After all, tomorrow is another day!

miðvikudagur

Helgarrapport

Helgin nokkuð góð bara, byrjaði á því að fara í litun og klippingu í morgunsárið og er því flottari en nokkurn tíma áður, ef það er mögulegt. Tók fantaæfingu í Spönginni eftir vinnu meðan Prinsessan fór í körfubolta. Kvöldið rólegt í faðmi fjölskyldunnar þar sem horft var á Idolið og tætt í sig saltkringlur og gulrætur með því. Vaknaði á laugardagsmorgun þar sem búið var að skipuleggja æfingu í Laugum með einni vinkonu. Tókum allsvakalega á því og æfingin stóð yfir í rétt rúmlega einn og hálfan tíma. Sturtuðum okkur og settumst síðan alsælar og vel æfðar í matsalinn þar sem við gæddum okkur á dýrindis sjávarréttarsúpu. Eftir hádegið kom Skottan til okkar og var í pössun fram á sunnudag þar sem Systir og Oddurinn voru að halda heljarinnar ”surprise” partý fyrir karl föður Oddsins. Við Folinn gerðum okkur lítið fyrir og fengum pössun fyrir þær stöllur um kvöldið þar sem við vorum boðin á Diesel tískusýninguna sem haldin var í iðnaðarhúsnæði í Vogunum. Sóttum stóra bróður Folans og mættum þar alspræk og kíktum á vor og sumartískuna í gallafatnaði. Skelltum okkur síðan í fertugsafmæli á NASA en renndum heim í höllina nokkuð snemma þar sem Unglingurinn sat fyrir framan kassann með þær tvær snúllur sofandi í fanginu og gat sig því hvergi hreyft .

Engin æfing á sunnudaginn þar sem ég hafði æft stíft síðustu sex daga. Mér líkar þetta ágætlega svona, þ.e. taka fríið á sunnudögum í stað föstudaga eða mánudaga. Prófa þetta í smátíma.

Ég verð nú aðeins að tjá mig um þetta Bubbafár sem hefur verið undanfarið. Alveg finnst mér ótrúlegt að hann skuli þykjast vera svona afskaplega sár og móðgaður yfir þessari forsíðu Hér & nú, sem var víst eitthvað á þá leið ”Bubbi fallinn”. Hverjum er svosem ekki sama hvort Bubbi væri fallinn eður ei. Þar fyrir utan hefur Bubbi sjálfur verið manna duglegastur við að segja alþjóð hvað hann var nú mikill dópisti og mikill kvennabósi. Ekki hafði hann áhyggjur af því að börnin hans væru að hlusta á hann í útvarpi og sjónvarpi þegar hann var að lýsa því að þegar hann var í dópinu þá hafi hann sko skverað 2 til 3 kellingar fyrir kaffi og hent þeim út jafnóðum. Enginn Íslendingur fyrr né síðar hefur verið jafnmikill og jafnsvakalegur dópisti og Bubbi, að minnsta kosti eins og hann lýsir því sjálfur. Einhvern veginn á ég bágt með að trúa því að þessi blessaða forsíða hafi valdið honum og hans jafnmiklu hugarangri og sorg eins og hann lýsir sjálfur. Segist ekki lengur þora nakinn í heita pottinn á pallinum heima hjá sér af ótta við að ljósmyndarar liggi í leyni. Bubbi minn, það hefur engin áhuga á að sjá á þér dingdongið og ef þú ert svona hræddur við að það verði fest á filmu mun ég einfaldlega gera ráð fyrir að þú sért kannski ekki mestur, bestur og stærstur á því sviði kallinn minn.

Spretturinn út

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home