After all, tomorrow is another day!

föstudagur

Skóslys

Skrapp í Kringluna í hádeginu í gær svona rétt til að fá kort í síma Unglingsins þar sem hann hafði týnt símanum sínum. Afi hans var svo góður að láta hann fá gamlan síma sem hann átti og vantaði því bara kortið. Kringluferðir væru nú ekki í frásögur færandi hjá venjulegu fólki á venjulegum dögum. En ég er náttúrulega ekkert venjuleg kona eins og flestir vita sem mig þekkja. Vek ég alltaf svo ægilega mikla athygli hvar sem ég fer sökum fegurðar minnar og yndisþokka og fólk lagði niður störf til að horfa á mig svífa um ganga Kringlunnar í gær. Þegar ég hafði lokið erindum mínum í Kringlunni lá leið mín að rúllustiganum upp á þriðju hæð til að komast undan æstum aðdáendum og út í glæsikerruna. Ekki gekk það nú betur en svo að í öllum látunum þá rek ég hælinn á flottu nýju...eða næstunýju...stígvélunum mínum lítillega í og finn strax að eitthvað er ekki eins og það á að vera. Lít við í tíma til að sjá fína hælinn skoppa niður rúllustigann eins og ekkert væri sjálfsagðara. Eins og allir vita verður maður að halda ró sinni í slíkum aðstæðum og ekki sýna nein veikleikamerki, sem ég og gerði enda í einstaklega góðu jafnvægi almennt . Er upp var komið tók ég þessa fínu U-beygju og renndi mér í rúllustigann niður aftur til að endurheimta strokuhælinn. Það vildi svo vel til að mér hafði tekist að flýja undan æstu aðdáendunum og ljósmyndurunum svo atvik þetta varð ekki fest á filmu og mun því ekki birtast í næsta tölublaði In Style undir fyrirsögninn "Tískuslys í Kringlunni". Spretturinn hafði að sjálfsögðu samband við verslunina sem selt hafði honum stígvélin og óskaði kurteisislega eftir því að þeir tækju á sig kostnað vegna viðgerðar þar sem strokuhællinn hefði ekki verið notaður nema u.þ.b. 4-5 sinnum síðan varan var keypt. Afgreiðsludruslunni fannst þetta allt voða leiðinlegt en fannst augljóslega grunsamlega lítil notkun á græjunni miðað við tímann sem hafði liðið frá kaupunum sem var ca. mánuður. Þar sem hún er nú með greind undir meðallagi og þarf því að vinna í einhverri aumingjans tískuvöruverslun fyrir lágmarkslaun þá setti ég bara upp vorkunnartóninn og benti henni á að auðvitað gæti hún ekki vitað að ég ætti fleiri skópör en þetta eina og þyrfti því ekki að ganga í sömu druslunum alla daga. Veit greinilega ekki hver ég er.

Æfingin í gær í styttra lagi eða aðeins 40 mínútur þar sem ég ætlaði að skjótast í búðina á eftir og sjoppa ávexti og aðra hollustu til að setja í pressuna góðu. Skruppum til Foreldranna í gærkveldi og var setið og spjallað í nokkra stund. Unglingurinn hafði fengið þessar fínu peysur frá þeim þegar þau komu frá Amsterdam og var voða lukkulegur með það. Prinsessan fékk skrautlega vekjaraklukku og smá sælgæti í nammibankann. Folinn skrapp svo í körfu og lögðumst við mæðgurnar í sjónvarpssófann þar sem sú stutta sofnaði.
Eigið góðan dag og passið ykkur á rúllustigunum.

Sprettur celeb

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home