After all, tomorrow is another day!

miðvikudagur

Sumarfríið framundan

Nú er fríið framundan og eins gott að sólin láti sjá sig fljótlega ef maður á ekki að þurfa að flýja land. Tók fína æfingu í gær og leið mun betur að henni lokinni þar sem nokkrir dagar eru síðan síðast var mætt sökum ferðalaga og annarra skylduverka. Fer í Spöngina aftur í dag og tek vel á því á ný. Ætla að sofa a.m.k. til níu í fyrramálið og fara þá í Laugar og taka laaaanga og góða æfingu og skella mér síðan aðeins í Baðstofuna. Aldrei að vita nema maður leggist í leti og láti sólina baka sig örlítið, þ.e. ef henni dettur í hug að láta sjá sig. Ætla síðan að vera dugleg í ræktinni allt fríið og mæta 5-6x í viku eins og alltaf. Mun þó taka hressilegar göngur þess á milli svona þegar við skreppum úr borginni.

Er nú ekki fokið í flest þegar Íslendingar eru orðnir svo amerískir í hjarta sínu að farið er að bjóða uppá klappstýrunámskeið fyrir krakka (stelpur) á aldrinum 12-16 ára. Til hvers í ósköpunum á að kenna íslenskum stúlkum slíkt. Er það til að litlar stelpur geti nú klætt sig í pínupils og magaboli og hrist sig og skakað á næsta íþróttaviðburði. Hætti nú alveg að snjóa segi ég nú bara. Látum kanann um klappstýruliðin og höldum okkur bara við alvöru íþróttir þar sem litlum stelpum er ekki kennt að klæða sig eins og miniglyðrur fyrir subbukalla að horfa á. Enda eins og fram kemur í “fréttinni” þá eru klappstýrulið tengd skólaliðum en þau er ekki að finna hér á Fróni.

Annars mun Zidane tjá sig eitthvað í franska sjónvarpinu í kvöld um atvikið milli hans og Materazzi á útslitaleik HM síðasta sunnudag. Veit það er hallærislegt, en ég er samt forvitin að vita hvort þetta er yfirleitt eitthvað merkilegt, eða hvort Materazzi sagði kannski bara við Zidane að hann væri sveittur og sköllóttur, sem hann náttúrulega var á þessum tímapunkti

Er annars að spá í að kíkja í bíó í kvöld með Prinsessuna og Unglinginn. Ætli við förum ekki á menningarverkið mikla “Superman returns”, svona ef ekki verður fullt út úr húsi, því ekkert þykir mér leiðinlegra en að fara í bíó þar sem meginþorri bíógesta eru illa uppalin og gargandi leiðinleg ungmenni sem hvorki kunna að sitja kyrr né hafa halda kjafti meðan þau eru í bíó.

Adios
Sprettur menningarviti farin í sumarfrí

þriðjudagur

Ritstíflan ógurlega.....

Alvarleg ritstífla hefur herjað á Sprett undanfarið og því engar færslur verið settar á þessa annars ægilega skemmtilegu síðu mína.

Æfingar hafa verið fyrir ofan garð og neðan þessa síðustu viku sökum ferðalags Sprettsins og fjölskyldu hans um helgina. Hjólhýsið góða var fyllt af gómsætum landbúnaðarafurðum og öðru góðgæti og var svo lagt af stað austur fyrir fjall, ásamt vinahjónum okkar, þar sem stefnan var tekin á Flúðir. Er þangað var komið var svo smekkfullt að við nenntum nú ekki að troða okkur á milli tjaldvagna þar svo áfram var haldið og tækjum og tólum síðan plantaði í Þjórsárdal. Folinn töfraði þar fram ógurlega hamborgara sem ferðalangar gleyptu í sig með góðri lyst. Börnin sögðust ætla að skreppa í könnunarleiðangur og voru þau þar með horfin og sáust ekki fyrr en rétt eftir miðnættið, alsæl og örþreytt. Eftir morgunmat á laugardeginum var farið í langa göngu og síðan haldið í Þjórsárlaug þar sem hópurinn baðaði sig, bæði í laug og sól. Dýrindiskvöldverður og svo spilað frameftir. Sunnudagurinn var letidagur mikill þar sem við snæddum brunch úti við og sátum svo bara í blíðunni og höfðum það gott fram eftir degi. Komum heim rétt tímanlega til að horfa á leikinn sem fór þó ekki eins og heimilisfólkið hefði kosið, utan Unglingsins sem var ógurlega ánægður með sigur Ítala og dansaði um með bjánabros á vör. Við létum það ekkert á okkur fá þar sem við vissum, og vitum, ósköp vel að þessir dvergvöxnu monthanar áttu sko ekkert skilið að vinna. Zidane hefði átt stilla þeim upp í einfalda röð og taka svo bringuskalla á hvern og einn. Þeir hefðu þá líklegast úað og óað og þurft að fara af velli fyrir aumingjaskap og uppgerðarmeiðsl. Annars er ég ekkert bitur yfir þessum úrslitum sko.

Nú er Folinn farinn í veiðitúr norður í land ásamt nokkrum félögum og fóru þeir með hjólhýsið í eftirdragi seint í gærkveldi. Í lok vikunnar munum við Prinsessan svo leggja land undir fót ásamt fleirum þar sem við hittum Folann og annan úr hópnum á Ólafsfirði og á að ganga í Héðinsfjörðinn um helgina þar sem ætlunin er að tjalda og veiða jafnvel nokkra silunga ef einhverjir eru. Eftir helgina stefnir hópurinn á Ingjaldssand á Vestfjörðum þar sem við ætlum að vera í ca. 2 daga áður en heim verður haldið. Aldrei að vita samt nema við höldum eitthvað áfram ef veður verður gott.

Svo við höldum nú áfram með kynþokkann.....
Orlando Bloom er næstur hjá okkur í þessum Kynþokkaáfanga. Orlando varð heimsfrægur þegar hann lék eitt af aðalhlutverkunum í Lord of the Rings, ásamt Viggo Mortensen og Elijah Wood, sem slógu í gegn um allan heim. Þessi breski leikari hefur síðan leikið í fjölda mynda og ber þar helst að nefna, Kingdom of heaven, Pirates of the Caribean, Troy, aukahlutverk í Black Hawk Down og fleirum. Hann hefur lengi verið orðaður við leikkonuna Kate Bosworth en samband þeirra virðist vera svolítið "on & off", sem er kannski eins gott fyrir hinar stelpurnar . Árið 2002 var hann valinn einn af 25 heitustu stjörnunum undir 25 ára. Einn af heitustu piparsveinum People Magazine árið 2004, og kynþokkafyllsti karlmaðurinn af Empire Magazine 2004. Hann elskar spínat og tala frönsku reiprennandi.

Orlando Bloom:
Dökkur og seiðandi sem augu sem sokkið geta heilu konuförmunum. Fallegt bros sem bræðir hörðustu jaxla og strákur sem allar mömmur vilja að dóttir þeirra komi heim með. Sem sagt, góður strákur en samt kynæsandi. Sjaldgæf blanda en vel heppnuð í þessu eintaki.

Hérna....http://www.imdb.com/gallery/ss/0320661/Ss/0320661/KOH-138R.jpg?path=pgallery&path_key=Bloom,%20Orlando
og hérna....http://images-eu.amazon.com/images/P/383271510X.03.LZZZZZZZ.jpg
og hérna....http://www.itweb.co.za/sections/pictures/pirates_2.jpg

Over & out
Sprettur

miðvikudagur

Fótboltinn og kynþokkinn....enn og aftur

Það er bara eitthvað allsherjar djók í gangi ef Portúgalarnir vinna Frakkana í kvöld. Hefði helst viljað sjá Frakkland-Þýskaland í úrslitunum en það næstbesta er svosem Frakkland-Ítalía, EN Ítalía-Portúgal er bara ekki til í dæminu. Ætli það verði eitthvað hægt að spila fótbolta ef svo fer, þeir verða sjálfsagt dettandi og grenjandi til skiptis, dramatíkin og leikarskapurinn er svo gífurlegur hjá þessum tveimur liðum að það er bara ekki einu sinni fyndið. Verð samt að segja að Ítalir stóðu sig vel í leiknum í gær og áttu svosem alveg eins skilið að vinna leikinn. Cannavaro alveg ótrúlega sterkur í vörninni hjá Ítölum en vörn Þjóðverja ekki eins sterk, að minnsta kosti í fyrri hálfleik.

Og úr því við erum í boltanum þá er kannski best að ég setji inn einn flottan sem kemur úr röðum Þjóðverja.....já já ég veit, ekki mjög sannfærandi að halda því fram að Þjóðverji eigi heima á þessu annars ægilega kynþokklista sem er kannski alveg rétt en dæmi hver fyrir sig

Michael Ballack hefur verið í atvinnumennsku í fjölda ára, hann spilaði með Bayer Leverkusen frá 1999-2002 en fór þá yfir til Bayern Munich þar sem hann hefur verið þar til hann var seldur til Chelsea á þessu ári. Hann spilaði sinn fyrsta landsleik í apríl 1999 gegn Skotlandi þar sem hann kom inná fyrir Hamann. Ballack er fyrirliði þýska landsliðsins. Þetta þýska kyntröll er ógift en á þrjú börn á aldrinum 1-5 ára með sambýliskonu sinni.

Michael Ballack:
Ótrúlega kynþokkafullur á vellinum og sem og utan hans. Í hrikalegu formi eins og flestir atvinnumenn í íþróttum. Ekkert endilega svo myndarlegur en það er ekki alltaf atriði þegar kemur að kynþokka eins og flestar konur með fulla dómgreind vita.

Hérna eru dæmi...http://www.raisport.rai.it/pub/static/87000/20051119BLBayernBallack.jpg

og hérna...http://mysite.wanadoo-members.co.uk/amrob5/images/sport/michael_ballack_008.jpg

Og ekki mega Ítalir vera útundan af því þeir unnu nú leikinn í gær svo við sláum bara tvær flugur í einu höggi..

Fabio Cannavaro er næstur í röðinni og er óhætt að segja að þessi fótboltakappi setji sitt mark á kynþokka hópsins. Þessi ítalski foli er nú ekki hár í loftinu frekar en þeir flestir en hverjum er ekki sama. Hann hefur spilað fyrir Napolí, Parma, Inter Milan og nú síðast með Juventus, hann er einnig fyrirliði ítalska landsliðsins. Hann er giftur og á þrjú börn, Christian, Martina og Andrea.

Fabio Cannavaro:
Flottur og kynæsandi eins og margir landar hans, suðrænn hiti gjörsamlega á hæsta stigi. Ótrúlega góðu líkamlegu formi og erfitt fyrir flestar konur að halda fullri einbeitningu þegar þær sjá hann, því maðurinn er ubersexy og ógurlega fallegur að auki.

Hérna....http://oblogdozpl.blogs.sapo.pt/arquivo/Cannavaro.JPG

og hérna....http://www.operaprima.art.br/images/cannavaro.jpg

og hérna....http://www.juventuz.com/images/players/cannavaro.jpg

Ég veit það hallar aðeins á Ballack í samanburðinum en heitur er hann nú samt á vellinum

Sprettur