After all, tomorrow is another day!

þriðjudagur

Ég er hér enn......

Hef ekkert hjólað síðan á fimmtudaginn í síðustu viku því ég neita að láta hafa mig út á hjólinu í snjókomu og rok á þessum tíma árs. Mun því verða alla daga í Spönginni þar til sólin og hlýja loftið láta sjá sig á ný, sem mér heyrist eiga að verða í næstu viku samkvæmt bjartsýnisspá sannra íslendinga.

Eftir æfingu á föstudaginn fór ég með Prinsessuna og Prakkarann út að borða á Red Chili og í bíó á eftir þar sem við skelltum okkur á kvikmyndina Shaggy dog, sem börnunum fannst alveg með eindæmum fyndin mynd og skemmtileg. Svo var bara haldið í Fannafoldina og haldið áfram að vera í leti og skemmtilegheitum.

Á laugardagsmorgun var síðan keyrt með litla fólkið í Húsdýragarðinn þar sem þau voru skilin eftir næstu klukkutímana. Á meðan rúllaði ég í Klassann og hamaðist og svitnaði af krafti næsta einn og hálfa tímann eða svo. Seinnipartinn fór Prinsessan heim með Prakkaranum og ætlaði að vera fram á kvöld svo við Folinn skelltum steik á grillið sem bráðnaði við líkamshita svo meirt var nautið. Fór ég svo í bíó númer 2 þá helgina þegar við ákváðum að fara með vinahjónum á Da Vinci Code, sem mér fannst bara alveg ágætis myndi þrátt fyrir ægilega lélega dóma og mikla gagnrýni kirkjunnar manna og kvenna, sem ég bara skil alls ekki. Hvað bull er það að útlita einhverja afþreyingarbíómynd sem guðlast og djöfladýrkun og guð (eða þannig..) má vita hvað . Fólk hlýtur nú að mega hafa misjafnar skoðanir á hlutunum. Mér finnst þetta hreint og beint hlægilegt að gera veður úr þessu og að bíóhús hingað og þangað um heiminn neiti að taka myndina til sýninga vegna þessa. Þetta er bíómynd, og ég held að þessir aumingjans menn sem hafa ekkert betra við tímann að gera en að gagnrýna slíka vitleysu ættu kannski bara að halda sig til hlés og láta okkur hin um að dæma hvað við viljum sjá og hvað ekki. Það þarf enginn bíóstjóri að hafa vit fyrir mér og mínum þó svo hans trúarskoðanir fari ekki heim og saman við eina bíómynd.

Skruppum í heimsókn til tengdó á sunnudaginn, í nýja húsið sem er ægilega flott. Mágkonan og fylgifiskar voru í heimsókn að norðan svo ansi var nú skemmtilegt að sjá andlitin á þeim svona rétt aðeins áður en þau lögðu í hann norður aftur.

Barnaafmæli seinnipartinn þar sem hún Valborg bar fram þvílíku veitingarnar að það hálfa hefði verið nóg. Grillaðar kjúklingabringur með tilheyrandi meðlæti og kökugúmmulaði í desert. Það er eiginlega verst að þau hjónin eiga bara eina dóttur, því ég myndi gjarna vilja koma oftar í barnaafmæli til þeirra .

Í dag mun ég taka vel á því í Spönginni innan um aðra kroppa sem þar mæta reglulega. Er að hugsa um að prófa eitthvað nýtt í vikunni. Ég hef aldrei verið hrifinn af svona hopp og skopp tímum sem margir stunda af krafti en þó langar mig að prófa dirty dancing og salsaþolfimi tímana sem boðið er uppá í Klassanum. Svo verð ég að viðurkenna að ég er svolítið spennt fyrir þessum súluþolfimistímum sem einhversstaðar ég sá auglýsta. En mun þó sjálfsagt mest vera í tækjum og cardio þar sem það hentar mér vel að koma og fara þegar mér sýnist.

Sprettur bíófari kveður

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home