After all, tomorrow is another day!

þriðjudagur

Gærbloggið

Helgin var fljót að líða eins og alltaf. Fórum í afmæli til múttu sem hélt ægilegt grillpartý. Unglingurinn fékk að fara í bæinn á 17. júní og átti að taka leigubíl heim kl. eitt sem mér fannst nú samt nokkuð seint. 01:45 hringdi ég frekar pirruð í hann og hvæsti á hann að hunskast heim. Korteri seinna hringdi vinurinn og var þá ekki lagður af stað svo mamman hvæsti aftur. Enn leið korter og þá hringdi vinurinn enn á ný og sagðist vera á heimleið með félaga sínum í leigubíl. Hann hafði bara átt 1000 kall eftir sem var víst ekki nóg í leigubílakostnað. Þvílík afsökun, maður var nefnilega búin að segja honum að bíllinn yrði borgaður þegar hann kæmi heim, ef uppá vantaði. Svo við Folinn fórum að sofa 02:30 þegar Unglingurinn loks drattaðist inn um dyrnar. Honum til lífs má segja að á þessum tímapunkti var maður orðinn frekar syfjaður svo ekki varð mikið um skammir. Hann má þakka fyrir að hafa haldið öllum útlimum ósködduðum .

Að allt öðrum og ólíkt skemmtilegri málum, eða kynþokkanum. Þið kannski eruð orðin leið á þessari umfjöllun minni um málefnið en hvað um það, here goes:

Tími 4
Næstur á listanum er hinn óviðjafnanlegi Mark Walhberg. Mark hefur leikið í fjölda kvikmynda og má þar nefna, The Italian Job, Rock Star, Boogie nights, Four Brothers og fleiri góðum. Á yngri árum þótti Mark frekar óstýrilátur og lenti oft upp á kant við lögin og sat á tímabili í fangelsi. Hann byrjaði feril sinn með strákabandinu "New kids on the block" og síðar varð hann þekktur sem undirfatamódel fyrir Calvin Klein. Í dag fetar Mark beinu brautina og eins og fram kemur á meðfylgjandi sýnishornum er hann klárlega með þeim flottari.

Mark Walhberg:
Óheyrilega kynþokkafullur og girnilegur karlmaður. Með einstaklega seiðandi bros sem fær meðalkonu til að kikna í hnjánum og hlaupast á brott frá feitri bjórdrekkandi HMbullu og í faðm þessarar kynæsandi karlmennsku.

Hérna.....http://website.lineone.net/~contact.phil2/marky4.jpg
og hérna...http://www.queervisions.com/img/wahlberg.jpg

Sprettur hottie

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home