegi. Skilst að Prinsessan ætli að horfa á fótboltaleik í Egilshöllinni seinnipartinn svo það er aldrei að vita nema maður skelli sér á eina stutta í Spönginni líka til að lyfta nokkrum lóðum. Maður verður að vera bikiníhæfur fyrir laugarnar í sumar. Annars þarf ég ekkert mikið að hafa fyrir því þar sem ég er ógurlega heit og flott bara frá náttúrunnar hendi. Enda er mottóið að vera fit for life, þó svo sumir virðast hafa farið eitthvað stafavillt og stefna á að vera fAt for life.......Muahahahahh...ég er svo óstjórnlega fyndin að ég bara skil það varla sjálf.

Helgin var nú aldeilis annasöm þar sem ég byrjaði á æfingu í Spönginni á laugardagsmorguninn og um hádegið lögðum við Folinn upp í óvissuferð með vinnufélögum mínum og þeirra mökum. Farið var að Indriðastöðum í Borgarfirði þar sem liðinu var skipt í hópa og var okkur falið að leysa hinar ýmsu þrautir. Setja upp tjaldbúðir, elda okkur á hlóðum, skera út í tré, útbúa fána, axarkast, bogfimi, hraðaþraut, klifur og ég veit ekki hvað. Þetta var heljar prógramm allan daginn sem endaði með stórsteik í hlöðunni og tjútti á eftir. Við lentum í Fannafoldinni um hálftvöleytið eftir þennan langa en góða dag.

Alveg þykir mér merkilegt hvað fjölmiðlar fjalla um mál Eyþórs Arnalds sem var gripinn af lögreglunni eftir að hafa keyrt sauðdrukkinn og náð að strauja einn ljósastaur á rennireið sinni, þar sem hann síðan flúði af vettvangi í von um að enginn hefði tekið eftir og hann því sloppinn. Síðan sendir hann frá sér yfirlýsingu þar sem hann iðrast sáran, slíkt hafi aldrei hent hann áður og nú ætli hann í meðferð...blablabla....hann iðraðst jafnmikið og þjófur sem er gripinn með kúbeinið í annarri og kominn hálfur inn um gluggann. Ekki má gleyma því að það var heppni að þetta var þó bara ljósastaur í þetta skiptið.

En ég læt þessa áríðandi tilkynningu frá sjálfstæðismönnum í Tuborg (áður Árborg) fylgja!!!

Eins og flestir, ef ekki allir, íbúar Tuborgar vita þá hefur eitt af stóru baráttumálum Sjálfstæðisflokksins í Tuborg fyrir bæjarstjórnarkosningarnar í ár verið áhersla á að Hellisheiðin verði full-upplýst á næsta kjörtímabili... Þetta baráttumál er ekki lengur á stefnuskrá flokksins þar sem komið hefur í ljós að ljósastaurar geta bara hreinlega verið fyrir!!

Sprettur fyndni

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home