Vorið er komið.....allsstaðar nema hér
Mánudagurinn skriðinn á fætur eftir þessa fínu helgi. Föstudagurinn var góður, Folinn mætti í hús og var mikil gleði að fá þessa elsku heim á ný eftir 3ja daga fjarveru. Um kvöldið var horft á lokaþáttinn af Idolinu þar sem Prinsessan fór á kostum með vinkonu sinni. Þær voru harðir stuðningsmenn Ínu og stóðu upp í hvert sinn sem nafn hennar var nefnt og klöppuðu eins og vitleysingar. Að sama skapi nenntu þær ekkert að hafa fyrir því að hlusta á Snorra og fóru bara inn í herbergi að leika þegar kom að honum Eftir allan spenninginn þá rotaðist Prinsessan ca. 10 mínútum áður en úrslitin urðu kunn svo svekkelsið kom ekki fyrr en á laugardeginum .
Ég fæ nettar skammir frá G-strengnum fyrir að vera með einhverjar matarlýsingar hér á blogginu án þess að setja inn uppskriftir svo það er best að skella inn hollustu (eða þannig.....)uppskriftum föstudagsins, en þær eru sem hér segir:
Laxacarpaccio
Nýr lax (var með ca. hálft flak fyrir okkur tvö og tvær litlar)
salt og pipar
xtra virgin olífuolía
sítrónusafi
graslaukur, helst ferskur
Sker laxinn í mjög þunnar sneiðar og raða á disk, salt og pipar. Set plastfilmu yfir og þrýsti vel á til að þynna sneiðarnar enn meira. Um það bil 10 mínútum áður en ég ber þetta fram þá skvetti ég vel af olífuolíu og sítrónusafa yfir og klippi svo graslauk ef maður vill hafa hann með.
Ber þetta fram með ristuðu brauði/smjöri og sýrðum rjóma með graslauk. Ægilega gott.
Fylltar kjúklingabringur
4 bringur
basilpaste (fæst í Gripið og greitt) eða basilblöð
steinselja
grilluð paprika frá Sacla
höfðingi eða dalayrja skorinn í sneiðar
prosciutto (parmaskina)
Kjúklingurinn er skorinn í miðju og flett upp (eins og fiðrildi). Smurt með basilpaste (eða basilblöð sett í) steinselja, grilluð paprika og osturinn sett í “hólfið”. Þá er prosciutto vafið utanum. Kjúklingurinn er létt brúnaður á pönnu, svo settur inn í ofn og bakaður við 180° í c.a 25 mín. Meðlæti: Ferskt tortellini með ostafyllingu
Einn bakki sveppir Ein rauð paprika Eitt zucchini Ca. 8 sneiðar af mögru beikoni
Beikonið er steikt þar til það er vel crispy, sett til hliðar, grænmetið brúnað og beikonið þá skorið smátt og blandað samanvið. Gumsið sett saman við soðið pastað ásamt lúkufylli af FERSKUM parmesan (EKKI í dós) og góðri smjörklípu.
Eftirréttur (uppskriftin reyndar komin frá G-strengnum en af einskærum ótta set ég hana líka hér inn þar sem ég hef örlítið breytt henni)
3 epli
1 bolli súkkulaðirúsínur
2 tsk kanill
Ca. 25 ritzkex (eða annað saltkex)
6 kókosbollur
smjör til steikingar
Eplin skorin í litla bita og sett á pönnu ásamt kanil og rúsínum, ritzkexið svo mulið smátt útí og gumsið mýkt aðeins á pönnunni. Sett í eldfast og kókosbollur skornar í tvennt langsum og raðað ofaná með sárið upp. Bakað í ca. 10-15 mín. á 180°.
Í það heila er þessi þriggja rétta máltíð ekkert sérstaklega flókin eða tímafrek. Ég var ca. klukkutíma að þessu öllu frá byrjun og þar til við borðuðum.
Jæja, þá hef ég uppfyllt mínar borgaralegu matarskyldur og sný mér að öðru ekki síður mikilvægu. Eins og fram kom var mín frekar brotin í bakinu svo engin æfing var tekin á fim. og fös. Fór út að hjóla á laugardaginn, tók góðan hring og var rétt rúman hálftíma sem var svosem ágætt nema ég hefði kannski hjólað aðeins meira og hraðar ef aumingjans hundurinn hefði ekki verið farinn að dragast afturúr síðustu metrana svo stefnan var bara tekin heim í höll. Var líka með rokið í andlitinu hálfa leið svo mér lá við andarteppu á tímabili. Fór svo í Laugar í gærmorgun þar sem ég tók eina góða.....mikið leið mér veeeeeeel á eftir .
Prinsessan og Unglingurinn komin í páskafrí frá námi næstu tvær vikur eða svo. Unglingurinn er með dollaramerki í augunum og verður vinna voða mikið um páskana. Þarf nú samt að gefa sér tíma í að læra svolítið fyrir samræmdu prófin líka. Þetta verður svosem stutt vinnuvika hjá manni bæði þessi og sú næsta. Þetta er það góða við páskana, ekkert verið að hringla með þessa daga, dagsetningarnar breytast frá ári til árs en alltaf sami dagafjöldinn sem maður fær í frí. Legg til að við breytum jólunum og skiptum út dagsetningunum þar líka svo launþegar fái sem mest frí út úr því. Og úr því við erum að tala um breytingar þá finnst mér alveg fáránlegt dómgreindaleysi hjá ráðamönnum þjóðarinnar að breyta ekki klukkunni á sumrin.
Sænski kokkurinn
Ég fæ nettar skammir frá G-strengnum fyrir að vera með einhverjar matarlýsingar hér á blogginu án þess að setja inn uppskriftir svo það er best að skella inn hollustu (eða þannig.....)uppskriftum föstudagsins, en þær eru sem hér segir:
Laxacarpaccio
Nýr lax (var með ca. hálft flak fyrir okkur tvö og tvær litlar)
salt og pipar
xtra virgin olífuolía
sítrónusafi
graslaukur, helst ferskur
Sker laxinn í mjög þunnar sneiðar og raða á disk, salt og pipar. Set plastfilmu yfir og þrýsti vel á til að þynna sneiðarnar enn meira. Um það bil 10 mínútum áður en ég ber þetta fram þá skvetti ég vel af olífuolíu og sítrónusafa yfir og klippi svo graslauk ef maður vill hafa hann með.
Ber þetta fram með ristuðu brauði/smjöri og sýrðum rjóma með graslauk. Ægilega gott.
Fylltar kjúklingabringur
4 bringur
basilpaste (fæst í Gripið og greitt) eða basilblöð
steinselja
grilluð paprika frá Sacla
höfðingi eða dalayrja skorinn í sneiðar
prosciutto (parmaskina)
Kjúklingurinn er skorinn í miðju og flett upp (eins og fiðrildi). Smurt með basilpaste (eða basilblöð sett í) steinselja, grilluð paprika og osturinn sett í “hólfið”. Þá er prosciutto vafið utanum. Kjúklingurinn er létt brúnaður á pönnu, svo settur inn í ofn og bakaður við 180° í c.a 25 mín. Meðlæti: Ferskt tortellini með ostafyllingu
Einn bakki sveppir Ein rauð paprika Eitt zucchini Ca. 8 sneiðar af mögru beikoni
Beikonið er steikt þar til það er vel crispy, sett til hliðar, grænmetið brúnað og beikonið þá skorið smátt og blandað samanvið. Gumsið sett saman við soðið pastað ásamt lúkufylli af FERSKUM parmesan (EKKI í dós) og góðri smjörklípu.
Eftirréttur (uppskriftin reyndar komin frá G-strengnum en af einskærum ótta set ég hana líka hér inn þar sem ég hef örlítið breytt henni)
3 epli
1 bolli súkkulaðirúsínur
2 tsk kanill
Ca. 25 ritzkex (eða annað saltkex)
6 kókosbollur
smjör til steikingar
Eplin skorin í litla bita og sett á pönnu ásamt kanil og rúsínum, ritzkexið svo mulið smátt útí og gumsið mýkt aðeins á pönnunni. Sett í eldfast og kókosbollur skornar í tvennt langsum og raðað ofaná með sárið upp. Bakað í ca. 10-15 mín. á 180°.
Í það heila er þessi þriggja rétta máltíð ekkert sérstaklega flókin eða tímafrek. Ég var ca. klukkutíma að þessu öllu frá byrjun og þar til við borðuðum.
Jæja, þá hef ég uppfyllt mínar borgaralegu matarskyldur og sný mér að öðru ekki síður mikilvægu. Eins og fram kom var mín frekar brotin í bakinu svo engin æfing var tekin á fim. og fös. Fór út að hjóla á laugardaginn, tók góðan hring og var rétt rúman hálftíma sem var svosem ágætt nema ég hefði kannski hjólað aðeins meira og hraðar ef aumingjans hundurinn hefði ekki verið farinn að dragast afturúr síðustu metrana svo stefnan var bara tekin heim í höll. Var líka með rokið í andlitinu hálfa leið svo mér lá við andarteppu á tímabili. Fór svo í Laugar í gærmorgun þar sem ég tók eina góða.....mikið leið mér veeeeeeel á eftir .
Prinsessan og Unglingurinn komin í páskafrí frá námi næstu tvær vikur eða svo. Unglingurinn er með dollaramerki í augunum og verður vinna voða mikið um páskana. Þarf nú samt að gefa sér tíma í að læra svolítið fyrir samræmdu prófin líka. Þetta verður svosem stutt vinnuvika hjá manni bæði þessi og sú næsta. Þetta er það góða við páskana, ekkert verið að hringla með þessa daga, dagsetningarnar breytast frá ári til árs en alltaf sami dagafjöldinn sem maður fær í frí. Legg til að við breytum jólunum og skiptum út dagsetningunum þar líka svo launþegar fái sem mest frí út úr því. Og úr því við erum að tala um breytingar þá finnst mér alveg fáránlegt dómgreindaleysi hjá ráðamönnum þjóðarinnar að breyta ekki klukkunni á sumrin.
Sænski kokkurinn
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home