After all, tomorrow is another day!

föstudagur

Helgin framundan

Í gærkveldi komu saman glæsilegustu og kynþokkafyllstu gleðipinnar landsins heima hjá G-strengnum. Strengurinn bar fram dýrindis veitingar eins og henni einni er lagið og held að flestar okkar verði vel settar fram á haustið svona matarlega séð, að minnsta kosti tók ég hraustlega til matar míns og borðaði eins og fullvaxin kona.
Mér þykir nefnilega alveg ógurlega leiðinlegt að gefa konum sem borða eins og fuglar mat, rétt tína í sig nokkra pínulitla bita, horfa svo á diskinn, andvarpa og segjast vera pakksaddar. Það skal tekið fram að flestar svoleiðis konur eru náttúrulega 110 á hæð og 3 kíló, en það er víst það heitasta í dag. Nema á tískuvikunni í Milanó, þar þurfa þær víst að vera 4,5 kíló til að fá að vera með. EN, matarlystin er eitthvað sem alltaf hefur verið í lagi hjá okkur Siglotúttum, enda hlægjum við svo mikið að við verðum að hafa eitthvað til að brenna.

Ennþá hef ég ekki komist á æfingu, en úr því verður bætt í fyrramálið því þá ætla ég að skella mér í Laugar og taka þar létta æfingu hvort sem bakið verður komið í lag eða ekki. Stend ekki í svona vitleysu lengur, andleg heilsa mín er í húfi.

Fegurðarkóngurinn hefur komið með þá yfirlýsingu að hann ætli að höfða skaðabótamál gegn forsvarsmönnum Herra Ísland, þar sem hann telur sig hafa orðið fyrir ærumeiðingum og misst vinnunna vegna þessa máls. Úff, sá hann einhver í sjónvarpsviðtali í fyrra vegna málsins? Ég get bara ekki skilið hvernig hann gat stamað út úr sér við einhvern aumingjans lögmann, að hann hafi viljað fara í mál, því miðað við orðaforðann í umræddu viðtali er ég mest hissa á að hann viti hvað “ærumeiðingar” og “skaðabótamál” þýði. Ætli hann hafi einhvern tímann heyrt svona orð áður, kannski í sjónvarpsþættinum sínum? Sjálfsagt ágætisnáungi strákurinn, en hverjum er ekki sama þótt hann hafi misst þennan titil, enda hallæriskeppni og hallæristitill að bera.

Sprettur fagri :)

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home