Sitt lítið af hverju
Það sem maður hefur verið latur í blogginu undanfarið, maður ætti eiginlega að skammast sín. En ég kann ekki að skammast mín svo þar við situr .
Hef verið brjálæðislega dugleg að æfa undanfarna daga, en líkami minn hefur líka háð margan eiturefnabardagann síðustu daga þar sem eigandi hans hefur innbyrgt ýmisskonar efni sem ekki á uppruna sinn að rekja til hollustu né heilsufæðis af neinum toga. Þetta hefur verið í formi sælgætis í meira magni en vaninn er, hamborgari af Búllunni sem alveg hefði mátt missa sín og svo grillaði Folinn humar í miklu magni, sem er í sjálfu sér mikið gæðafæði svona út af fyrir sig en humrar þessir er um ræðir létust allir á skelfilegan hátt þegar þeim var drekkt í miklu magni að hvítlaukssmjöri. Eins gott að maður var duglegur að heimsækja Klassann segi ég nú bara.
Við Prinsessan fórum saman í bæinn í gær þar sem þjóðverjanum var plantað í stæði og hundraðköllunum dælt í græjuna sem þar stóð vörð, þar sem við ætluðum að rölta um miðborgina, fara á kaffihús og skoða mannlífið. Hlýtt var og hið besta veður fyrir utan smá úða annað slagið, sem þó kom ekki að sök þar sem við vorum vel græjaðar mæðgurnar með hvor sína regnhlífina. Við röltum inn á Café París og ætluðum að fá okkur hádegisverð þar en sú stutta sá ekki ristað brauð með marmelaði, osti og grænmeti svo hún heimtaði að við stæðum upp og færum á Kaffibrennsluna þar sem hún mundi eftir að hafa fengið slík flottheit. Móðirin lét það eftir henni, en hún ekki kölluð Prinsessa fyrir ekki neitt, svo við röltum yfir götuna og plöntuðum okkur á Brennslunni þar sem við sátum og spjölluðum um lífið og tilveruna meðan við gæddum okkur á góðum mat, hún alsæl með sitt ristaða brauð og tilheyrandi diskaskreytingu. Fórum í Nonnabúð og keyptum bol handa Folanum, ætlum að gera okkur aðra ferð þangað fljótlega og kaupa kannski handa Útlendingnum, svona áður en búðin lokar eftir sumarið. Kíktum á Te & Kaffi þar sem við fengum kökur sem ekki voru neitt sérstaklega góðar svo þangað förum við ekki aftur :/
Unglingurinn er nú harðákveðinn í því að fara í Framhaldsskólann að Laugum. Skólinn er settur 29. ágúst svo drengurinn fer eftir tvo mánuði og verður að minnsta kosti fram að jólum, svo ætlar hann að sjá til hvort hann klárar veturinn þar eða kemur í bæinn. Þetta verður örugglega gaman og mikið ævintýri að fara í heimavistarskóla. Ég hefði nú gefið mikið fyrir að fara á sínum tíma, þvílíkt spennandi.
Við Folinn áttum brúðkaupsafmæli í gær og færðum hvort öðru gjafir í tilefni dagsins. Ég hafði keypt handa honum POLICE úr, alveg ógurlega flott og gæjalegt og þessi elska gaf mér tösku sem ég var búin að væla lengi um að mig langaði í en tímdi aldrei að kaupa mér. Nú er ég mesta og flottasta pæjan í bænum, svo ekki verður um villst Ætluðum svo út að borða en vorum bara ekki í neinu stuði fyrir slíkt svo við ákváðum bara að henda okkur í heimagallann, vera með krökkunum, horfa á leikinn og fara eitthvað huggulegt um helgina.
En ekki get ég nú verið þekkt fyrir að svíkja ykkur um dreng dagsins.....
Robbie Williams er það sem flestum konum kemur saman um að sé með þeim heitari í þeim bransanum. Robbie byrjaði ferilinn með strákabandinu Take That fyrir þónokkuð mörgum árum síðan. Ekki hafði almenningur mikla trú á að hann næði vinsældum án bandsins en annað hefur aldeilis komið í ljós og er Robbie nú einn af vinsælustu tónlistarmönnum í heimi. Robbie hefur verið bendlaður við margar konur og þar á meðal Geri Halliwell sem þekktust er kannski undir nafni Ginger Spice, Nicole Appleton úr All Saints, Rachel Hunter fyrrv. konu Rod Stewart og fleiri. Eitt laga hans var valið 4 besta lag allra tíma, lagið Angels.
Robbie Williams:
Úúúúsar hreinlega af honum kynþokkinn svo konur kikna í hnjánum við það eitt að heyra hann syngja, skakkt brosið og stríðnissvipurinn eru klárlega að gera sig og það hroka"attitude" sem einkennir hann er stór hluti af kynþokkanum. Líkamlega séð hefur hann verið upp og niður í bókstaflegri, þó aldrei langt upp, en einhvernveginn hefur það ekki haft áhrif á þann gífurlega kynþokka sem einkennir þennan breska poppara.
Hérna....http://images-eu.amazon.com/images/P/B0002UYA68.02.LZZZZZZZ.jpg
og hérna....http://www.musikbase.de/foto.php?id=787&pix=6
og hérna...http://www.geocities.com/robster_williams/calender6site.jpg
Sprettur hottie
Hef verið brjálæðislega dugleg að æfa undanfarna daga, en líkami minn hefur líka háð margan eiturefnabardagann síðustu daga þar sem eigandi hans hefur innbyrgt ýmisskonar efni sem ekki á uppruna sinn að rekja til hollustu né heilsufæðis af neinum toga. Þetta hefur verið í formi sælgætis í meira magni en vaninn er, hamborgari af Búllunni sem alveg hefði mátt missa sín og svo grillaði Folinn humar í miklu magni, sem er í sjálfu sér mikið gæðafæði svona út af fyrir sig en humrar þessir er um ræðir létust allir á skelfilegan hátt þegar þeim var drekkt í miklu magni að hvítlaukssmjöri. Eins gott að maður var duglegur að heimsækja Klassann segi ég nú bara.
Við Prinsessan fórum saman í bæinn í gær þar sem þjóðverjanum var plantað í stæði og hundraðköllunum dælt í græjuna sem þar stóð vörð, þar sem við ætluðum að rölta um miðborgina, fara á kaffihús og skoða mannlífið. Hlýtt var og hið besta veður fyrir utan smá úða annað slagið, sem þó kom ekki að sök þar sem við vorum vel græjaðar mæðgurnar með hvor sína regnhlífina. Við röltum inn á Café París og ætluðum að fá okkur hádegisverð þar en sú stutta sá ekki ristað brauð með marmelaði, osti og grænmeti svo hún heimtaði að við stæðum upp og færum á Kaffibrennsluna þar sem hún mundi eftir að hafa fengið slík flottheit. Móðirin lét það eftir henni, en hún ekki kölluð Prinsessa fyrir ekki neitt, svo við röltum yfir götuna og plöntuðum okkur á Brennslunni þar sem við sátum og spjölluðum um lífið og tilveruna meðan við gæddum okkur á góðum mat, hún alsæl með sitt ristaða brauð og tilheyrandi diskaskreytingu. Fórum í Nonnabúð og keyptum bol handa Folanum, ætlum að gera okkur aðra ferð þangað fljótlega og kaupa kannski handa Útlendingnum, svona áður en búðin lokar eftir sumarið. Kíktum á Te & Kaffi þar sem við fengum kökur sem ekki voru neitt sérstaklega góðar svo þangað förum við ekki aftur :/
Unglingurinn er nú harðákveðinn í því að fara í Framhaldsskólann að Laugum. Skólinn er settur 29. ágúst svo drengurinn fer eftir tvo mánuði og verður að minnsta kosti fram að jólum, svo ætlar hann að sjá til hvort hann klárar veturinn þar eða kemur í bæinn. Þetta verður örugglega gaman og mikið ævintýri að fara í heimavistarskóla. Ég hefði nú gefið mikið fyrir að fara á sínum tíma, þvílíkt spennandi.
Við Folinn áttum brúðkaupsafmæli í gær og færðum hvort öðru gjafir í tilefni dagsins. Ég hafði keypt handa honum POLICE úr, alveg ógurlega flott og gæjalegt og þessi elska gaf mér tösku sem ég var búin að væla lengi um að mig langaði í en tímdi aldrei að kaupa mér. Nú er ég mesta og flottasta pæjan í bænum, svo ekki verður um villst Ætluðum svo út að borða en vorum bara ekki í neinu stuði fyrir slíkt svo við ákváðum bara að henda okkur í heimagallann, vera með krökkunum, horfa á leikinn og fara eitthvað huggulegt um helgina.
En ekki get ég nú verið þekkt fyrir að svíkja ykkur um dreng dagsins.....
Robbie Williams er það sem flestum konum kemur saman um að sé með þeim heitari í þeim bransanum. Robbie byrjaði ferilinn með strákabandinu Take That fyrir þónokkuð mörgum árum síðan. Ekki hafði almenningur mikla trú á að hann næði vinsældum án bandsins en annað hefur aldeilis komið í ljós og er Robbie nú einn af vinsælustu tónlistarmönnum í heimi. Robbie hefur verið bendlaður við margar konur og þar á meðal Geri Halliwell sem þekktust er kannski undir nafni Ginger Spice, Nicole Appleton úr All Saints, Rachel Hunter fyrrv. konu Rod Stewart og fleiri. Eitt laga hans var valið 4 besta lag allra tíma, lagið Angels.
Robbie Williams:
Úúúúsar hreinlega af honum kynþokkinn svo konur kikna í hnjánum við það eitt að heyra hann syngja, skakkt brosið og stríðnissvipurinn eru klárlega að gera sig og það hroka"attitude" sem einkennir hann er stór hluti af kynþokkanum. Líkamlega séð hefur hann verið upp og niður í bókstaflegri, þó aldrei langt upp, en einhvernveginn hefur það ekki haft áhrif á þann gífurlega kynþokka sem einkennir þennan breska poppara.
Hérna....http://images-eu.amazon.com/images/P/B0002UYA68.02.LZZZZZZZ.jpg
og hérna....http://www.musikbase.de/foto.php?id=787&pix=6
og hérna...http://www.geocities.com/robster_williams/calender6site.jpg
Sprettur hottie
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home