After all, tomorrow is another day!

miðvikudagur

Sumarfrí.....og kynþokkinn (again)

Tók ógurlega æfingu í Spönginni, bæði í gær og fyrradag. Hnéð var eitthvað að bögga mig á mánudaginn en ég hljóp það bara af mér :/…..þurfti reyndar að gjalda fyrir dómgreindarskortinn með ógurlegum verkjum og vanlíðan það sem eftir lifði dags/kvölds, en svona nagli eins og ég harkar það bara af sér.

Svíar gerðu jafntefli við Englendinga í gær sem Spretturinn var ægilega sáttur við þar sem hann vill sína menn áfram, hefði verið til í að sjá svíana bora einu marki í viðbót á tjallana en maður getur ekki fengið allt í einu. Svíar leika því á móti Þjóðverjum á laugardaginn og ætti það að verða hörkuspennandi og skemmtilegur leikur.

Nú er mín alveg að detta inn í sumarfrí svona hvað á hverju. Verð í fríi á föstudegi og mánudegi næstu tvær helgar svo vinnuvikurnar tvær verða stuttar. Eftir það tek ég samfellt frí í 4 vikur og verður þá eitthvað slitrótt bloggið get ég ímyndað mér, þar sem ég verð ógurlega upptekin við að sötra sumardrykki og sóla mig á pallinum mínum. Búin að panta mér fót- og handsnyrtingu, súkkulaðinudd og andlitsbað sem ég ætla að njóta að lokinni æfingu í Laugum í næstu viku……mmmmm…..life is good.

Ég mun nú samt skemmta ykkur með reglulegum færslum og skemmtiefni hér á síðunni svona eitthvað lengur að minnsta kosti, áður en fríið dettur inn. Gönguferð í Héðinsfjörð er búið að skipuleggja um miðjan júlí með vinafólki og afleggjurum okkar og þeirra. Þar ætlum við að veiða og leika okkur í tvo daga og fara svo tilbaka með bát sem ætti að vera gaman, sérstaklega fyrir börnin. Planið er að láta bát fara með útbúnaðinn og matvæli yfir svo við losnum við að bera allt draslið. Að sjálfsögðu verður rjúpnabaninn með í för og einnig gamall veiðihundur sem er orðin svo þreyttur og latur að hann verður sendur yfir með búnaðinum, þ.e. í bát J. Hlakka mikið til að heimsækja mína heimabyggð Siglufjörð og ganga yfir. Við Folinn munum líklega stoppa eitthvað lengur og njóta nærveru skemmtilegra ættingja, því ENGIN á jafnskemmtilega ættingja og ég, sem er svosem ekkert skrýtið þar sem ég er enda ógurlega skemmtileg sjálf.

Anyways, hér kemur 5. tími í kynþokkafræðum.

Nú verður tekinn fyrir hinn ubersexy Johnny Depp sem allar konur sem hneigjast yfirhöfuð í þá átt ættu að þekkja. Hann kom síðast fram í kvikmyndinni Charlie and the chocolate factory, en hefur leikið í fjölda mynda og má þar nefna Donnie Brasco, Nick of time, Neverland, stórverkinu Platoon, Blow, Don Juan DeMarco og fleiri. Þekktastur er hann fyrir að fara sínar eigin leiðir og velur sér oft hlutverk sem ekki eru mjög "Hollywoodleg". Hann hefur verið orðaður við margar frægar konur t.a.m. Winona Ryder og Kate Moss. Í dag er hann giftur frönsku leik- og söngkonunni Vanessa Paradis og á með henni tvö börn. Fyrsta myndin sem kappinn lék í var Nightmare on Elm Street árið 1984 og nokkrum árum síðar lék hann eitt aðalhlutverkið í þáttunum 21 jump street. Stærsta mynd kappans er án efa Pirates of the Caribean sem kom út árið 2003 og nú er framhald væntanlegt í kvikmyndahús síðar á þessu ári.

Johnny Depp:
Guðdómlega fallegur karlmaður og ógurlega kynæsandi. Tælandi og kynþokkafull rödd sem bræðir meðalkonu á mettíma og drekkir henni í djúpum og seiðandi brúnum augum. Sítt hár, stutt hár, ljóst hár, dökkt hár, gleraugu, klæddur eins og asni eða hvað sem er, kemst upp með allt og er ávallt sexy og seiðandi.

Hérna...http://www.imdb.com/gallery/ss/0285823/Ss/0285823/MX-26A.jpg?path=gallery&path_key=0285823
og hérna....http://www.ohjohnny.net/djd/MrFebruary.html

Sprettur kynþokkafræðingur

2 Comments:

  • *SLEF* hvað Það er mikið til af fallegum karlmönnum.. Held þó að Johnny toppi þá flesta

    By Blogger jóna björg, at 05:56  

  • Uss ma´r, bíddu bara.....more to come ;)

    By Blogger Sprettur, at 08:54  

Skrifa ummæli

<< Home