Komin heim
Nú geta æstir aðdáendur tekið gleði sína aftur þar sem Spretturinn er mættur til leiks á ný eftir nokkurra daga frí í kóngsins Köbenhavn. Ferðin var fín og fengum við Folinn hið ákjósanlegasta veður til að spóka okkur í borginni. Lítið frá ferðinni að segja annað en það að hún heppnaðist afskaplega vel, röltum mikið, borðuðum góðan mat, sjoppuðum smávegis og komum svo heim í gærkveldi þar sem Prinsessan tók á móti okkur eins og hún hefði endurheimt okkur úr svaðilför mikilli . Maður nýtur þess að vera svona ægilega elskaður og sárt saknað af örverpinu, sérstaklega þar sem sá tími kemur sjálfsagt fyrr en síðar að þessi sama gleði mun heltaka hana þegar við skiljum hana eftir heima er við förum í slíkar ferðir sem þessa. Best að njóta þess meðan það varir.
Framundan er bara stútfull vika af æfingum og bíður minn fagri kroppur óþreyjufullur eftir því að komast í Spöngina í dag. Mun (hel)taka á því svo annað eins mun ekki hafa sést í úthverfum borgarinnar síðan Gullfoss gaus (já ég veit).
Stutt blogg í dag sökum anna eftir fríið.
Spretturinn kveður með sól í hjarta og snjó á götum.
Framundan er bara stútfull vika af æfingum og bíður minn fagri kroppur óþreyjufullur eftir því að komast í Spöngina í dag. Mun (hel)taka á því svo annað eins mun ekki hafa sést í úthverfum borgarinnar síðan Gullfoss gaus (já ég veit).
Stutt blogg í dag sökum anna eftir fríið.
Spretturinn kveður með sól í hjarta og snjó á götum.
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home