After all, tomorrow is another day!

fimmtudagur

Súludans

Nýjasta æðið í líkamsræktinni er súludans sem á að koma konum í rokform. Ég var að velta fyrir mér af hverju ekki væri boðið upp á slíkt fyrir karlmenn líka. Þeir hljóta að vera til karlarnir sem hefðu áhuga á slíku námskeiði. Veit ekki hvort það væri samt sniðugt að kenna konum og körlum á sama námskeiði. Myndi sjálfsagt henta betur að hafa þetta kynjaskipt. Sjáið þið fyrir ykkur feita og sveitta karla á slíku námskeiði, umkringdir gyðjum á súlum. Þvílík sjónmengun og þvílík sóun á súlum því það vita allir að þeir karlar sem myndu skrá sig á slíkt námskeið væru líklegast bara að leita eftir ódýrri skemmtun. Svo er það ekkert launungamál að þessi grey eiga oft erfitt með að leyna því hversu illa gefnir og frumstæðir þeir eru og gæti það orðið vandræðalegt í sameiginlegum súlutíma þegar eitthvert dýrið rynni til í eigin slefi og brákaðist á rófubeini. Þar fyrir utan eiga þeir erfitt með að halda einbeitningunni meðan þeir vaska upp, hvað þá að vefja sig utan um súlu, hálfnaktir og umkringdir glæsilegum og kynþokkafullum konum í eggjandi dansi. Hrein og bein ávísun á stórslys að mínu mati. Persónulega held ég að þessi líkamsrækt henti mér ekki og þá kannski vegna þess að nærvera mín myndi sjálfsagt slá flestar konur út af laginu líka.

Sprettur

7 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home