After all, tomorrow is another day!

miðvikudagur

I need a (my) man

Jæja þá er maður bara orðin grasekkja fram á föstudagskvöld þar sem Folinn er farinn á sína árlegu ráðstefnu/námskeið í Rotterdam. Var alltaf haldið í Amsterdam sem er nú ólíkt skemmtilegri borg en hafnarborgin Rotterdam, en þeir eru lokaðir inni á hóteli frá 7:30 á morgnana til 18:00 á daginn og þá tekur við kvöldverður svo það er lítill tími til að spóka sig í borginni hvort eð er.

Tók cardioæfingu i Spönginni í gær og verð að segja að ég er nú orðin nokkuð spræk á hjólinu sem er það tæki sem ég hef nánast aldrei notað. Ákvað að prófa þar sem ég ætla jú að vera svo ægilega dugleg að hjóla í vinnuna í sumar svo það er ágætt að vera í fínu ”hjólaformi” þegar að því kemur. Tek samt eftir því að þegar við vinkonurnar erum að æfa saman og förum á sama þolstig í brennslunni/cardio þá er ég að ströggla við að ná hjartslættinum upp í 130-138 en hún er komin í 163 á nó tæm sem er ótrúlega hátt miðað við hvað hún er dugleg í þolæfingum. Við komumst að þeirri niðurstöðu eftir að hafa mælt líka hvíldarpúlsinn og minn var 54 slög en hennar 75 slög að hún væri ekki kona heldur fóstur.

Við Prinsessan leigðum okkur Black Beauty og horfðum saman. Hún var alveg heilluð þessi elska, enda mikil dýrakona og staðráðin í því að verða dýralæknir og eignast líka dýrabúð með Prakkaranum. Svo ætla þau að búa saman líka og fylla húsið sitt af dýrum. Hræðilegt, dóttir mín og systursonur verða skrýtna fólkið í stóra húsinu sem allir krakkar eru hræddir við og engin vill umgangast þau því það er svo vond lykt heima hjá þeim. Verð að tala hana ofan af þessari hugmynd í tíma .

Unglingurinn kom svo í heimsókn og ákvað að gista svo við vöktum yfir einhverri ræmunni rétt fram yfir miðnætti. Ætlaði maður síðan aldrei að geta sofnað þar sem ég er ógurlega vön (og mætti kannski segja háð) því að Folinn sé mér við hlið í rúminu. Allir því afskaplega syfjaðir og úldnir í morgun .

Nú eru bara að koma páskar svo framundan er nokkura daga frí sem er alveg hið besta mál. Vorum að spá í að fara kannski norður en ekkert ákveðið samt. Það eru svo margir að fara til SigloCity svo ég veit ekki hvort við nennum að vera að fara þangað í þrengslin. Kannski kíkjum við að Akureyri í 2-3 daga, leigjum okkur bara íbúð og höfum það gott, sérstaklega ef það verður skíðafæri.

Sprettur grasekkja

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home