After all, tomorrow is another day!

fimmtudagur

Örvæntið ekki

Ég er svo löt í blogginu núna að ef ég kynni að skammast mín, þá myndi ég gera það núna.

Jæja, minns er farin að geta mætt í ræktina á ný eftir tæplega þriggja vikna hlé vegna bakmeiðsla. Ætla samt að kalla það íþróttameiðsl héðan í frá, hljómar miklu betur. Fór með Prinsessuna í Laugar í gær þar sem sú stutta tók netta æfingu í SHOKK salnum á meðan ég fór í mitt prógramm. Unglingurinn mætti líka svo meirihluti fjölskyldunnar fékk sína hreyfingu í gær. Brjáluð stemning í salnum þar sem ca. 200 upphitunartæki voru öll full og köll og klapp reglulega, þar sem Íslendingar voru að taka Túnismenn í.....

Körfubolti hjá Folanum í gærkveldi, Unglingurinn útí bæ að horfa á enska boltann svo við mæðgurnar kúrðum okkur í sjónvarpherberginu og horfðum á okkar vikulegu amerísku lágmenningu, öðru nafni America´s Next Top Model. Nigel alltaf jafnfallegur, Ms. Jay alltaf jafngay, Twiggy alltaf jafn krúttleg og tútturnar alltaf jafnsætar, en missætar þó .

Kíkti örlítið á útsölurnar núna í janúar, keypti smá í Karen Millen, smá í Debenhams og svo ekki meir. Fór svo einn stuttan hring síðustu helgi og niðurstaðan er sú að 90% af þeim varningi sem eftir er á útsölum er drasl af gömlum lagerum verslanna. Fann eina skó sem mig langar í og nú er ég að sjálfsögðu búin að sannfæra sjálfa mig um að mig vanti eitt stykki brún stígvél.....en ekki hvað :/ Ég á bara ein hvort eð er, nema maður telji flatbotna stígvél og kúrekastígvél með....þá eru það þrenn pör, af brúnum, og ég held að flestar konur sem eru með eitthvað vit í kollinum myndu halda því fram að það væri fyrir neðan allar hellur og jafnvel hægt að ganga svo langt að segja að það sé frekar fátæklegt að eiga ekki eitt par af brúnum stígvélum í viðbót. Enda verða svona ógurlegar skutlur eins og ég að eiga nóg af skóm.

Kíki í Spöngina í dag þegar Prinsessan fer á körfuboltaæfingu. Verð ekki lengi að koma mér í fullan gang aftur, nú mega Spangarbúar fara að rífa sig upp á rassgatinu og reyna að gera eitthvað í ræktinni, þýðir ekkert að leggjast í leti og þunglyndi þó svo Spretturinn hafi ekki mætt í nokkra daga. Endalaust álag á manni.

Sprint out

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home