Vor í lofti
Hjólaði í vinnuna í morgun sem var afskaplega frískandi og gott. Legg af stað úr Fannafoldinni kl. 7:00 og er komin í Efstaleitið ca. 7:25, að minnsta kosti svona í byrjun sumars þegar maður er að komast í hjólagírinn svona úti undir beru lofti. Stefni á að taka þetta á 20 mínútum þegar fram líða stundir. Má heldur ekki vera styttra því þá tæki því varla að hjóla þetta. Kemur alltaf jafnmikið á óvart hvað þetta er ægilega ólíkt því að hjóla í Klassanum, alveg eins og að hlaupa á bretti eða úti er gjörólíkt og persónulega finnst mér ægilega leiðinlegt að hlaupa úti. Legg af stað í þvílíka hlaupagírnum og svo eftir nokkrar mínútur þá einhvern veginn veit ég ekkert hvert ég á að hlaupa, mér er farið að leiðast alveg óskaplega og er bara ekkert vön að fá kalt loft í lungun þegar ég hleyp. Svona er Ísland í dag J. Folinn hjólar stundum í Klassann á morgnana og er þá yfirleitt í keppni við sjálfan sig, þ.e að bæta tímann frá því síðast. Hans besti tími hingað til úr Fannafoldinni niður í World Class er tæplega korter. Ég væri dauð þrisvar sinnum ef ég ætlaði að reyna það en hann er svosem í betra formi en ég svo maður verður bara að sætta sig við að vera second best ;).
Prinsessan er að fara á hestbak með vinkonu sinni í dag svo kannski maður verði bara ógurlega duglegur og hjóli heim í ”hinn” æfingagallann og taki aðeins á því í Spönginni líka. Annars fer ég nú ekki oft á æfingu þá daga sem ég hjóla í og úr vinnu, finnst það einhvernveginn ágætisæfing en þó er undantekning á reglunni.
Í kvöld ætla nokkrar skvísur af vinnustað mínum að skella sér í bíó, þar á meðal ég. Planið er að sjá Failure to launch með Sarah Jessica Parker og Matthew McConaughey. Myndin fær að vísu ekkert sérstaka dóma en okkur er alveg sama…..MM fer úr að ofan og það er nóg til að tæla túttur eins og okkur í bíó.
Á mbl. í dag er sagt frá konu sem krefst skaðabóta fyrir að hafa verið flengd á vinnustað sínum. Þetta var víst hluti af því að hún tapaði samkeppni sem haldin var meðal söluhópa til að auka sölu fyrirtækisins. Átti að refsa þeim sem töpuðu á ýmsan hátt, t.d. með flengingum, þeir látnir ganga með bleyju og ýmislegt annað huggulegt. Ég skil konugreyið alveg að vera ekkert sérstaklega sátt við þetta, en að hafa látið það viðgangast að vera flengd í fyrsta stað og heimta síðan skaðabætur fyrir niðurlæginguna, þann hluta átta ég mig ekki alveg á. En þetta var auðvitað í Bandaríkjunum svo það þarf kannski ekkert frekari skýringa við. Fólk sem kýs George W. Bush sem forseta landsins...aftur...hlýtur að sakna einhverra heilasella og það brýst út í allskyns vitleysisgangi eins og hér að ofan. Íslendingar ættu kannski að taka upp slíka refsingu í dómskerfinu, þeir sem lemja, nauðga og stela fá þá bara rassskell í staðinn fyrir þessa 2 daga skilorðsbundið sem virðist vera venjan.
Önnur góð frétt er á þann veg að Páfagarður sé að láta rannsaka smokka og hvort leggja eigi blessun sína yfir notkun þeirra hjá kaþólskum hjónum þegar annað er smitað af HIV veirunni. Talsmenn Páfagarðs kenna að besta vörnin gegn HIV sé kynlífsbindindi. Svo er ætlast til þess að maður taki boðskap þessara manna alvarlega!!!!.....hætti nú alveg að snjóa segi ég bara.
Sprettur rassskellir
Prinsessan er að fara á hestbak með vinkonu sinni í dag svo kannski maður verði bara ógurlega duglegur og hjóli heim í ”hinn” æfingagallann og taki aðeins á því í Spönginni líka. Annars fer ég nú ekki oft á æfingu þá daga sem ég hjóla í og úr vinnu, finnst það einhvernveginn ágætisæfing en þó er undantekning á reglunni.
Í kvöld ætla nokkrar skvísur af vinnustað mínum að skella sér í bíó, þar á meðal ég. Planið er að sjá Failure to launch með Sarah Jessica Parker og Matthew McConaughey. Myndin fær að vísu ekkert sérstaka dóma en okkur er alveg sama…..MM fer úr að ofan og það er nóg til að tæla túttur eins og okkur í bíó.
Á mbl. í dag er sagt frá konu sem krefst skaðabóta fyrir að hafa verið flengd á vinnustað sínum. Þetta var víst hluti af því að hún tapaði samkeppni sem haldin var meðal söluhópa til að auka sölu fyrirtækisins. Átti að refsa þeim sem töpuðu á ýmsan hátt, t.d. með flengingum, þeir látnir ganga með bleyju og ýmislegt annað huggulegt. Ég skil konugreyið alveg að vera ekkert sérstaklega sátt við þetta, en að hafa látið það viðgangast að vera flengd í fyrsta stað og heimta síðan skaðabætur fyrir niðurlæginguna, þann hluta átta ég mig ekki alveg á. En þetta var auðvitað í Bandaríkjunum svo það þarf kannski ekkert frekari skýringa við. Fólk sem kýs George W. Bush sem forseta landsins...aftur...hlýtur að sakna einhverra heilasella og það brýst út í allskyns vitleysisgangi eins og hér að ofan. Íslendingar ættu kannski að taka upp slíka refsingu í dómskerfinu, þeir sem lemja, nauðga og stela fá þá bara rassskell í staðinn fyrir þessa 2 daga skilorðsbundið sem virðist vera venjan.
Önnur góð frétt er á þann veg að Páfagarður sé að láta rannsaka smokka og hvort leggja eigi blessun sína yfir notkun þeirra hjá kaþólskum hjónum þegar annað er smitað af HIV veirunni. Talsmenn Páfagarðs kenna að besta vörnin gegn HIV sé kynlífsbindindi. Svo er ætlast til þess að maður taki boðskap þessara manna alvarlega!!!!.....hætti nú alveg að snjóa segi ég bara.
Sprettur rassskellir
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home