Fegurðin kemur innan frá....segir ljóta fólkið allavega
Tók massaæfingu í Spönginni í gær aðdáendum mínum til mikillar ánægju. Þurfti að byrsta mig svolítið við þá svo ég fengi að æfa í friði...they were all over me!! Þegar þeir voru búnir að horfa nægju sína á fegurðina gátu þeir snúið sér aftur að eigin ljótleika og grámyglu hverdagsleikans sem yfirtekur ljóta fólkið stundum þegar það hefur notið slíkrar fegurðar sem minnar. Maður hefur hálfgert samviskubit yfir að vera svona mikil gyðja, en það þýðir ekkert að láta það hafa áhrif á sig. Ekki get ég skammað foreldrana fyrir að hafa vandað svona vel til verksins. Margar vinkvenna minna eiga tvö eða jafnvel fleiri systkin sem mér fannst alltaf voða svekkjandi þegar ég var yngri, mig langaði alltaf að eiga fleiri svoleiðis. Í dag er þetta allt afskaplega skýrt í mínum huga. Við erum tvær systurnar og er ég sú eldri og kannski örlítið fallegri og klárari en þó ekki mikið. Þegar ég fæddist höfðu foreldrarnir aldrei séð annað eins barn sem mig, slík var fegurðin. Þau ákváðu að búa til fleiri svona falleg börn og þegar ég var rúmlega þriggja ára kom Systir, sem olli ekki vonbrigðum, enda fögur sem stóra systir. Það er nú bara svo og svo mikið sem hægt er að leggja af mörkum til að gera veröldina fallegri svo foreldrarnir ákváðu á þessum tímapunkti að láta þetta gott heita því ágangur vina og vandamanna var hvort eð er slíkur að þau hefðu líklega ekki ráðið við meira á þessum tíma. Fljótlega kom í ljós að við yrðum ekki bara undurfríðar gyðjur heldur ótrúlega klárar og miklir töffarar að auki. Það má því segja að foreldrarnir hafi dottið í lukkupottinn þegar við systur ákváðum að fæðast í fjölskylduna.
Þó er nú einnig “downside” við að vera í þessum bjútípakka því við systur erum oft og tíðum hundeltar af ljóta fólkinu sem heimtar að fá að njóta fegurðar okkar í þessum ljóta heimi, en það getur bara verið ansi þreytandi að láta dást að sér endalaust.
Sprettur fallegi svífur inn í helgina
Þó er nú einnig “downside” við að vera í þessum bjútípakka því við systur erum oft og tíðum hundeltar af ljóta fólkinu sem heimtar að fá að njóta fegurðar okkar í þessum ljóta heimi, en það getur bara verið ansi þreytandi að láta dást að sér endalaust.
Sprettur fallegi svífur inn í helgina
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home