Frost á Fróni
Miðvika aftur mætt með heiðskírum himni og 7° frosti. Dagurinn í gær var frekar langur, fór og lauk lögfræðinámskeiðinu í HR sem var mjög skemmtilegt en að sama skapi var síðasti klukkutíminn líka frekar þungur þegar fjallað var um EES samninginn og EB, þvílíka skriffinnskubáknið þarna í Brussell….OMG hvað þetta er þungt og tormelt efni, en getur örugglega verið gaman að grúska í því ef maður setur sig virkilega inní það. Mig langar alveg óskaplega mikið að sitja kúrs í sifja- og erfðarétti svo ég ræddi við deildarstjóra lagadeildarinnar og úr því varð að hún ætlar að kanna möguleikana á að setja upp slíkt námskeið sem hentar mér að sjálfsögðu miklu betur J. Þar sem ég er í lærdómsgírnum þá ætla ég einnig að kanna með frönskunám fyrir byrjendur. Ég heillaðist svo afskaplega af landi og þjóð þegar við fórum þangað fyrir tveimur árum síðan og svo þessa stutta ferð sem við fórum nú um daginn endurlífgaði þann áhuga sem legið hafði í dvala. Við Folinn höfðum reyndar ákveðið fyrir mörgum árum síðan að við ætluðum okkur að læra samkvæmisdansa og frönsku einhvern tímann í framtíðinni. Nú erum við löngu búin að læra samkvæmisdansana…..og gleyma þeim að mestu leyti líka ef út í það er farið :/…..svo þá er bara að skella sér í frönskuna.
Prinsessan fór í sund seinnipart gærdagsins og Unglingurinn að vinna. Ég tók æfingu eftir námskeiðið, sem hafði reyndar dregist til kl. 17:00, og var því ekki komin heim fyrr en um hálfsjöleytið. Litum við í nýjum híbýlum Stóru stelpnanna sem voru búnar að gera afskaplega huggulegt hjá sér en vantaði lítillega aðstoð Folans við smá snúll og snall. Þær voru afskaplega húsmóðurlegar, búnar að baka vöfflur og lummur sem þær buðu uppá. Tengdó mætti svo á svæðið og sátum við lengur er við ætluðum og fórum því ekki heim fyrr en rétt fyrir kl. tíu sem þýddi það að Prinsessan var alveg einstaklega fúl á móti þegar hún var vakin í morgun enda ekki vön að vaka svona lengi á skóladögum þessi elska. Var reyndar hundfúl þegar heim var komið og hún fékk ekki að lesa fyrir svefninn. Hún er nefnilega að lesa gamla Paddingtonbók sem ykkar einlæg átti sem barn og finnst Prinsessunni hann Paddi alveg einstaklega fyndinn og uppátækjasamur skógarbjörn svo hún á oft erfitt með að leggja bókina frá sér þegar kemur að því að fara að sofa.
Við Folinn festumst í Prison Break á Stöð 2, eins og reyndar alla aðra þriðjudaga. Það eru nokkrir þættir sem ég vil alls ekki missa af í sjónvarpinu, Desperate Housewifes, Prison Break og svo hámenningarþátturinn Footballer´s wifes, þegar hann er á dagskrá. Erum alveg hætt að nenna að fylgjast með LOST þar sem nákvæmlega ekkert gerðist í fyrstu 4 þáttunum og síðan er komið í ljós að við fáum heldur enga niðurstöðu í lok 2. seríu og ég nenni nú hreinlega ekki að horfa á guð má vita hvað margar seríur til að verða upplýst um leyndardóm þessarar dularfullu eyju sem þau eru á. Held að höfundarnir viti það ekki sjálfir, þeir improvæsa bara hvern þátt fyrir sig.....ekki nógu glöð með þá.
Annars er planið í dag að renna á æfingu eftir vinnu eins og landslög gera ráð fyrir. Prinsessan ætlar á skauta eftir skóla og fer síðan beint á körfuboltaæfingu. Unglingurinn að vinna í Klassanum. Síðan munum við sjálfsagt taka síðan á Foreldrunum sem komu heim frá Amsterdam í gær og eru sjálfsagt léttskökk eftir að hafa villst inn á einhverja hassbúlluna J.
Kjúklingur a la Nigella Lawson í Fannafoldinni í kvöld. Gef ykkur kannski uppskriftina af honum síðar ef þið hafið brjálaðan áhuga á því.
Spretturinn út
Prinsessan fór í sund seinnipart gærdagsins og Unglingurinn að vinna. Ég tók æfingu eftir námskeiðið, sem hafði reyndar dregist til kl. 17:00, og var því ekki komin heim fyrr en um hálfsjöleytið. Litum við í nýjum híbýlum Stóru stelpnanna sem voru búnar að gera afskaplega huggulegt hjá sér en vantaði lítillega aðstoð Folans við smá snúll og snall. Þær voru afskaplega húsmóðurlegar, búnar að baka vöfflur og lummur sem þær buðu uppá. Tengdó mætti svo á svæðið og sátum við lengur er við ætluðum og fórum því ekki heim fyrr en rétt fyrir kl. tíu sem þýddi það að Prinsessan var alveg einstaklega fúl á móti þegar hún var vakin í morgun enda ekki vön að vaka svona lengi á skóladögum þessi elska. Var reyndar hundfúl þegar heim var komið og hún fékk ekki að lesa fyrir svefninn. Hún er nefnilega að lesa gamla Paddingtonbók sem ykkar einlæg átti sem barn og finnst Prinsessunni hann Paddi alveg einstaklega fyndinn og uppátækjasamur skógarbjörn svo hún á oft erfitt með að leggja bókina frá sér þegar kemur að því að fara að sofa.
Við Folinn festumst í Prison Break á Stöð 2, eins og reyndar alla aðra þriðjudaga. Það eru nokkrir þættir sem ég vil alls ekki missa af í sjónvarpinu, Desperate Housewifes, Prison Break og svo hámenningarþátturinn Footballer´s wifes, þegar hann er á dagskrá. Erum alveg hætt að nenna að fylgjast með LOST þar sem nákvæmlega ekkert gerðist í fyrstu 4 þáttunum og síðan er komið í ljós að við fáum heldur enga niðurstöðu í lok 2. seríu og ég nenni nú hreinlega ekki að horfa á guð má vita hvað margar seríur til að verða upplýst um leyndardóm þessarar dularfullu eyju sem þau eru á. Held að höfundarnir viti það ekki sjálfir, þeir improvæsa bara hvern þátt fyrir sig.....ekki nógu glöð með þá.
Annars er planið í dag að renna á æfingu eftir vinnu eins og landslög gera ráð fyrir. Prinsessan ætlar á skauta eftir skóla og fer síðan beint á körfuboltaæfingu. Unglingurinn að vinna í Klassanum. Síðan munum við sjálfsagt taka síðan á Foreldrunum sem komu heim frá Amsterdam í gær og eru sjálfsagt léttskökk eftir að hafa villst inn á einhverja hassbúlluna J.
Kjúklingur a la Nigella Lawson í Fannafoldinni í kvöld. Gef ykkur kannski uppskriftina af honum síðar ef þið hafið brjálaðan áhuga á því.
Spretturinn út
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home